Orð og tunga - 26.04.2018, Page 105
94 Orð og tunga
d. … er nóg að snúa sér í hina áttina við rústirnar til að sjá
bensínstöð í gulum lit og því ekki kýrskýrt hvað það er
við hús Bernths sem truflar svo mikið.
(https://kjarninn.is/frettir/i-svithjod-
mega-gul-hus-bara-vera-i-einum-gul-
um-lit-og-hana-nu/ (2015))
Þrjú (ung) dæmi hafa fundist um kýrskýr stigbreytt.
(5) a. Það eru alveg nokkrar klíkur, þarft að vera kýrskýrari
um hvaða klíku við erum að ræða …
(https://bland.is/umraeda/bland-klik-
an/30465941/)
b. Nei en það gerir þig samt ekkert að betri manneskju en
þetta fólk neitt eða eitt hvað kýrskýrari.
(https://bland.is/umraeda/er-eg-skrit-
inn-/26558550/)
c. … og deginum kýrskýrara að Stefán gerði ekki nema
illt með ummælum sínum ...
(https://bland.is/umraeda/af sok un ar-
beidni-stefans-magnus son ar/23425621/)
Því er við að bæta að enda þótt Stafsetningarorðabókin (2006:328) gefi
orðið kýrskýr stigbreytt er því ekki að leyna að stigbreytingin kemur
nokkuð á óvart. En þess ber að geta að dæmin í (5) eru ung og úr afar
óformlegu máli. Aftur verður minnst á stigbreytinguna í 3.1.
2.2 Merking
Í Ritmálssafni orðabókarinnar, ROH, og hjá Jóni Hilmari Jónssyni (2005)
er mikill fj öldi samsett ra nafnorða með kýr- og kúa- í fyrri hluta; eitt
orð er með kú-, kúreki. Lýsingarorðin eru hins vegar aðeins 5: kýr- +
-eygur, -fætt ur, -gengur, -gæfur og -heldur. (Orðið kýrlaus skiptir ekki
máli hér.) Merking orðanna kýreygur og kýrfætt ur er ’X=lo. eins og
kýr’. Orðin kýrgengur, kýrgæfur og kýrheldur merkja ’X=lo. fyrir kýr’.3
Merking lýsingarorðanna fimm sem hér voru nefnd er hlutlaus í sínu
3 Örnefni með orðinu kýr/kú í fyrri lið eru til, sbr. t.d. Kýrholt, Kúskerpi og Kúvíkur.
Nú hefur samnafnið kúvík sömu stöðu og krummaskuð. Þetta má sjá í næsta dæmi:
i. a. Hann settist að í Hveragerði, en varð að flýja þegar virkjað var á Nesjavöllum.
Nú býr hann í einhverri kúvík út á landi þar sem nóg rok er.
(blog.pressan.is/larahanna/2009/10/05/aridandi-skilabod/)
tunga_20.indb 94 12.4.2018 11:50:46