Orð og tunga - 26.04.2018, Page 138
Stefanie Bade: Hvernig meta Íslendingar fólk með hreim? 127
3 Aðferð
3.1 Upplesarar
Upplesararnir í þessari rannsókn eru fulltrúar helstu sjö inn fl ytj enda-
hópa (sjá Mynd 1). Upplesarar sem hafa sænsku og breska ensku að
móðurmáli voru þó ekki hafðir með. Einn upplesari á ís lensku að
móð ur máli. Upplesarar voru valdir með það í huga að kanna við horf
og hugsanlegar staðalmyndir gagnvart fólki úr helstu inn fl ytj enda-
hópum á Íslandi og er hér um að ræða eft irfarandi lönd: Bandaríkin,
Danmörk, Filippseyjar, Litáen, Pólland, Taíland, Þýska land.
Leitað var til nemenda á öðru ári í Íslensku sem öðru máli við Há-
skóla Íslands til þess að fi nna málhafa með svipaða íslenskukunnátt u.
Kenn arar í námsgreininni voru beðnir um að deila auglýsingunni í
gegn um tölvupóst, þann 13. apríl 2015 og þann 27. janúar 2016, og
voru nemendur, sem lýstu yfi r vilja til þátt töku, fl okkaðir eft ir aldri,
kyni og móðurmáli/upprunalandi. Að lokum voru konur á aldrinum
25–35 ára valdar til þátt töku.
Upplesarinn með íslensku að móðurmáli var af sama kyni og aldri
og var tal hans metið af sérfræðingi í hljóðfræði frá Háskóla Íslands
til þess að tryggja að framburður hans mætt i teljast hefðbundinn ís-
lenskur.
Mynd 1. Níu fj ölmennustu hópar erlendra ríkisborgara á Íslandi skv. Hagstofu
Íslands, 1. janúar 2017.
Upplesararnir voru teknir upp í tveimur áföngum. Fyrstu upptökurn-
ar voru gerðar 14. maí til 16. júní 2015 og seinni upptökurnar milli 11.
og 29. febrúar 2016. Textinn sem var valinn til upplestrar er próft exti
tunga_20.indb 127 12.4.2018 11:50:52