Orð og tunga - 26.04.2018, Page 165

Orð og tunga - 26.04.2018, Page 165
154 Orð og tunga Annars vegar er það töluverður ókostur að hver flipi eða undirsíða sé ekki með sína eigin vefslóð. Þetta veldur því að erfitt getur verið að fara aftur á bak á fyrri síðu. Í stað þess að lenda beint á þeirri síðu sem notandinn var áður á opnast stundum aðalsíða flettunnar og stund um kemur upp villa. Eins er ógerningur fyrir notendur að deila ákveðnum síðum með öðrum á samfélagsmiðlum eða senda tengla í tölvupósti. Vefsíðurnar koma reyndar mjög vel út á prenti en nú á dögum fer mikilvægt kynningarstarf einmitt fram á vefmiðlum þannig að það er óheppilegt að notendur geti ekki deilt áhugaverðum síðum með vinum og vandamönnum. Hins vegar finnst mér að þróa mætti betur orðaleit vefsins. Í leið- beiningum orðanetsins er tekið fram að vefsíðan bregðist við innslætti staf fyrir staf. Þetta er rétt upp að vissu marki. Þegar notandinn hefur slegið inn textastreng sem vefurinn þekkir sem sjálfstætt orð birtist flettulisti yfir öll orðasambönd þar sem viðkomandi orð kemur fyrir. Þannig þekkir orðanetið einingar eins og afbrýði (2 flettur) en finnur enga samsvörun þegar notandinn bætir við einum staf og skrifar afbrýðis. Hér hefði t.d. verið mikill kostur ef orðanetið hefði getað kom- ið með tillögu að orðum eins og afbrýðisamur (3 flettur) eða afbrýðisemi (3 flettur). Ekki er heldur gert ráð fyrir leit með algildistákni eins og t.d. stjörnu eða spurningarmerki eins og gert er í veforðabókinni ISLEX og miklu víðar. Af þeim sökum er ógerningur fyrir notendur að leita eftir seinni hluta orða eins og t.d. -semi (t.d. afskiptasemi og afbrýðisemi). Þegar leitað er að ákveðnum orðum nægir oft að slá orðið inn í nefnifalli eintölu. Þannig er hægt að leita að orðinu fjall og kalla fram orðasambönd með beygingarmyndunum fjalli, fjalls, fjallsins, fjöll, fjöllum, fjöllunum og fjalla. Þetta á einnig við um aðra orðflokka eins og lýsingarorð og sagnir. Þó virðist oft vera misbrestur á að allar beygingarmyndir birtist þegar notandinn slær inn grunnmynd orða. Sem dæmi má nefna orð eins og kona þar sem notandinn þarf að slá inn hverja beygingarmynd fyrir sig. Þegar leitað er að beygingarmyndinni kona birtast 18 orð og orðasambönd, öll með leitarorðinu í nefnifalli eintölu. Til að finna orðasambönd þar sem kona kemur fyrir í öðrum föllum þarf að leita undir hverri beygingarmynd fyrir sig: konu (6 dæmi), kvenna (12), konum (7) og konur (3). Sömu sögu er að segja um nafnorð eins og maður, köttur og fiskur og lýsingarorðið lítill. Ef skoðað er uppflettiorðið gamall má finna ýmsar beygingarmyndir þess orðs, þar af eitt dæmi um miðstig: eldri. En ef notendur slá inn beygingarmyndina eldri birtist hins vegar flettulisti með 7 dæmum. tunga_20.indb 154 12.4.2018 11:50:59
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.