Orð og tunga - 26.04.2018, Side 103
92 Orð og tunga
Elsta dæmið um orðið er frá 1976. Í Markaðri íslenskri málheild eru
tvö dæmi um orðið, bæði um að e-ð sé kýrskýrt. Þess má geta að í Ís-
lenskri orðtíðnibók (1991) er orðið ekki að finna.
Eins og fram kom í Inngangi merkir orðið kýrskýr ’heimskur’ sam-
kvæmt Íslenskri orðabók. Sama gefur Málfarsbankinn. Orðið er ekki að
finna hjá Blöndal. Þar er aftur á móti orðið kýrvit sem skýrt er með
’gaase forstand’ (Sigfús Blöndal 1920‒1924:430). Samkvæmt Ordbog
over det danske Sprog vísar danska orðið til lítils vits, einfeldni.
Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans (ROH) eru engin dæmi um orð-
ið en í Talmálssafninu er eitt; merkingin er ’heimskur’. Dæmið er frá
1968. Á seðlinum er orðið merkt reykvískum nemanda ÁB. „ÁB“ er
Árni Böðvarsson og rithönd hans er á seðlinum. Árni ritstýrði fyrstu
útgáfu Ís lenzkrar orðabókar (1963) en annarri (1983) með Ásgeiri Blön-
dal Magn ús syni. Í orðabókinni er orðið athugasemdalaust. Aldur
dæm is ins í Tal máls safninu kemur heim og saman við þá staðreynd að
orðið er fyrst að finna í annarri útgáfu Íslenskrar orðabókar (1983:546)
en ekki í þeirri fyrstu (1963).
Leit að kýrskýr á Google (júní 2016) sýndi rúmlega 1.100 dæmi; um
kýrskýrt eitt og sér urðu dæmin 4.710: eitthvað er kýrskýrt. Ég hef aðeins
lauslega litið á þessi dæmi.
Fróðlegt er að skoða dæmin um orðið kýrskýr á Tímarit.is, sjá dæmi
(1) – (3). Það fyrsta sem vekur athygli er hve ung þau eru. Hér koma
þrjú dæmi; það elsta er frá árinu 1976. Merkingin fer ekki á milli mála:
Í öllum dæmunum er ljóst hvað gera þarf enda mennirnir væntanlega
mjög greinargóðir og klárir í kollinum.
(1) a. Við vorum allir kýrskýrir á því, að með einu símtali
hefðu lögreglan, skátarnir eða kannski það sem best
átti við – sjúkrabíll, flutt viðkomandi lækni til starfa.
(Vísir 66. árg. 1976, 45. tbl., bls. 14)
b. nú eða þá bara frá ljómandi kýrskýrum stjórn mála leið-
tog um, kóngum, hugsuðum og fésýslumönnum.
(Þjóðviljinn 55. árg. 1990, 236. tbl., bls. 5)
c. En svo vandast málið því hann stendur alveg undir því
að vera með þetta óbilandi sjálfstraust, hann er náttúr-
lega kýrskýr, ótrúlega frjór, framsýnn og dug legur.
(Morgunblaðið 90. árg. 2002, 210. tbl., bls. 26)
Það er ekki aðeins mannfólkið sem er kýrskýrt. Kýr eru líka vitmiklar
eða kýrskýrar.
tunga_20.indb 92 12.4.2018 11:50:45