Morgunblaðið - 23.03.2018, Page 10

Morgunblaðið - 23.03.2018, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 Smart föt, fyrir smart konur Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52 Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Allsherjar- og menntmálanefnd Al- þingis hafa borist fjölmargar um- sagnir frá erlendum samtökum og einstaklingum vegna frumvarps um bann við umskurði drengja. Samtök gyðinga allt frá Belgíu til Bandaríkj- anna gagnrýna frumvarpið harðlega á meðan svissnesk barnaréttarsam- tök og danskir læknar styðja það. Jonathan A. Greenblatt, forstjóri Anti-Defamation League (ADL), samtaka gegn gyðingahatri í Banda- ríkjunum, ritar Alþingi umsögn þar sem hann bendir Íslendingum á mögulegar efnahagslegar afleiðing- ar fyrir land og þjóð verði frumvarp- ið samþykkt. Greenblatt rekur í um- sögn sinni öfluga tengingu samtakanna við fjölmiðla vestanhafs og staðhæfir að ímynd Íslands yrði óhjákvæmilega tengd nasisma sem myndi hafa neikvæð áhrif á ferða- mennsku. „Við hvetjum ykkur til að íhuga þýðingarmiklu fjölmiðlaathyglina sem ADL fær í Bandaríkjunum og á heimsvísu. Á síðustu sex mánuðum hafa rannsóknir okkar og sérfræð- ingar verið á CNN og öðrum kap- alsjónvarpsstöðvum, NBC og sjón- varpstöðvum, í fréttaskýringaþætt- inum 60 Minutes og í leiðandi dagblöðum eins og The New York Times og The Washington Post. Þar sem 28% ferðamanna á Íslandi komu frá Bandaríkjunum árið 2016, ætti ímynd Íslands í Bandaríkjunum að valda áhyggjum, frá efnahagslegum sjónarmiðum. Við erum sannfærð um að meirihluti bandarískra ferða- manna myndi forðast land sem er með orðstír tengdan við nasisma, jafnvel þótt sú tenging væri ekki réttmæt,“ ritar Jonathan í umsögn sinni til Alþingis sem erfitt er að túlka öðruvísi en óbeina hótun. Læknar styðja frumvarpið Læknasamfélagið virðist hins veg- ar einróma í stuðningi sínum við frumvarpið. Alls rita 1.325 íslenskir hjúkrunarfræðingar og ljósmæður undir stuðning við frumvarpið, ásamt því hefur á fimmta hundrað ís- lenskra lækna undirritað stuðnings- yfirlýsingu. Danskir læknar virðast einnig samhljóða og rita mörg hundruð læknar undir bréf sem seg- ir að siðlaust sé að framkvæma um- skurð nema af læknisfræðilegri nauðsyn. „Umskurður, eins og hver önnur aðgerð, veldur sársauka, óþægindum og áhættu á minniháttar eða varanlegum vandkvæðum fyrir sjúklinginn. Umskurður sem er ekki framkvæmdur í læknisfræðilegu meðferðarskyni hefur engan ávinn- ing. Óafturkræft brottnám heil- brigðra og mjög viðkvæmra vefja frá einhverjum, sérstaklega börnum sem eru ekki hæf til að taka upplýsta ákvörðum um samþykki, er mjög siðlaust,“ rita dönsku læknarnir sem hvetja íslenska þingmenn til að sam- þykkja frumvarpið. Christoph Geissbuhler, framkvæmdastjóri svissnesku barnaréttarsamtakanna, Pro Kinderrechte Schweiz, sendi einnig umsögn til að vekja athygli ís- lenskra þingmanna á neikvæðum áhrifum umskurðar á drengi. Þrýstu á íslenskan sendiherra Í umsögn frá samtökum evr- ópskra gyðinga hefur Alex Benjam- in, fjölmiðlafulltrúi samtakanna, miklar áhyggjur af uppruna frum- varpsins og segir populista-lykt af því. Hann og formaður samtakanna, rabbíin Menachem Margolin, segj- ast hafa fundað með Bergdísi Ell- ertsdóttur, sendiherra Íslands í Belgíu, í síðustu viku vegna málsins. Ætla Benjamin og Margolin að ferðast til Íslands til þess að efla talsmenn gegn frumvarpinu. Alþjóðleg samtök þrýsta á Alþingi & Fjölmargir erlendir aðilar hafa sent Alþingi umsagnir vegna frumvarps um bann við umskurði & Læknar og barnaréttarsamtök styðja frumvarpið & Trúarleg samtök mótmæla því harðlega Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í nefnd Páll Magnússon segir að nefndin muni skoða allar umsagnir vel. Verð á minkaskinnum lækkaði um nálægt 5% fyrstu fjóra dagana á marsuppboði danska uppboðshúss- ins Kopenhagen Fur en þar selja ís- lenskir minkabændur afurðir búa sinna. Eftirspurn er heldur dræmari en verið hefur, 97% framboðinna skinna hafa selst. Hækkun gengur til baka Á síðasta uppboði, í febrúar, varð um 5% verðhækkun í dollurum reiknað. Skinnaverð virtist þá komið á uppleið eftir mikinn öldudal und- anfarin ár. Sú hækkun virðist vera að ganga til baka, miðað við fyrstu dagana á yfirstandandi uppboði. Á vef danska uppboðshússins er varkárni kaupenda rakin til þess að enn eru miklar birgðir af skinnavör- um úti á mörkuðunum. helgi@mbl.is Verð á minkaskinnum lækkar aftur á uppboðum & Eftirspurn minni en vænst var Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Skoðun Gæði skinna eru margprófuð fyrir sölu í uppboðshúsinu. Sendiherra Ísraels á Íslandi, sem hefur aðsetur í Noregi, óskaði eftir því að koma á fund allsherjar- og menntamálanefndar vegna frumvarpsins. Því var hafnað að sögn Páls Magnússonar, formanns nefndarinnar, í ljósi hefðar um hvernig þingnefndir taka óskum erindreka erlendra ríkja. Páll Magnússon og Guðmundur Andri Thorsson, varaformaður nefndarinnar, munu hins vegar hitta sendiherrann og veita honum áheyrn en áhyggjur sendiherrans snúa m.a. að því að hér á landi sé ekki formlegt eða skipu- lagt samfélag gyðinga. Umsagnarfrestur við frumvarpið rennur út 28. mars og segir Páll að allar umsagnirnar verði teknar saman þegar fresturinn er liðinn og farið yfir þær. Í kjölfarið verður ákveðið hverjum verður boðið á fund nefnd- arinnar. „Við förum yfir allt sem varðar málið,“ segir Páll sem bætir við að málið sé margslungið og því verði að vanda til verka. „Þetta er ekki bara heilbrigðismál heldur trúarlegt mál, tilfinningamál og menningar- sögulegt mál sem snertir svo óskaplega marga strengi.“ Sendiherra Ísraels fær áheyrn ERLENDIR ERINDREKAR SÝNA FRUMVARPINU ÁHUGA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.