Orð og tunga - 26.04.2018, Side 109
98 Orð og tunga
Hugmyndir hans byggjast á þeirri grein beygingarfræðinnar sem
kall ast á ensku evaluative morphology. En hvers konar beygingarfræði
er um að ræða, hver eru einkenni hennar? Bauer (1997:537‒538) lýsir
henni svo:
The term „evaluative morphology“, however, seems also to
allow for a wider reading than simply markers of size and
positive or negative emotional aff ect, including such things
as intensifi cation and politeness or modesty, which in some
languages use the same affi xes as diminutives and/or aug-
mentatives. Thus, although diminutives and augmentatives
may provide the core of evaluative morphology, its borders
are rather imprecise.
Í fáum orðum má segja að evaluative morphology vísi til mats á orðhlut-
um: þannig hafi matið áhrif á merkingu viðkomandi orðs. Þess má
geta að Meibauer (2013:21‒22) segir að Bauer (1997) tali aðeins um það
sem eykst og minnkar en sleppi því sem varðar vegsauka og niðrun.
Þau hugtök skipta hins vegar meginmáli í greiningu Meibauers (2013)
á þýsku.
Meibauer fjallar í grein sinni um ýmsar orðmyndunarleiðir í þýsku,
þar á meðal það sem kalla má áherslusamsetningar (e. expressive com-
pounds). Enda þótt hann ræði hvergi um orð af nákvæmlega sömu
gerð og kýrskýr er langlíklegast að hann hefði greint orðið sem samsett
orð, sett saman úr sjálfstæðum orðum, en ekki orð með áherslu forlið
sem hefur kerfislega stöðu.6
En hvað er áhersluforliður? Einfaldasta svarið er að það sé orðhluti
sem skeytt er framan við orð í áhersluskyni. Slíkir liðir, oft rætur, eru
til sem sjálfstæð orð. Dæmi um þetta eru t.d. bál, hund, kol, ljón og ösku,
sbr. t.d. bálreiður, hundveikur, kolbrjálaður, ljóngáfaður og öskuillur.7
Það að orðin eru til sem sjálfstæð orð, sbr. bál, hundur, kol, ljón og
aska, er einmitt það sem greinir áhersluforliði frá forskeytum enda
6 Þess ber að geta að Meibauer (2013) afneitar ekki tilvist áhersluforlíkja sem slíkra.
En með því að fallast ekki á þau í áhersluforliðum má jafnvel segja að hann
gangi í berhögg við almennt viðhorf. Fjölmargir aðrir fræðimenn hafa fj allað um
áhersluforliði, t.d. Ascoop og Leuschner (2006:245-246), Booij (2010), Goethem
(2008:28), Meibauer (2013) og Þorsteinn G. Indriðason (2016a, b).
7 Enda þótt orðin séu öll með áhersluforliðum eru þau samt ekki alveg sambærileg.
Taka má dæmi af orðinu kolbrjálaður. Ekki er hægt að umorða það sem ‘brjálaður
eins og kol’. Það sama á við að breyttu breytanda um bálreiður, hundveikur og
öskuillur. Orðið ljóngáfaður hefur sérstöðu. Kannski er hægt að umorða það sem
‘gáfaður eins og ljón’. Það er þó ekki víst eins og rakið er hér í greininni.
tunga_20.indb 98 12.4.2018 11:50:46