Orð og tunga - 26.04.2018, Side 104
Margrét Jónsdóttir: Orðið kýrskýr. Merking og myndun 93
(2) a. Kýrskýrt naut … „Hérna eru þeir að segja frá nauti sem
stangaði kennara.“ Strákur lítur undrandi á mömmu
sína og segir: „Hvernig vissi nautið að hann var kenn-
ari?“
(Dagur 68. árg. 1985, 161. tbl., bls. 4)
b. Branda er kýrskýr, eins og sjá má, og fór illa með þá
sem veðjuðu.
(Dagblaðið Vísir 89. og 26. árg. 2000, 194.
tbl., bls. 6)
c. Kálfurinn Villimey kominn úr útlegð á fjöllum … Kýr-
skýr á fjöllum.
(Dagblaðið Vísir – DV 95. árg. 2005, 13.
tbl., bls. 32)
Afstaða manna og Hæstaréttar er sögð kýrskýr, þ.e. ljós og greinargóð,
sömuleiðis boðskapur, stefna, söguþráður, pólitísk hlið máls; talað er
um kýrskýra lögfræði. Og um framburðinn segir:
(3) … maður þarf að vera kýrskýr í textaframburði til að
hlust andinn nái því sem verið er að segja.
(Vikan 55. árg. 1993, 1. tbl., bls. 23)
Orðið kýrskýr er mest notað í sambandinu e-ð er (ekki) kýrskýrt eins og
áður hefur komið fram; annaðhvort liggur málið alveg ljóst fyrir eða
ekki. Það sýna dæmin sem öll nema (4d) eru af Tímarit.is.
(4) a. Flest var „kýrskýrt“ í máli bæjarfulltrúa. Þar sem gafl-
arar eru orðnir dauðleiðir á skýrleika allra þessara kúa
má benda á nýtt orðtak, sem bæjarstjóri vakti upp á
fund inum, væntanlega kýrskýr í orðtakasafni sínu:
(Fjarðarpósturinn 9. árg. 1991, 26. tbl., bls. 2)
b. Þegar ég fer í leikhús er ævinlega kýrskýrt í huga mín-
um hvort mér líkar það sem fyrir augu og eyru ber eða
ekki.
(Morgunblaðið 86. árg. 1999, 265. tbl., bls.
61)
c. Það er kýrskýrt að eftir hrunið 2008 keyrði um þverbak
þar sem verðbólga fór um og yfir 20% og kaupmáttur
varð mjög neikvæður.
(Fréttablaðið 13. árg. 2013, 296. tbl., bls. 30)
tunga_20.indb 93 12.4.2018 11:50:45