Orð og tunga - 26.04.2018, Page 151
140 Orð og tunga
komu fram hjá Lindemann (2005) þegar hún lét 208 nemendur á
grunn námsstigi í bandarískum háskóla leggja mat á ensku talaða
með hreim. Þegar hreimur var fl okkaður eft ir landsvæðum kom í
ljós að mat á honum breytt ist eft ir því hversu langt svæðin voru frá
Banda ríkjunum. Burtséð frá löndum með enskumælandi meirihluta,
svo sem Bretlandi og Ástralíu, voru viðhorfi n neikvæðari með vax-
andi fj arlægð frá Bandaríkjunum. Upplesarar frá Vestur-Evrópu
fengu hærri einkunnir en þeir frá Mið-Evrópu eða Suður-Ameríku og
Vestur-Evrópumenn fengu hærri einkunnir en málhafar frá Austur-
Evrópu, Miðausturlöndum eða Asíu. Taka þarf þó tillit til þess að
þátt tak endur í könnun Lindemann lögðu einnig mat á hversu rétt og
þægi lega viðkomandi upplesari hljómaði og hversu vel þeir þekktu
þá ensku sem hann talaði. Með það og niðurstöður þessarar könnunar
í huga má hér halda því fram að tvískiptingin milli innfædds og er-
lends tals, sem hefði einhvern tíma mátt nota til að lýsa íslensku
mál sam félagi, sé ekki (lengur) gild. Þessi aðgreining kann að hafa
vikið fyrir einhvers konar stigskiptu kerfi sem greinir milli innhóps
(e. in-group), þ.e. íbúa vestrænna landa, og úthóps (e. out-group), þ.e.
Austur-Evrópubúa og Asíubúa, og þett a kann að ráða mati á erlendu
tali.8 Raunar styðja þessar niðurstöður ekki hina ströngu tvískiptingu
í innfætt og erlent samkvæmt Moyer (2013:102) þar sem niðurstöður
mats á íslenska upplesaranum rétt læta ekki skiptingu af því tagi; þessi
aðgreining virðist sem sé ekki nothæf í íslensku samhengi. Í staðinn
má frekar gera ráð fyrir aðgreiningu á víðri samfellu sem byggist á
sjálfsvitund skynjaðs innhóps. Með öðrum orðum er hugsanlegt að
þeir innfl ytjendur sem tilheyra innhópnum að mati Íslendinga njóti
jákvæðra viðhorfa og þar með svipaðrar stöðu og innfæddir í íslensku
samfélagi. Neikvætt mat á þeim sem tilheyra úthópnum getur hins
vegar valdið þeim lélegri stöðu innan samfélagsins. Samt sem áður
þarf að hafa í huga að innhópur og úthópur eru ekki eins leitir heldur
sveigjanlegir eft ir því hversu „innfætt “ eða „erlent“ við komandi hljóm-
8 Menn hafa tilhneigingu til þess að fl okka heiminn í hópa. Þeir skilgreina sig oft
sem meðlimi í einhverjum félagslegum hóp og samsama sig þeim hópi (e. group
identity). Samkvæmt kenningu um félagslega samsemd (e. social identity theory) er
félagsleg sjálfsvitund (e. social identity) skilgreind sem sá hluti í sjálfsvitund ein-
staklingsins sem stafar af þekkingu hans sem meðlimur í félagslegum hóp/hópum
ásamt þeim gildum og tilfi nningalegu þýðingu sem er tengd því að vera meðlimur
í þeim hóp/hópum (Tajfel 1978:63). Sá hópur sem einstaklingurinn samsamar sig
við, þ.e. innhópurinn, er lokaður fyrir öðrum sem uppfylla ekki skilyrði þess að
vera meðlimir og þeir eru svo skilgreindir sem meðlimir einhvers konar úthóps
sem viðkomandi einstaklingur telur sig ekki tilheyra.
tunga_20.indb 140 12.4.2018 11:50:55