Morgunblaðið - 23.03.2018, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 23.03.2018, Qupperneq 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 VERÐ MEÐ SKÓFLU kr. 2.350.000 án vsk. Verð miðast við gengi EUR 125 23 hö Kubota díeselmótor með 31 lítra vökvadælu, 185 bar, vatnskæld Lyftigeta: 550 kg Lyftihæð: 275 cm Þyngd: 1030 kg Lengd: 220 cm Breidd: 105 cm Hæð: 198 cm KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ! LÉTTBYGGÐ, EINFÖLD OG HAGHVÆM Nánar upplýsingar hjá sölumönnum Sjá einnig ÍSLENSKU AVANT síðuna: www.avanttecno.com/www/is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Afhjúpað verður við Grindavík þann 3. maí næstkomandi minnismerki um bandarísku herflugvélina „Hot Stuff“ B-24 Liberator sem þar fórst umræddan dag árið 1943 í Fagra- dalsfjalli á Reykjanesskaga og með henni meðal annars Frank M. Andr- ews, sem á þeim tíma var yfirmaður alls herafla Bandaríkjamanna á vígaslóð seinni heimstyrjaldarinnar í Evrópu. Frumkvæðið að uppsetn- ingu varðans kemur frá Jim Lux, áður starfsmanni bandaríska flug- hersins. Hann er búsettur í Austin í Texas en hefur lengi haft mikinn áhuga á þessu máli. Útbúinn verður stöpull og á honum verður líkan af vélinni. „Þetta flugslys var atburður sem markaði skil og hafði áhrif á fram- vindu margs annars í stríðsrekstri og stjórnmálum í Bandaríkjunum,“ segir Hjálmars Árnason fram- kvæmdastjóri Keilis. Hann er einn þeirra manna sem unnið hafa því brautargengi að minnismerki verði sett upp. Í forystu hafa þó verið Þorsteinn Marteinsson smiður og fyrrum bóksali í Keflavík og bróðir hans Ólafur, flugvirki hjá Iceland- air. Þeir bræður hafa verið dugandi við að safna upplýsingum um flug- vélar sem fórust hér á landi á stríðs- tímum og eru þau gögn aðgengileg á vefsetrinu stridsminjar.is. Sneri við og flaug á fjall Flugvélin „Hot Stuff“ var á leið- inni frá Bovington-flugvelli í Bret- landi til Bandaríkjanna þegar hún fórst. Upphaflega var ætlunin að lenda á herflugvellinum í Kald- aðarnesi í Flóa, en þar var hætt við lendingu. Stefnan var því tekin á flugvöllinn við Keflavík, sem þá hét Meeks Field, en vélin varð frá að hverfa vegna veðurs. Fljúga átti aft- ur að Kaldaðarnesi en þá rakst vélin á Fagradalsfjall sem er skammt austan við Grindavík. Alls fórust 14 manns með vélinni, en einn komst lífs af. Flugvélin fannst um sólar- hring eftir að hún fórst, þegar leit- arflokkur skipaður bandarískum hermönnum náði á slysstað. Her- mennirnir komu þeim eina sem sem lifði undir læknishendur og fjar- lægðu lík hinna látnu. Rytjur úr flakinu sjást enn í Fagradalsfjalli, þó margt hafi verið tínt í burtu á löngu tíma. Átti að stýra innrás Við þetta er því að bæta að flug- vélin var fullskipuð þegar Andrew og hans menn – sem höfðu forgang – bar að og urðu aðrir að víkja fyrir liði herforingjans, sem varð þeim til lífs. „Hot Stuff“ var á leiðinni til Bandaríkjanna í sýningarför og áhöfnin átti að stappa stálinu í Bandaríkjamenn. Þá ætlaði Andr- ews til skrafs og ráðagerða við her- stjórnina – en talið er að honum hafi verið ætlað að stýra herafla Banda- manna, sem taka skyldi þátt í þeirri innrás á meginlandið, sem gerð var ári síðar. Æðsta stjórn Bandaríkja- hers valdi Andrews formlega í emb- ættið daginn sem hann lést og fékk hann því aldrei vitneskju um þessa tignarhækkun. Andrews skildi því eftir sig mikið skarð og í það valdist Dwight Eisenhower, síðar 34. for- seti Bandaríkjanna. „Einn þeirra sem víkja þurftu fyrir Andrew var Robert Jake Jak- obsen, sem var skytta í fastaáhöfn „Hot Stuff“. Eðlilega sagði hann frá þessum atburði, meðal annars Jim Lux, sem ég kynntist síðar. Hann fékk mikinn áhuga á málinu og hef- ur að undanförnu safnað fé til þess að koma megi minnismerkinu upp,“ segir Þorsteinn. Flugvöllur og menningarhús Andrew-herflugvöllurinn skammt frá Washington DC, þaðan sem for- setaflugvélin Airforce One er gerð út er nefnd eftir herforingjanum. Í Essex á Englandi er flugvöllur kenndur við kappann og á Ásbrú í Reykjanesbæ er menningarhúsið Andrews Theater, upphaflega reist af Varnarliðinu. Lík þeirra sem fórust með „Hot Stuff“ voru jarðsett í Fossvogs- kirkjugarði, en tekin seinna upp og flutt til Bandaríkjanna. Hvíla jarð- neskar leifar Andrews í Arlington- þjóðargrafreitnum Bandaríkjanna í Washington DC. „Hlutur Andrews í stríðssögunni er stór, hann ætti að vera í flokki með til dæmis Eisenhower og Patt- on, hinum fræga herforingja Banda- ríkjamanna,“ segir Þorsteinn. Reiknað er með að allt að 100 manns frá Bandaríkjunum verði viðstaddir afhjúpun minnismerk- isins, s.s. afkomendur Andrews hershöfðingja, og fleiri úr áhöfn vél- arinnar. Þá verður dagskrá í And- rews á Ásbrú og verður sýnd kvik- mynd frá björgunaraðgerðum fyrir 75 árum og þykir hún einstök heim- ild. Andrews er stór í stríðssögunni & Reisa minnismerki um herflugvélina „Hot Stuff“ B-24 sem fórst við Grindavík fyrir 75 árum & Einn helsti herforingi Bandaríkjamanna lést og 13 aðrir & Rytjurnar eru enn í Fagradalsfjalli Minnismerki Svona mun merkið líta út skv. tölvugerðum skissum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reykjanes Hjálmar Árnason, til vinstri, og Þorsteinn Marteinsson við upplýsingaskilti um flugslysið sem stendur nærri Grindavíkurvegi. Nú verður sett upp veglegt minnismerki um atburðinn, sem afhjúpað verður 3. maí nk. Hershöfðingi Frank M. Andrews komst til æðstu metorða í hernum. Ljósmynd/Úr safni Bandaríkjahers Flugslys Sundurtætt flak Hot Stuff B-24 Liberator í Fagradalsfjalli. Árið 1943 voru Bandaríkjamenn í samvinnu við Breta að und- irbúa sókn til höfuðs Þjóð- verjum. Var Andrews raunar helsti skipuleggjand að innrás- inni í Normandí í Frakklandi sem raunar var ekki gerð fyrr en rúmlega ári síðar, það er 6. júní 1944. Eftir að Andrew fórst hófst leit að plönum viðvíkjandi fyrirhugaðri atlögu á meginland Evrópu og þá upplýsti George G. Marshall, hershöfðingi að þeir pappírar hefðu verið í tösku sem hershöfðinginn var með þegar vélin fórst í Fagradalsfjalli. Þúsundir skipa Bandamanna og tugir þúsunda hermanna fóru í innrásina á D-deginum sjálfum, eins og innrás- arstundin var gjarnan nefnd. Ís- lensk tenging við þann atburð er sú að þegar þarna var komið sögu í seinni heimstyrjöldinni var farið að þynnast í hópi breskra og bandarískra her- manna á Íslandi. Margir úr þeirra hópi fóru héðan til Norm- andí og áttu ekki afturkvæmt úr þeim mikla hildarleik. Innrásarplön í töskunni ANDREWS MEÐ MIKIL- VÆGAR UPPLÝSINGAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.