Orð og tunga - 26.04.2018, Side 107
96 Orð og tunga
c. Lýsingarorðið skýr hefur ekki ósvipaða merkingu og
skír, það er greinilegur eða ljós, en manneskja sem er
skýr er vel gefin. Hið gagnstæða gildir um að vera kýr-
skýr, enda hafa kýr gegnum tíðina ekki verið taldar
sér lega greindar skepnur.
(Fréttablaðið 9. árg. 2009, 305. tbl., bls. 12)
Athyglisvert er að engin dæmi eru um þessa merkingu í sambandinu
e-ð er kýrskýrt. Sé það sem um er rætt ekki kýrskýrt er verið að gefa til
kynna að málið liggi ekki ljóst fyrir en aldrei vísað til þess að það sé
heimskulegt.
Eins og áður sagði eru dæmin um kýrskýr nokkuð mörg og lang-
oftast, nánast alltaf, notað til að lýsa gáfum eða skýrleika. En stundum
er eins og fram komi einhverjar efasemdir í kringum orðið, það er t.d.
haft innan gæsalappa, sbr. (4a). Það gæti jafnvel bent til óvissu enda
orðið kannski lítt þekkt eða óþekkt. Stundum er eins og fram gægist
gamansemi enda samanburður við kýr ekki endilega virðulegur. Það
má sjá af dæmi (8) af Tímarit.is.
(8) Kýrskýr þingmaður … fór mikinn … í gær. … Taldi …
þetta kýrskýrt.
(Fréttablaðið 10. árg. 2010, 108. tbl., bls. 14)
Af aldri heimilda má ráða að merki orðið kýrskýr ’heimskur’ sé það
eldri merking orðsins, en sú sem vísar til gáfna og skýrleika sé yngri.
Eins og ávallt í slíkum tilvikum er vafasamt að fullyrða um of. Mun-
ur inn á aldri ritheimildanna er nánast enginn og hefur tæplega úr-
slita áhrif. En aldur heimildarmannsins sem minnst var á í upphafi
grein arinnar (neðanmálsgrein 2) gæti stutt þá skoðun að kýrskýr í
merk ingunni ‘heimskur’ væri sú eldri.
Dæmin um merkingu orðsins kýrskýr eru athyglisverð fyrir margra
hluta sakir. Sé merkingin jákvæð virðist sem alltaf megi umorða hana
með mjög: kýrskýr maður er þá t.d. alltaf ‘mjög skýr’. Það sama á við
um það sem liggur ljóst fyrir: mál sem er kýrskýrt er ‘mjög skýrt’. Jafn-
framt er mál sem ekki er kýrskýrt ‘ekki mjög skýrt, óljóst’. Sé merkingin
á hinn bóginn ‘heimskur’ er ekki eins víst að hægt sé að umorða hana
með mjög; a.m.k. á það ekki við um mitt mál.
Í 2.1 var á það minnst að orðið kýrskýr væri fyrst að finna í ann arri
útgáfu Íslenskrar orðabókar (1983:546) og þá í merkingunni ’heimskur’.
Í þriðju og (og síðustu) útgáfu (2002:848) er eins farið með orðið enda
þótt allt hafi hnigið í aðra átt eins og ráða má af dæmunum sem sýnd
tunga_20.indb 96 12.4.2018 11:50:46