Orð og tunga - 26.04.2018, Side 107

Orð og tunga - 26.04.2018, Side 107
96 Orð og tunga c. Lýsingarorðið skýr hefur ekki ósvipaða merkingu og skír, það er greinilegur eða ljós, en manneskja sem er skýr er vel gefin. Hið gagnstæða gildir um að vera kýr- skýr, enda hafa kýr gegnum tíðina ekki verið taldar sér lega greindar skepnur. (Fréttablaðið 9. árg. 2009, 305. tbl., bls. 12) Athyglisvert er að engin dæmi eru um þessa merkingu í sambandinu e-ð er kýrskýrt. Sé það sem um er rætt ekki kýrskýrt er verið að gefa til kynna að málið liggi ekki ljóst fyrir en aldrei vísað til þess að það sé heimskulegt. Eins og áður sagði eru dæmin um kýrskýr nokkuð mörg og lang- oftast, nánast alltaf, notað til að lýsa gáfum eða skýrleika. En stundum er eins og fram komi einhverjar efasemdir í kringum orðið, það er t.d. haft innan gæsalappa, sbr. (4a). Það gæti jafnvel bent til óvissu enda orðið kannski lítt þekkt eða óþekkt. Stundum er eins og fram gægist gamansemi enda samanburður við kýr ekki endilega virðulegur. Það má sjá af dæmi (8) af Tímarit.is. (8) Kýrskýr þingmaður … fór mikinn … í gær. … Taldi … þetta kýrskýrt. (Fréttablaðið 10. árg. 2010, 108. tbl., bls. 14) Af aldri heimilda má ráða að merki orðið kýrskýr ’heimskur’ sé það eldri merking orðsins, en sú sem vísar til gáfna og skýrleika sé yngri. Eins og ávallt í slíkum tilvikum er vafasamt að fullyrða um of. Mun- ur inn á aldri ritheimildanna er nánast enginn og hefur tæplega úr- slita áhrif. En aldur heimildarmannsins sem minnst var á í upphafi grein arinnar (neðanmálsgrein 2) gæti stutt þá skoðun að kýrskýr í merk ingunni ‘heimskur’ væri sú eldri. Dæmin um merkingu orðsins kýrskýr eru athyglisverð fyrir margra hluta sakir. Sé merkingin jákvæð virðist sem alltaf megi umorða hana með mjög: kýrskýr maður er þá t.d. alltaf ‘mjög skýr’. Það sama á við um það sem liggur ljóst fyrir: mál sem er kýrskýrt er ‘mjög skýrt’. Jafn- framt er mál sem ekki er kýrskýrt ‘ekki mjög skýrt, óljóst’. Sé merkingin á hinn bóginn ‘heimskur’ er ekki eins víst að hægt sé að umorða hana með mjög; a.m.k. á það ekki við um mitt mál. Í 2.1 var á það minnst að orðið kýrskýr væri fyrst að finna í ann arri útgáfu Íslenskrar orðabókar (1983:546) og þá í merkingunni ’heimskur’. Í þriðju og (og síðustu) útgáfu (2002:848) er eins farið með orðið enda þótt allt hafi hnigið í aðra átt eins og ráða má af dæmunum sem sýnd tunga_20.indb 96 12.4.2018 11:50:46
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.