Orð og tunga - 26.04.2018, Page 87
76 Orð og tunga
Á vefnum Tímarit.is eru 26 af sögnunum af Töflu 1. Þar af eru
(a.m.k.) 11 sem aðeins eru þar og er þar átt við ritaðar heimildir.
Dæm in eru öll af Tímarit.is. 20
fl otnast (1 dæmi; 1935) svignast (1 dæmi; 1946)
fúnast (1 dæmi; 1858) svitnast (1 dæmi; 1975)
harðnast (1 dæmi; 1923) trosnast (2 dæmi; eldra frá 1935)
morknast (1 dæmi; 2005) þrotnast (1 (íslenskt) dæmi; 1980)
setnast (3 dæmi; elst frá 1885) þrútnast (1 dæmi; 1923)
stirðnast (1 dæmi; 1947)
Tafla 4. Nokkrar sagnir af Tímarit.is sem enda á -na+st.
Dæmin um fúnast og stirðnast í (8) eru þau einu sem finnast um sagn-
irnar. Aðeins ein sögn, flotnast, kemur á óvart, merkingarlega séð.
Merk ingin er að því er virðist ‘fljóta’. Þetta má allt sjá í (8); dæmin eru
öll af Tímarit.is.
(8) a. Baðstofa 21/2 stafgólf í Leingd 4 al á Breiðd undir súð
bigð á Bekk heldur farin að fúnast og þakið ekki rétt
gott.
(Þjóðviljinn 1960, jólablað 24. des., bls.
15. Texti frá 1858)
b. En höndin stirðnaðist á miðri leið.
(Vorið 1947, 2. tbl., bls. 47)
c. Þess er ekki að dyljast, að það, sem þessu leikriti fleyt-
ist, flotnast því á meðferð leikenda og starfi leik stjórn-
arinnar …
(Vísir 1935, 2. tbl., bls. 3)
Mjög fáar sagnir eru til í öllum heimildunum (ONP, ROH, Tímarit.is).
Það eru t.d. hyggnast, losnast, rosknast og örvilnast. Dæmin á Tímarit.
is eru nokkuð sér. Þau eiga sér hins vegar mörg samsvörun með
dæmum á Netinu.
20 Sögnina svitnast er að fi nna í enskuskotnum gamantexta. Sagnirnar harðnast,
morkn ast, svignast og trosnast eru líka á Netinu en þá í einu eða tveimur dæmum;
líka svitn ast en það er sama dæmið og á Tímarit.is. Aðeins tvær sagnanna eru í BÍN,
setn ast og trosn ast.
tunga_20.indb 76 12.4.2018 11:50:42