Orð og tunga - 26.04.2018, Page 91
80 Orð og tunga
(11) -ast -na/-nast
a. batast, sbr. BÍN; bata (kásatív) batna/batnast
… svo batist lönd og lýðir.
(JÞorkDigtn, 405 (um 1620))
b. meyrast, sbr. meyra (kásatív) meyrna/meyrnast
Saxið laukinn, merjið hvítlaukinn
og látið hvort tveggja meyrast
í olíu á pönnu …
(Þjóðviljinn 1984, 131. tbl., bls. 15)
c. visast, sbr. visa (kásatív) visna/visnast
Mikið var hert af fiski …
Hann var lagður á tré
meðan hann var að visast …
(Goðast 1980–81, 73, 20s)
Það er ljóst að sú leið til að tákna breytingarmerkingu, sem hér hefur
verið lýst, hefur lengi verið til staðar og er enn. Dæmi (11a-c) sýna
dreifinguna glöggt.
Hér á undan hefur nokkrum sinnum verið minnst á sagnir með
viðskeytunum -ga/-(k)ka, t.d. fjölga og fækka. Fjölmörg dæmi eru um að
sama/samhljóða sögn, hvort sem hún stýrir falli eða ekki, fái -st, sbr.
Margréti Jónsdóttur (2015).26 Í (12) eru tvö dæmi, bæði af Tímarit.is.
(12) a. En er fækkast tók um föngin í góðsveitunum, …
(Ísafold 1892, 12. tbl., bls. 47)
b. Svo víkkast ljósið, úr tóminu heyri ég tón.
(Morgunblaðið 2006, 76. tbl., bls. 47)
Hér hafa þrenndir verið kynntar. Þær eru þó alls ekki alltaf til. Í (13)
eru nokkur dæmi um breytingarmerkingu þar sem X táknar óskil-
greint frumlag.
(13)
A batna/batnast/batast stirðna/stirðnast bólgna
a. X batnaði X stirðnaði X bólgnaði
b. X batnaðist X stirðnaðist
c. X bataðist
26 Þetta gengur þvert á niðurstöður Halldórs Ármanns Sigurðssonar (1989:272) sem
sagði að aðeins þær sagnir sem ekki væri hægt að nota í ergatívri merkingu gætu
bætt við sig -st, sbr. blíðkast andspænis *stækkast, *grænkast.
tunga_20.indb 80 12.4.2018 11:50:43