Orð og tunga - 26.04.2018, Page 90
Margrét Jónsdóttir: „Glasið brotnaðist, amma.“ 79
(10) -nast -na
a. Fjögurra ára tyrkneskur drengur dreng batnaði
batnaðist af H5N1 …23
(hugi.is)
b. … en konur bognast saman. bogna
(skemman.is)
c. Við þetta rifnast og tætist rifnar
suðausturhluti Asíu …
(vantru.is/2009)
Í öllum dæmunum, (10a-c), gætu st-lausar myndir komið í stað þeirra
með -st. Ekki er heldur hægt að sjá að st-myndirnar láti í ljós sérstaka
þolmyndarmerkingu.
4.2 aði-sagnir sem tjá breytingarmerkingu með -st
Ýmsar na-sagnir eru í tengslum við aði-sagnir með sama hljóðstigi.
Í (2) í 2.2 var sýnd setning með losast, steinninn losaðist. Það vekur
at hygli að allmörg dæmi eru þess að orsakarsögn eins og losa tjái
breyt ing ar merkingu með -st.24 Þegar svo -st getur bæst við -na eru
mögu leik arnir orðnir þrír. Í (11) eru þrjú dæmi úr textum frá ýmsum
tím um. Dæmi (11b) er af Tímarit.is, hin úr ROH. Í öllum tilvikum gæti
hér komið sögn með breytingarmerkingu, sögn með endingunni -na
eða -nast í staðinn, enda merkingin ein og hin sama.25
23 Dæmi hafa fundist um ópersónulega notkun batnast sambærilega við batna. Slík
dæmi eru þó ekki mörg. Í dæmi (i) er ástæðan vafalaust sú að frumlagið er skynj-
andi enda táknar sögnin líkamlega líðan; hér ræður því merkingin, ekki formið.
i. … honum batnaðist smátt og smátt og hann varð heilbrigður á eftir
(hestafrettir.is/spjall/ 2013)
Því er við að bæta að dæmi er um hið sama hjá sögnum með -ga/-(k)ka+st, t.d. með
sögnunum fækkast og seinkast. Dæmi (ii) er af Tímarit.is.
ii. Seinkaðist honum ferðin ...
(Norðanfari 1894, 33.–34. tbl., bls. 65)
24 Jóhannes Gísli Jónsson (2005:401) getur þess að tilvist na-sagna eins og t.d. grána
geri það að verkum að ekki virðist ganga að mynda sögn eins og t.d. *gráast. Hvort
sem dæmið sem slíkt er til eða ekki, breytir það því ekki að fullyrðingin stenst
ekki.
25 Það gæti þó í einhverjum tilvikum verið álitamál. Dæmi (iii) er um hitast, sbr.
hitna/hitnast:
iii. Leirtauið hitast ekki jafnt í hitaskúffunni.
(eirvik.is/?pageid=127)
tunga_20.indb 79 12.4.2018 11:50:42