Orð og tunga - 26.04.2018, Side 142
Stefanie Bade: Hvernig meta Íslendingar fólk með hreim? 131
4.2 Almennar niðurstöður
Þegar tillit er tekið til meðaltalna hvers lands fyrir sig kemur í ljós að
bandaríski upplesarinn er metinn hæstur (M = 1,93) og litáíski upp-
lesarinn lægstur (M = 1,31). Danski (M = 1,92) og íslenski málhafi nn
(M = 1,86) eru í öðru og þriðja sæti. Þýski og taílenski upplesarinn
fylgja í fj órða sæti (M = 1,74) og svo pólski (M = 1,63) og fi lippseyski
upplesarinn (M = 1,56).
Þegar litið er á persónueinkennin átt a og hvernig þau eru metin
á kvarðanum kemur í ljós að sum þeirra eru að jafnaði metin hærra
en önnur. Svo eru einkennin dugleg (M = 1,93), metnaðarfull (M = 1,90)
og greind (M = 1,80) metin hátt í samanburði við einkennin áhuga verð
(M = 1,58), afslöppuð (M = 1,58) og aðlaðandi (M = 1,43) (sjá Mynd 2).
Það bendir til að persónueinkenni hafi mismunandi gildi í huga þátt -
takenda; væntanlega fi nnst þátt takendunum sum einkenni skipta
meira máli en önnur. Upptakan með konunni sem hefur ís lensku að
móðurmáli er metin hæst í tveimur atriðum (aðlaðandi, af slöppuð), á
meðan bandaríski upplesarinn er metinn hæstur í þremur atrið um
(greind, áreiðanleg, áhugaverð), svo og danski upplesarinn (metnaðarfull,
dug leg, sjálfstæð). Litáíski upplesarinn kemur út lægstur í sjö af átt a
atrið um. Það að upplesarar fengu mismunandi einkunnir fyrir tiltekin
per sónueinkenni getur verið vísbending um að mismunandi hreimur
og þar með upplesarar séu tengdir við ákveðin persónueinkenni
frem ur en við önnur. Bandaríski upplesarinn þykir t.d. áreiðanlegri
en fi lippseyski upplesarinn.
Mynd 2. Yfi rlit yfi r meðaltöl hvers upprunalands fyrir sig samanlagt, fyrir persónu-
ein kennin öll: sjálfstæð, dugleg, greind, metnaðarfull, afslöppuð, áhugaverð, aðlaðandi,
áreiðanleg.
tunga_20.indb 131 12.4.2018 11:50:53