Orð og tunga - 26.04.2018, Blaðsíða 149
138 Orð og tunga
Sj
ál
fs
tæ
ð
D
ug
le
g
G
re
in
d
M
et
na
ða
rf
ul
l
A
fs
lö
pp
uð
Á
hu
ga
ve
rð
A
ðl
að
an
di
Á
re
ið
an
le
g
Pólland bús* men*,
ht*
bús*,
bör*,
men***
men***,
ht*
men*** bús* bús*
Taíland vin*** vin* hjú*,
et***,
ht*
Þýskaland sta*** et*** sta*** hjú*,
sta*,
ht***
hjú***,
sta***,
et*
bús*,
hjú***,
men*,
et***,
ht*
Tafl a 4. Marktækur munur með tilliti til búsetu (BÚS), hjúskaparstöðu (HJÚ), barna á
heimili (BÖR), menntunar (MEN), stöðu á vinnumarkaði (VIN), starfsstétt ar (STA),
einstaklingstekna (ET), heimilistekna (HT).
5 Umræða
Draga má ýmsar ályktanir af greiningunni sem hér hefur verið lýst.
Í fyrsta lagi virðist vera mikið ósamræmi í mati á erlendum hreim,
reyndar meira í sambandi við suma hreima en aðra. Þá er sérstaklega
eft irtektarvert að íslenski hreimurinn virðist skipa sér í fl okk með
þeim þar sem ósamræmi kemur fram. Í öðru lagi má gera ráð fyrir því
að mismunandi hreimur kalli fram mismunandi ímyndir eða stað al-
myndir og að matið fari eft ir því hver hreimurinn er og einnig eft ir
bakgrunni þess sem leggur mat á hreiminn.
Sé litið á bakgrunnsþætt ina má sjá að niðurstöður varðandi kyn
og aldur eru nokkuð skýrari en fyrir hinar breyturnar. Þó að oft sé
talið að konur hafi tilhneigingu til þess að taka hið staðlaða fram yfi r
önnur afb rigði tungumáls (sbr. Adamson og Regan 1991), eins og
nið ur stöður MIN-verkefnisins fyrir Ísland staðfesta (Kristján Árna-
son 2006:23, Halldóra Björt Ewen og T. Kristiansen 2006:43), benda
niðurstöður þessarar könnunar til hins gagnstæða og eru því í sam-
ræmi við útkomu rannsókna á afröddun í japönsku (Imai 2005). Það
þarf þó að taka tillit til ýmissa þátt a í sambandi við það. Þar sem upp-
lesararnir í þessari rannsókn voru eingöngu konur er líklegt að kyn
tunga_20.indb 138 12.4.2018 11:50:55