Orð og tunga - 26.04.2018, Page 140
Stefanie Bade: Hvernig meta Íslendingar fólk með hreim? 129
hafði þegar verið staðfestur (T. Kristiansen 2006:16).4 Ákveðið var að
nota andstæðupör í þessari könnun og eru þau eft irfarandi: sjálfstæð
– ósjálfstæð, dugleg – löt, greind – vitlaus, metnaðarfull – metnaðarlaus, af-
slöppuð – óróleg, áhugaverð – óáhugaverð, aðlaðandi – óaðlaðandi, áreiðan-
leg – óáreiðanleg.5 Gengið var úr skugga um að þátt takendur hlustuðu
á upptökuna áður en spurningum var svarað. Þátt takendur sem
hlust uðu ekki á tiltekna hljóðupptöku slepptu spurningunum sem
sneru að þeirri upptöku. Að lokum voru þátt takendurnir beðnir um
að veita upplýsingar varðandi bakgrunn og voru bakgrunnsbreytur
eft ir farandi: kyn, aldur, búseta, hjúskaparstaða, hvort börn séu á
heim ilinu, menntun, staða á vinnumarkaði, starfsstétt , heildartekjur
ein stakl ings, heildartekjur heimilis og stjórnmálaskoðun.6 Yfi rlit yfi r
und ir fl okka hverrar breytu er sýnt í Töfl u 1.
Gagnaöfl un hófst 17. maí og lauk 20. ágúst 2016. Alls svöruðu 538
einstaklingar könnuninni og er svarhlutfall því 54%. Svör voru greind
með þeirri tölfræðiaðferð sem er viðeigandi fyrir hverja spurningu,
s.s. með t-prófi og dreifi greiningu. Niðurstöður voru reiknaðar út
frá vigtuðum niðurstöðum og sýna Mynd 3 og Tafl a 2 meðaltöl merk-
ing ar greiningar fyrir breyturnar kyn og aldur. Hinar breyturnar eru
sett ar fram með skammstöfunum og er marktekt merkt við hvert at-
riði. Vegna þess að dreifi ng var talsvert ójöfn í þátt unum búseta, hjú-
skapar staða, börn á heimilinu, menntun, staða á vinnumarkaði, starfs-
stétt , einstaklingstekjur og heimilistekjur, og þar sem mikið magn
upp lýsinga fylgir þeim, eru niðurstöður um marktækan mun innan
hvers þátt ar eingöngu sýndar í Töfl u 3 og verða svo ræddar síðar (í
5. kafl a, Umræða). Marktekt er sýnd fyrir allar bakgrunnsbreytur og
var marktektarprófi ð kí-kvaðrat notað. Allar töfl ur sýna tölfræðilega
marktekt með stjörnum *p≤0,05, **p≤0,01, ***p≤0,001.
4 Lýsingarorðin voru upphafl ega á dönsku en voru þýdd yfi r á hin Norðurlanda-
málin eft ir að hafa staðist próf um áreiðanleika.
5 Lýsingarorðinu traustvekjandi í MIN-verkefninu var skipt út fyrir lýsingarorðið
áreiðanlegur þar sem erfi tt reyndist að fi nna andstæðu við það.
6 Ákveðið var að sleppa greiningu þessarar breytu þar sem Panamaskjölin svo köll-
uðu voru birt meðan könnunin stóð yfi r. Þess vegna var talin hætt a á að niðurstöður
úr spurningum um stjórnmálaskoðun myndu ekki endilega endurspegla skoðanir
fólks við venjulegar aðstæður.
tunga_20.indb 129 12.4.2018 11:50:53