Orð og tunga - 26.04.2018, Page 163
152 Orð og tunga
Eins og myndin sýnir eru nafnorðin úrkoma, regn, úrfelli og rigningar
algengustu grannheiti flettunnar rigning. Samkvæmt listanum eru
sextán tilvik í gagnagrunninum þar sem rigning og úrkoma koma fyrir
í sams konar umhverfi. Með því að smella á tengilinn getur not and-
inn kallað fram þessi dæmi og lagt á þau eigið mat. Þar má nefna
dæmi eins og a) áköf rigning – áköf úrkoma, b) langvarandi rigning –
lang varandi úrkoma, c) rigning og leysingar – úrkoma og leysingar og
d) rigning og þoka – þoka og úrkoma. Fyrir notendur sem eru að leita að
merk ing arlega náskyldum flettum eru þessir listar mjög gagnlegir.
Oft er gott að bera þá saman við samheiti orðanna sem í þessu tilfelli
eru regn, úrfelli, úrkoma og væta. Síðarnefndi flokk urinn er byggður á
huglægu mati orðabókarhöfundar og má því finna undir flipanum
„Metin vensl“. Mikilvægt er fyrir notendur að gera sér grein fyrir
þessum mun á grannheitum og samheitum því að þegar grannheiti
orða eru skoðuð koma oft upp orð sem við fyrstu sýn virðast hafa lítil
tengsl við flettuna og myndu tæpast teljast til samheita. Sem dæmi má
nefna flettuna köttur sem sýnir grannheiti eins og kettlingur, dvergur og
smámenni. Þegar smellt er á orðin kemur í ljós að orðin koma öll fyrir
í orðasamböndunum vera köttur/kettlingur/dvergur/smámenni að vexti.
Skyldheiti orða eru samkvæmt orðanetinu „[a]ðrar flettur sem
flettan tengist í gegnum parasambönd með sameiginlegum félögum“
(undir flipanum „skyldheiti“). Skyldheiti eru því orð sem eru á sama
merkingarsviði og flettan. Mynd 5 sýnir skyldheiti flettunnar rigning.
Mynd 5. Skyldheiti flettunnar rigning.
Eins og myndin sýnir eru skyldheitin orð eins og rok, kuldi og þoka sem
koma fyrir í eftirfarandi parasamböndum (sjá flipa merktan „pör“):
rok og rigning, rigning og kuldi og rigning og þoka. Rok, kuldi og þoka
eru því skyldheiti flettunnar rigning og tilheyra sama merkingarsviði
þótt þau geti engan veginn talist samheiti. Skyldheitin geta þó sagt
tunga_20.indb 152 12.4.2018 11:50:58