Orð og tunga - 26.04.2018, Page 86
Margrét Jónsdóttir: „Glasið brotnaðist, amma.“ 75
Frá 14. öld eru dæmi um fölnast og slagnast og frá 15. öld t.d. þykknast,
hyggnast og ragnast enda þótt merkingin sé nú nokkuð fjarlæg.17
Eftirtaldar sagnir á sagnalistanum eru í ROH:
dafnast hyggnast losnast úfnast
dragnast laknast rosknast viknast
gisnast lasnast trénast þreknast18
glapnast
Tafla 2. Sagnir úr ROH sem enda á -na+st.
Þrjár sagnanna koma einungis fyrir í ROH. Það eru gisnast og úfnast,
sem báðar er að finna í heimildum frá 20. öld og tengjast veður fars-
lýsingum, og viknast sem er frá miðri 17. öld. Eitt dæmi er í ROH um
hverja sögn.19
(7) a. Þa viknadist Holofernis Hiarta / þuiad hann brann af
Asterhita til hennar.
(Þorláksbiblía 1644)
b. Þéttist droparnir, er komin svækja. Gisnist þeir, kemur
ysja.
(HMatthVeð, 111, 20m)
c. Þau höfðu eitthvað úfnast undir reiðverunum, það
varð að slétta …
(Goðast 1986, 46, 20s)
Í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík (Jón Ólafsson [1734
–1779]) eru 12 sagnir sem enda á -nast. Þetta eru eftirtaldar sagnir:
búnast glapnast hyrnast trénast
fénast grónast mjónast vilnast
geldnast hyggnast sofnast örvílnast
Tafla 3. Sagnir úr handriti Jóns Ólafssonar sem enda á -na+st.
Fjórar sagnir vekja sérstaka athygli, geldnast, grónast, hyrnast og mjón-
ast. Þær eru ekki til í öðrum orðabókarheimildum; BÍN gerir þó ráð
fyrir grónast.
17 Sagnirnar fullkomnast og fullnast eru mjög gamlar í málinu. Formið fer ekki á milli
mála. Það gerir hins vegar merkingin. Sagnirnar eru nánast eingöngu notaðar í
trúarlegum textum, sbr. er þeir dagar fullnuðust þegar þeir dagar voru á enda runnir
eða spádómurinn fullkomnaðist.
18 Í Íslenskri orðabók (2002:1828) er þreknast en ekki þrekna. Í BÍN eru bæði formin:
þrekna, þreknast.
19 Sagnirnar eru svo allar í BÍN. Tekið skal fram að í dæmum úr ROH vísar t.d. f til
fyrsta þriðjungs viðkomandi aldar, m til annars þriðjungs en s til hins síðasta. Þett a
má t.d. sjá í (7).
tunga_20.indb 75 12.4.2018 11:50:41