Orð og tunga - 26.04.2018, Síða 136
Stefanie Bade: Hvernig meta Íslendingar fólk með hreim? 125
staðfesta að hreimur er tengdur við ákveðin gildi, svo sem um rétt eða
rangt, æskilegt eða ekki, virðingu og vald. Ryan og Carranza (1975)
t.a.m. létu 63 þátt takendur í könnun leggja mat á karlkyns upplesara
sem hafði verið skipt í tvo hópa. Annar þeirra samanstóð af upp les-
urum með ameríska ensku að móðurmáli á meðan upplesarar í hin-
um hópnum töluðu ensku með mexíkóskum hreim. Notast var við
hulins prófi ð. Upplesarar voru metnir samkvæmt 15 lýsingarorðum
sem standa fyrir annaðhvort álitstengd persónueinkenni (e. status
traits), t.d. greindur og farsæll, eða persónueinkenni tengd samstöðu
(e. solidarity traits), t.d. áreiðanlegur og vingjarnlegur. Niðurstöður þess-
ar ar könnunar leiddu í ljós að upplesarar með ensku að móður máli
voru metnir hærra fyrir öll persónueinkenni en þeir með mexí kóskan
hreim. Mikill munur var milli álits- og samstöðutengdra per sónu ein-
kenna þar sem upplesarar með hreim voru metnir miklu lægra í álits-
tengdum atriðum en upplesarar með ensku að móðurmáli.
Viðhorf eru nokkuð stöðugt fyrirbæri, sett saman úr hugsunum,
til fi nningum og hegðun. Þau má fl okka í dulin og ódulin þar sem
dul in viðhorf eru nokkuð falin. Gera má ráð fyrir því að viðhorf sem
menn tjá opinskátt muni hugsanlega vera nokkuð frábrugðin þeim
sem hafa komið fram með duldum hætt i. Fólk er oft meðvitað um
félagslega viðkvæm efni, svo sem afstöðu til innfl ytjenda, og svarar
gjarn an beinum spurningum samkvæmt því sem það heldur að rann-
sakandinn vilji heyra (sbr. Garrett 2010:44 o.áfr.) eða því sem telst
vera pólitískur rétt trúnaður. Það er hefð fyrir því að kanna ómeðvituð
viðhorf til afb rigða í tali manna, svo sem mállýskna og hreims, með
því að nota grímupróf (e. matched-guise technique, sjá Lambert o.fl .
1960) þar sem einn og sami málhafi er látinn tala með misjöfnum
hreim. Rannsóknir með þessari aðferð hafa leitt í ljós að hlustendur
byggja skoðanir sínar oft á siðferðilegu og fagurfræðilegu mati sem er
eingöngu miðað við mál og hreim (Kang og Rubin 2009:3). Þess vegna
er grímuprófi ð tilvalin aðferð til að rannsaka hreim og tengsl við
mat á persónueinkennum. Breytt útgáfa grímuprófs, hulinsprófi ð (e.
verbal guise technique),3 er notuð í þessari rannsókn þar sem búið er að
taka upp mismunandi málhafa; þeir verða hér kallaðir „upplesarar“.
Svo eru þátt takendurnir í könnuninni beðnir um að leggja mat á
upp lesarana og segja til um hve mikið álit þeir hafa á viðkomandi
3 Hulinsprófi ð er vel þekkt aðferð sem felst í því að taka upp mismunandi ein-
staklinga sem lesa upp sama textann. Á þann hátt er mögulegt að fá upptökur af
mismunandi hreim eða mállýskum með þeim framburði sem er einkennandi fyrir
viðkomandi tilbrigði.
tunga_20.indb 125 12.4.2018 11:50:52