Orð og tunga - 26.04.2018, Page 94
Margrét Jónsdóttir: „Glasið brotnaðist, amma.“ 83
lýsingarorðinu grár og sögninni grána. Í báðum tilvikum sést að n-ið
bætist við rótina.
(14) kalla/kallast og brotna/brotnast í 1. persónu fleirtölu
A B C
a. köllum köllumst köllustum
b. brotnum brotnumst
Í ljósi þess sem hér hefur komið fram er fróðlegt að líta til sagna í 1.
persónu fleirtölu. Í (14) eru sagnirnar kalla og brotna. A og B sýna 1.
persónu fleirtölu með og án -st. Í B má sjá að -st kemur á eftir fleir-
töluendingunni, köllumst og brotnumst. Það sem greinir þó á milli
form anna er að í brotnumst eru viðskeytin formlega séð tvö. En eins
og hér er haldið fram er -na ekki lengur virkt viðskeyti; jafnvel má líta
svo á að það sé partur af rótinni. Á hinn bóginn má ekki gleyma því
að hefðin er sterk og formið brotnumst fylgir henni.
Þá er komið að C, köllustum. Sjá má að beygingarendingin og við-
skeytið hafa víxlast þannig að merkingarbæra viðskeytið fer á und-
an; er það í raun og veru eðlileg endurtúlkun vegna orð mynd unar-
tengsla rótar og viðskeytis. Þetta er nákvæmlega sama staða og í
lýs ingar háttunum lagstur (leggjast) og sestur (setjast) þar sem beyg-
ing arendingin kemur á eftir orðmyndunarviðskeytinu.30 Með öðrum
orðum má segja að köllustum, lagstur og sestur sýni að -st sé hluti af
stofninum, sé raunverulegt viðskeyti, en dæmin í B sýni á hinn á bóg-
inn að svo sé ekki. Sjá nánar t.d. Anderson (1992:205–206 o.v.).31
Vegna köllustum, sbr. C (í 14a), verður fastlega að gera ráð fyrir því
að sambærileg dæmi nast-sagna séu tiltæk þótt ekki hafi þau fundist.
Slíkt væri líka eðlilegt enda -na ekki lengur viðskeyti heldur hluti
rót arinnar og -st hið raunverulega viðskeyti. Nafnhátturinn brotnast
kallar í raun og veru á myndina. Þetta má setja upp með þríliðu eins
og sýnt er í (15).
(15) kallast og brotnast í 1. persónu fleirtölu
A B
a. köllumst köllustum
b. brotnumst X X = brotnustum
30 Hér má vísa til Aronoff s og Fuhrhop (2002:468) sem segja að í þýsku geti síðasta
orðmyndunarviðskeytið verið í niðurlagi orðs en þurfi ekki að vera það; á eft ir því
geti komið beygingarending.
31 Kjartan G. Ott ósson (1992:209 o.áfr.) ræðir um endinguna -ustum (og tilbrigði við
hana) í 1. persónu fl eirtölu af st-sögnum en hún er þekkt frá um 1600. Sjá líka
Kjartan G. Ott ósson (1987:315). Almenna umræðu um sambærilegt er t.d. að fi nna
hjá Haspelmath (1993:291).
tunga_20.indb 83 12.4.2018 11:50:43