Morgunblaðið - 23.03.2018, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 23.03.2018, Qupperneq 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Uppfærsla ofurtölvu Dönsku veður- stofunnar (DMI), sem er til húsa hjá Veðurstofu Íslands, gengur vel. Þrír sérfræðingar frá DMI og einn frá tölvuframleiðandanum Cray eru hér vegna verkefnisins. Við uppfærsluna verða afköst ofurtölvunnar um 700 TFLOPS á sekúndu, það eru um 700 þúsund milljarðar aðgerða á sek- úndu. DMI er eigandi ofurtölvunnar en Veðurstofan leggur til húsnæði og innviði sem tölvureksturinn krefst auk þess að hafa daglega umsjón með búnaðinum. Veðurstofan fær veðurgögn sem unnin eru í ofurtölv- unni til að nota við gerð veðurspáa. Thomas Kjellberg, yfirmaður upp- lýsingamála og fjármálastjóri DMI, og Hafdís Þóra Karlsdóttir, fram- kvæmdastjóri fjármála- og rekstr- arsviðs og staðgengill forstjóra Veð- urstofu Íslands, kynntu blaðamanni og ljósmyndara Morgunblaðsins uppfærslu ofurtölvunnar. „Við erum að þrefalda vinnsluget- una frá því sem hún var,“ sagði Thomas. Hann lofaði því ekki að auk- in afköst tölvunnar verði til þess að veðrið batni, en veðurspárnar eiga að verða nákvæmari. Spásvæðin eru gríðarstór og þekja annars vegar Grænland og Ísland og hins vegar svæði sem nær frá Fær- eyjum og austur fyrir Danmörku. Ná útreikningarnir yfir lofthjúpinn, þ.e. frá yfirborði og upp að ystu mörkum lofthjúpsins. Veðurlíkönin gefa af sér spár um veður og sjólag fyrir þau svæði sem reiknuð eru. Með aukinni reiknigetu er hægt að gera nákvæm- ari spálíkön fyrir smærri svæði en áður og gera betur ráð fyrir stað- bundnum áhrifum landslags og land- gerðar á veðrið á hverjum stað. Nefndi Thomas sem dæmi að á Ís- landi væri sandur yfirleitt svartur og drægi því í sig hitageisla sólar, en sunnar í Evrópu væri sandur yf- irleitt ljós á lit og endurkastaði því hitageislum sólar líkt og íslensku jöklarnir gera. Þetta hefur í för með sé staðbundin áhrif á veður. Aukin reiknigeta getur einnig gert kleift að spá betur fyrir um hina skæðu fall- vinda (Piteraq) sem koma stundum ofan af Grænlandsjökli og eira engu sem fyrir verður. Tryggilega geymd neðanjarðar Ofurtölvan er geymd neðanjarðar í húsi Veðurstofunnar við Bústaða- veg, þar sem stjórnstöð Landsvirkj- unar og síðar Landsnet var áður til húsa. Það er svalt að koma inn í tölvusalinn þar sem niður í kælivift- um fyllir loftið. Ofurtölvueiningarnar Freyja og Þór standa þar rækilega merktar. Nú er þar einnig þriðja tölvan sem leysir hinar tvær af til skiptis meðan á uppfærslunni stend- ur. Önnur tölvan er endurnýjuð í einu og síðan keyrð til prufu í 30 daga áður en hin er endurnýjuð. Undirbúningur uppfærslunnar hófst fyrir um einu ári síðan. Verkefnið tekur því nokkuð langan tíma. Gagnageymslan, eða harðdisk- arnir, er í þriðju einingunni og rúma 1.500 terabæti. Ekki þarf að uppfæra gagnageymsluna. Gólfið í tölvusalnum er upp- hækkað og þar undir liggja raf- magns- og tölvukaplar og aðrar lagn- ir vegna viðamikils kælikerfis tölvubúnaðarins. Vatnið í kælikerf- inu er blandað með sérstökum frost- legi og rennur í lokuðu hringrás- arkerfi. Vökvinn flytur varmann frá tölvubúnaðinum út fyrir húsið þar sem svalt íslenskt loft kælir vökvann. Íslenski svalinn er einmitt einn kost- urinn við að hafa svona tölvuver hér. Það er mun auðveldara og ódýrara að kæla tölvubúnaðinn hér en í heit- ari löndum. Tölvusalurinn er rammlega læstur og kemst enginn þar inn nema með aðgangsheimild og öryggiskóða. Hreyfiskynjarar gera viðvart ef ein- hver er þar inni. Eftirlitsmyndavélar horfa stöðugt á hina ýmsu hluta of- urtölvunnar. Með hjálp þeirra geta starfsmenn DMI í Danmörku fylgst með hvort allt er með eðlilegum hætti í tölvusalnum. Ef eitthvað kemur upp á þá geta þeir látið vita og haft samráð við starfsmenn Veð- urstofunnar um það sem þarf að gera. Sjálfstæð rafstöð Næsta herbergi hýsir varaaflgjafa ofurtölvunnar. Inn í það liggja sverir kaplar sem flytja hagkvæma og um- hverfisvæna íslenska raforku sem knýr búnaðinn alla jafna. Við fullt álag notar hann allt að 400 kW (kíló- vött) en við venjulega keyrslu er notkunin innan við 300 kW. Raf- geymar í hillum þekja nær heilan vegg. Þeir geta keyrt búnaðinn í um 40 mínútur ef rafmagnið fer. Þar inni er líka stjórnbúnaður fyr- ir dísilknúnar rafstöðvar. Þær fara sjálfkrafa af stað ef veiturafmagnið slær út. Það á því að vera nokkuð tryggt að ofurtölvan verði ekki raf- magnslaus. Þegar samið var um ofurtölvuna 2014 var áætlað að hún myndi kosta um 750 milljónir íslenskra króna. Hafdís benti á að síðan hefði gengið breyst mikið og þessi tala væri önnur í dag. Hún sagði að kostnaður við húsnæðið og innviði hefði verið um 220 milljónir íslenskra króna og Danska veðurstofan hefði borgað lungann af því. Thomas sagði að sjálfur tölvubúnaðurinn væri um helmingur heildarkostnaðarins. Kostnaður við rafmagn, viðhald, þjónustusamninga og annað næmi hinum helmingi kostnaðarins. Fjölþjóðlegt samstarf Samstarf Veðurstofu Íslands og DMI um rekstur ofurtölvunnar er áfangi á leiðinni til samvinnu fleiri landa um rekstur ofurtölvu veður- stofa. Viðræðurnar um þetta fram- tíðarverkefni eru á frumstigi líkt og könnun á fjármögnun og fleiru. Nú er reiknað með að Norðurlöndin fimm, Ísland, Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland sameinist um ofurtölvu í framtíðinni. Írar og Hol- lendingar hafa lýst áhuga á að ganga inn í samstarfið og eins Eistland, Lettland og Litháen. Verði af þessu samstarfi verður fyrsta skrefið tekið 2022 eða 2023 og það næsta fyrir árið 2027. Öflugri ofurtölva spáir nákvæmar & Unnið er að uppfærslu ofurtölvu Dönsku veðurstofunnar & Tölvan er í húsi Veðurstofu Íslands & Nýtir íslenskt rafmagn og íslenskan svala & Samstarf tíu þjóða um rekstur ofurtölvu er í skoðun Morgunblaðið/Eggert Ofurtölvan Thomas Kjellberg frá DMI sýndi hvernig vinnslueiningar Cray-ofurtölvunnar raðast saman. Verið er að þrefalda reiknigetu tölvunnar. Orkustöðin Hafdís Þóra Karlsdóttir við stjórnskáp varaaflsstöðvanna. Eftirlit Ingveldur Jónsdóttir, hópstjóri rekstrar, sér stöðu kerfisins á skjá. Kælikerfið Lagnir undir gólfinu leiða kælivökvann að og frá. Ofurtölva Dönsku veðurstofunnar (DMI) var byggð upp í tveimur áföngum. Tvö vökvakæld Cray XC- tölvukerfi mynda ofurtölvuna. Fyrri áfanginn innihélt tvær Cray XC30 tölvur. Hvor þeirra inni- hélt 280 afkastamiklar vinnsluein- ingar (nodes) og 16 einingar til al- mennra nota. Samtals afkastaði ofurtölvan í þessari útfærslu um 200 TFLOPS (teraflops). Hún var tekin í notkun í apríl 2016. Í öðrum áfanga er búnaðurinn uppfærður í tvö Cray XC50 kerfi sem afkasta samtals um 700 TFLOPS eða meira en þrefalt meira en tölvan gerði áður. Hvort kerfi inniheldur 152 afkastamiklar vinnslueiningar og átta einingar til almennra nota. Nýju vinnsluein- ingarnar eru mun hraðvirkari og sparneytnari en eldri einingar sem nú er skipt út. Annar áfanginn, sem nú er verið að setja upp, kemst í fullan rekstur í júlí 2018. Ofurtölvan er tengd við DMI um háhraðanetið og sæstrengina Da- nice og Farice. Vinnslugetan þrefölduð OFURTÖLVAN Ofurtölvan Litskrúðugir kaplar setja svip á tölvubúnaðinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.