Morgunblaðið - 23.03.2018, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 23.03.2018, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 Glæsilegt úrval af trúlofunar- og giftingarhringa- pörum Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is | acredo.is Verð á pari: 236.141 kr. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Raunhæft er að binda eina milljón tonna af koltvíoxíði árlega í íslenskum skógum um miðja öldina. Um leið mætti stórauka tekjur af skógrækt. Þetta segir Pétur Halldórsson, kynningarstjóri Skógræktarinnar, og vísar til tækniþróunar. Á næstu ára- tugum muni lífræna hagkerfið taka við af olíuhagkerfinu. Skógræktin, Landssamtök skógar- eigenda og Skógræktarfélag Íslands stóðu fyrir fundi á alþjóðlegum degi skóga í gær. Þar voru kynntar tvær sviðsmyndir um skógrækt á öldinni. Annars vegar óbreytta nýskógrækt og hins vegar fjór- fjöldun frá því sem nú er. Með óbreyttri nýskóg- rækt muni kolefnisbindingin fara yfir hálfa milljón tonna í kringum 2040 en dala síðan áður en hún vaxi á ný. Með því hins vegar að fjórfalda skógrækt- ina verði stöðug aukning í binding- unni út þessa öld. Markmið kallar á meiri framlög Pétur segir að við efnahagshrunið hafi framlög ríkisins til nýskógræktar dregist mikið saman. Bróðurpart- urinn hafi verið ríkisframlög til skóg- ræktar á lögbýlum með því markmiði að klæða 5% láglendis skógi á 40 ár- um en það markmið náist ekki að óbreyttu. Vegna niðurskurðar „þurfi menn að spýta í lófana“. Framlög til nýskógræktar í síðustu ríkisfjár- málaáætlun hafi valdið vonbrigðum. Því sé nú lögð fram tillaga þegar ný ríkisfjármálaáætlun er í smíðum. „Framlög til nýskógræktarverk- efna voru skorin niður um helming. Þau fóru úr 6 milljónum trjáa á ári niður í 3 milljónir og hafa verið á þeim slóðum síðan. Síðustu ár hefur mikið verið rætt um kolefnisbindingu og að styrkja þurfi bændurna og efla sveit- irnar. Það gerist hins vegar ekki neitt. Það kemur alltaf sama fram- lagið ár eftir ár. Við ákváðum því að leggja fram skýra tillögu sem ráða- menn gætu unnið með og er okkar framlag. Við erum ekki að segja að þetta sé eina leiðin, eða sú besta. Hún er hins vegar eitt af því sem við get- um gert. Um leið má slá margar flug- ur í einu höggi; binda kolefni og búa til ný verkefni fyrir bændur og greiða af skuld okkar við landið.“ Framlag ríkisins til nýskógræktar er nú ríflega 300 milljónir á ári. Til að fjórfalda ræktunina þyrfti framlagið að hækka í 1.200 milljónir. Pétur seg- ir aðspurður að síðustu mánuði hafi sú skoðun fengið byr undir báða vængi að auka þurfi framlög til skóg- ræktar og loftslagsmála. Bættur efnahagur skapi skilyrði til meiri uppbyggingar. Við átakið þurfi hin ýmsu samtök að vinna betur saman. Fram kom á fundinum að með því að fjórfalda skógrækt sé stuðlað að stórauknum tekjum af skógi og lagð- ur grunnur að nýrri byltingu. „Framtíðin liggur í lífhagkerfinu. Við erum að segja skilið við olíu- hagkerfið. Timbur verður aðalhráefni lífhagkerfisins. Það er hægt að fram- leiða allt úr trjám sem er hægt að framleiða úr olíu. Menn eru farnir að byggja úr krosslímdu efni sem gefur þykka fleka og sterka sem standast stáli og steinsteypu snúning að öllu leyti. Rætt er um að háhýsi framtíð- arinnar verði reist úr þessu efni,“ segir Pétur Halldórsson. Skora á stjórnvöld að stórefla skógræktina & Skógræktin kallar eftir fjórföldun á árlegu framlagi Áhrif skógræktar á Íslandi 1990 til 2130 6 5 4 3 2 1 0 -1 milljarðar kr. 1990 2010 2030 2050 2070 2090 2110 2130 1.500 1.250 1.000 750 500 250 0 þús. tonn CO2 1990 2010 2030 2050 2070 2090 2110 2130 Þjóðhagsleg áhrif skógræktar Kolefnisbinding skóga á Íslandi Áætlaðar tekjur af viðarsölu og virði kolefnisbindingar að frádregnum kostnaði við nýskógrækt Nýskógrækt dregur bæði úr losun gróðurhúsalofttegunda frá rofnu landi og bindur kolefni í jarðvegi, rótum og stofni Óbreytt nýskógrækt Skógrækt fjórfölduð Óbreytt nýskógrækt Skógrækt fjórfölduð H ei m ild : S kó gr æ kt in Pétur Halldórsson Laun yfirstjórnar VR voru 54,2 millj- ónir króna á seinasta ári og hækkuðu úr 42,6 milljónum frá árinu á undan. Í nýútkominni ársskýrslu VR kemur fram að laun yfirstjórnar skiptast þannig að laun og bifreiðastyrkir for- manna VR voru 26,3 milljónir kr. í fyrra en þessir þættir námu 17 millj- ónum á árinu 2017. Formannaskipti áttu sér stað á seinasta ári en Ragnar Þór Ingólfsson tók við sem formaður 28. mars í fyrra af Ólafíu B. Rafns- dóttur, fyrrv. formanni. Ekki kemur fram hvernig fjárhæðin skiptist á milli þeirra á síðasta ári. Laun og bif- reiðastyrkur framkvæmdastjóra VR var 17,5 milljónir í fyrra en 17 millj. kr. árið 2016 og laun stjórnar voru 9,6 milljónir og hækkuðu um eina milljón á milli ára. Stóraukning vegna geðraskana Í ávarpi formanns í ársskýrslunni kemur fram að gríðarlega hafi fjölgað þeim félagsmönnum sem leita til Sjúkrasjóðs VR, sem sýni að sjóður- inn er mikilvægur bakhjarl fé- lagsmanna. Greiðsla sjúkradagpen- inga hefur aukist um tæplega 73% frá árinu 2006, að teknu tilliti til þróunar launa. Í skýrslunni segir að þessa aukningu megi helst rekja til aukn- ingar geðraskana, sem nam 325% á tímabilinu umfram hækkun launa, og stoðkerfa en þar var aukningin 171% umfram hækkun launa. ,,Milli áranna 2016 og 2017 var aukningin þó mest í sjúkdómaflokknum kviðarhol og meltingarfæri en dagpeningar jukust þar um 88% eða 79% umfram hækkun launa.“ Í ávarpi Ragnars Þórs kemur fram að aukin ásókn er einnig í varasjóð VR, „aldrei hafa fleiri sótt um styrk úr sjóðnum frá stofnun hans fyrir rúmum áratug, tæplega 16 þúsund fé- lagsmenn fengu styrk úr VR vara- sjóði á árinu 2017. Þá eru starfs- menntasjóðir sem VR á aðild að einnig í sókn, hámarksstyrkur úr sjóðunum var hækkaður á árinu og nýtt fagháskólanám í verslunar- stjórnun kynnt, hið fyrsta sinnar teg- undar. Námið er unnið í samvinnu við vinnumarkaðinn og háskólana“, segir í ávarpi Ragnars Þórs. omfr@mbl.is 26,3 milljónir í laun og bifreiða- styrki formanna & Sífellt fleiri leita til Sjúkrasjóðs VR Næstum engar breytingar sjást á 50 til 100 árum í stærð laxa, fram- leiðslu árinnar eða endurheimtum úr sjó þótt þangað gangi eldislax sem nemur 5-10% af stofni árinnar. Allt að 10% innblöndun er algeng í norskum ám. Hafrannsóknastofnun- in á Íslandi miðar við það í sínu áhættumati að blöndunin megi ekki fara yfir 4% markið. Norskir vísindamenn hafa þróað líkan sem sýnir hvernig erfðaeig- inleikar eldislax hafa áhrif á villta laxastofna. Grein um rannsóknina hefur birst í vísindatímaritinu Evolutionary Applications. Í frétt í Dagens Næringsliv er sagt frá starfinu og rætt við Kevin Glover sem er yfirmaður rannsókna á Haf- rannsóknastofnuninni í Noregi og prófessor við háskólann í Bergen. Hann var aðalfyrirlesari á málþingi erfðanefndar landbúnaðarins um áhrif laxeldis á villta laxastofna sem haldið var hér á landi í byrjun febr- úar. Náttúran hreinsar sig sjálf Glover sagði við Dagens Nær- ingsliv að niðurstaðan benti til þess að ekki þyrfti að búast við miklum afleiðingum af hlutfallslega lítilli innblöndun eldislax. Ástæðan er meðal annars sú að hrygning eld- islax heppnast miklu verr en hjá villtum laxi. Afkomendur þeirra lifðu síður af, bæði í ánni og sjón- um. Þannig yrði sterkt náttúruval sem hreinsaði til aftur eftir breyt- inguna. Ef innblöndun færi yfir 30% á margra ára tímabili yrðu meiri breytingar. Fjöldi seiða og endur- heimtra laxa minnkaði. Líkanið sýn- ir, að sögn Glover, að það taki árnar jafn langan tíma að jafna sig eftir að innblöndun hættir. Ef hins vegar innblöndun sé meiri en 50% af stofni árinnar í 200 ár útrými það villta laxastofninum. Þá sé það nátt- úrunni ofviða að hreinsa til eftir blöndunina. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sjókvíaeldi Hætta er á að lax sleppi úr sjókvíum og gangi upp í nálægar ár. 5-10% innblöndun hefur engin áhrif Virtur vísindamaður » Kevin Glover var kynntur sem einn af fremstu vís- indamönnum Noregs á sviði erfðablöndunar í laxi og vökt- unar á erfðafræðilegum áhrif- um laxeldis í umfjöllum blaðs- ins um málþing erfðanefndar landbúnaðarins þar sem hann var aðalfyrirlesari. » Leó Alexander Guðmunds- son, líffræðingur hjá Hafró, sem einnig hélt fyrirlestur, sagði Morgunblaðinu að stað- an á Íslandi hefði komið Glover mjög á óvart og hann talið að hér væri verið að taka of mikla áhættu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.