Orð og tunga - 26.04.2018, Page 164
Ritdómur 153
ýmislegt um notkunarsvið flettunnar og gefið notendum hugmyndir
um hverslags hugrenningatengsl þau vekja. Ef orðið kynvillingur er
skoðað í orðanetinu fáum við t.d. upp orð eins og eiturlyfjaneytandi,
glæpamaður, klámhundur, morðingi, utangarðsmaður. Af þessum orða-
lista má draga þá ályktun að nafnorðið kynvillingur feli í sér mjög
niðr andi merkingu og endurspegli þannig gömul og úrelt viðhorf.
5 Flettuval
Þar sem orðanetið byggir að miklu leyti á dæmum úr Ritmálssafni
Orðabókar Háskólans og af Tímarit.is (sem nær aftur á 18. öld) er orð-
færið oft gamalt. Slíkt er að sjálfsögðu kostur fyrir þá sem leita að
upp lýsingum um íslenska málnotkun í gegnum tíðina og vefurinn á
eftir að nýtast þeim vel sem vinna með eldri texta eða hafa áhuga á
málsögu. Sem dæmi má nefna hugtakið skilnaðarkveðja þar sem
finna má gamlar kveðjur eins og far vel og far heill og lukkudrjúgur en
hvergi er minnst á kveðjur sem heyrast meira í dag eins og bless og bæ.
Eins hefur lítil áhersla verið lögð á hversdagsleg fyrirbæri eins og vera
hjá dagmömmu eða hafa sameiginlegt forræði og athafnir sem tengjast
nýrri tækni eins og vafra/hanga á netinu, spjalla á netinu/Skype/MSN og
hlaða/hala niður tónlist.
Úr því að orðabókin er hugsuð sem málnotkunarorðabók, þ.e.
gagna grunnur til að finna heppilegt orðalag í rituðu máli, þá verð-
ur leitin að fara fram í gegnum virkan orðaforða markhópsins. Hér
mætti því velta fyrir sér hvort ekki mætti bæta inn orðum og orða sam-
bönd um sem eru mikið notuð í dag, ekki síst í útvarpi og sjón varpi.
Sem dæmi má nefna orðasambönd eins og fá upp í kok af <ein hverju/
einhverjum>, <einhver/eitthvað> á að njóta vafans og nýjar töku þýðingar
eins og hugsa út fyrir kassann og bera saman appelsínur og epli. Þessi
orðasambönd gætu þá leitt notandann að öðrum orðum og orða sam-
böndum svipaðrar merkingar.
6 Tæknileg útfærsluatriði
Hvað tæknilega útfærslu vefsins varðar vil ég aftur leggja áherslu á
að orðanetið er margþætt orðabók og það hefur án efa kostað mikla
vinnu að koma öllum eiginleikum vefsins saman í eina heild. Þó eru
tvö atriði sem ég teldi brýnt að skoða betur.
tunga_20.indb 153 12.4.2018 11:50:59