Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 36

Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 36
36 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 Mangójógúrt Ástæða þess að þú átt að velja lífræna jógúrt: Lífrænar mjólkurvörur • Engin aukaefni • Meira af Omega-3 fitusýrum • Meira er af CLA fitusýrum sem byggja upp vöðva og bein • Ekkert undanrennuduft • Án manngerðra transfitusýra www.biobu.is ÖFLUG LAUSN VIÐ HÁLSBÓLGU! Bólgueyðandi og verkjastillandi munnsogstafla við særindum í hálsi Strefen 8,75 mg munnsogstöflur og Strefen Orange 8,75 mg Sukkerfri, munnsogstöflur. Innihalda flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga tímabundið úr særindum í hálsi hjá fullorðnum og börnum eldir en 12 ára. Sjúga skal eina munnsogstöflu rólega og láta leysast upp í munni á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, mest 5 töflur á sólahring. Ekki er ráðlagt að nota lyfið lengur en í 3 sólarhringa. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. HUNANGS OG SÍTRÓNU- BRAGÐ APPELSÍNU- BRAGÐ SYKURLAUST pólflata hnattlögun, snúðvölu. Vegna þessara áhrifa getur fólk í Ekvador, Kenýu, Tansaníu og Indónesíu verið allt að 20 kílómetr- um nær tunglinu en íbúar svæða í grennd við norður- og suðurpól. Þar sem Chimborazo er að finna er vegalengdin frá jarðarmiðjunni upp á yfirborð jarðar um 21 kíló- metra lengri en við heimskautin. Fjallstoppur Chimborazo er 6.384,416 kílómetrum yfir jarð- armiðju en toppur Everest, sem er miklu norðar á jarðarkringlunni, 6.382,605 kílómetrum. Út frá þessu viðmiði teygir tindur Chimborazo sig 1.811 metrum lengra upp í loftið. „Það má líka skemmta sér við það að skoða hæð fjalla út frá jarð- flekum úthafanna. Með þeim út- reikningum hefur eldfjallið Mauna Kea á Hawai vinninginn. Hæð þess mælist þannig 10.210 metrar,“ bætir Basile glettinn við. Ítrekaðar mælingar Það þarf ekki að koma á óvart þótt kæmi til diplómatískra deilna um hæð fjalla. Jafnvel þótt Chimb- orazo sé hæst þá er við því að búast að Everest teljist áfram drottning fjalla vegna hæðarinnar yfir sjáv- armáli. Og þetta 50 milljóna ára gamla fjall er enn að hækka vegna jarðhreyfinga í Himalajafjöllum. Menn hafa ekki alltaf verið sammála um hæð Everest. Á tímum breskra yfirráða í Indlandi sýndu landmæl- ingamenn tindi XV sérstakan áhuga og reiknuðu út að hann væri næst- um 9.000 metrum yfir sjávarmáli. Árið 1865 var tindi þessum gefið nýtt nafn, Everest, til heiðurs mæl- ingamanninum Georges Everest. Opinber hæð Everest er 8.848 metrar samkvæmt indverskum mælingum árið 1954. Ekki eru allir sáttir við þá tölu og hefur útkoman aldrei verið sú sama í þeim tilvikum sem hæð fjallsins hefur verið mæld. Ítalskur leiðangur fann út árið 1992 að hæðin væri 8.845,9 metrar en bandarískur leiðangur hækkaði fjallið á ný og það umfram hina op- inberu hæð, eða í 8.849,9 metra. Í framhaldi af öflugum jarð- skjálfta árið 2015 hafa jarðfræð- ingar staðfest að tindurinn hafi lækkað um þrjá sentímetra. En til hvers er að efast um hina opinberu hæð og ergja með því Nepala en þeirra er tindurinn. Þeir velja „fjall- ið sitt“ en þeir gruna reyndar Kín- verja um tilraunir til að reyna að knýja fram lægri hæðartölur. „Hvernig mynduð þér bregðast við reyndi erlent ríki að láta fjöllin ykk- ar sýnast lægri, án þess að bera það undir ykkur?“ spyr Buddhi Nara- yan Shrestha, fyrrverandi forstjóri Jarðvísindastofnunar Nepal í viðtali í The New York Times. Áforma yfir- völd í Nepal að komast sjálf að því sanna um núverandi hæð Everest með því að senda sveit sjerpa með GPS-mælitæki upp á fjallstindinn. Verulega breytileg hæð Fyrrnefndur Basile segir að ágreiningur um mælihæðina sé fátt annað en stormur í vatnsglasi. Allar mælihæðir sem miðað er við séu samkomulagsatriði. Til dæmis sveiflist hæð hæsta fjalls Evrópu, Mont Blanc, eftir árstíðum og snjóa- lögum. Yfirborð sjávarmáls sé einn- ig afar breytilegt vegna öldumynd- unar og sjávarfalla. Í Frakklandi er sjávarhæðin mæld út frá bryggju- mæli í höfninni í Marseille. Núll- punktur hans var fundinn út frá meðaltals-sjávarhæð við höfnina á árunum 1885 til 1897. Hvert land ákveði sjálft sinn núllpunkt og séu þeir almennt teknir sem góðir og gildir af þjóðum heims. Með því að klífa Chimborazo geta menn hreykt sér af því að hafa klifr- að hæst í átt til himna. Góðu frétt- irnar eru þær, að uppganga á þetta fjall er miklu léttari en á Everest. Það er þó engum vafa undirorpið að það er eitthvert mesta afrek fjalla- mennskunnar að klífa nepalska fjall- ið. Að meðtöldum aðlögunartíma er um að ræða margra vikna þrekvirki Everest er ekki fjalla hæst & Eldkeila í Ekvador er sögð vera hærri en Everest & Lögun jarðar skýrir mismunandi mælingar & Yfirvöld í Nepal hyggjast senda sveit sjerpa með GPS-mælitæki upp á Everest til að mæla hæðina Hæsta fjall heims Chimborazo fjall í hálöndum Andesfjalla í Ekvador er nú sagt hæsta fjall heims, sé miðað við jarðarmiðju. Toppur fjallsins er 6.384,416 kílómetrum yfir jarðarmiðju, en toppur Everest er 6.382,605 kílómetra frá sama viðmiði. Uppganga á Chimborazo er miklu léttari en á Everest. SVIÐSLJÓS Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Everestfjallið er ekki endilega hið hæsta í heimi, en það fer þó eftir því hvernig hæð fjalla er mæld og hvaðan og hverjir mæla hæðina. Flestir ef ekki allir hafa staðið í þeirri trú, að hið volduga fjall sé hið hæsta í heimi. Allir hafa þeir hins vegar rangt fyrir sér því eld- keilan Chimborazo í hálöndum Andesfjalla í Ekvador teygir sig lengra upp í loftið. Það fer þó, eins og fyrr segir, eftir því við hvað er miðað. Sé miðað við yfirborð sjávar þá er tindur Everest umtalsvert hærri, eða 8.848 metrum yfir haf- fletinum og Chimborazo 6.263 metrum. Sé hins vegar miðað við jarðarmiðju verður niðurstaðan allt önnur, eða 1.811 metrar Ekvador- fjallinu í hag, eða sem svarar tvö- faldri hæð Esju. Hvernig má þá telja Chimborazo hærra og í hverju liggur mismun- urinn? Skýringin felst í því að jörð- in er ekki fullkomin kúla, segir Christophe Basile, rannsóknar- stjóri í Jarðvísindastofnun Gren- oble í Frakklandi, í umfjöllun um fjöllin háu í útbreiddasta dagblaði landsins, Ouest-France. Vegna miðflóttaaflsins er hnötturinn nokkuð flattur við pólana en „búst- inn“ við miðbaug, að hans sögn. Á máli stærðfræðinnar er talað um
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.