Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 43

Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 43
43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 Reykjavík Ferðamenn í miðborginni létu ekki á sig fá þótt aðeins ýrði úr lofti, enda þykir sumum rigningin góð. Veður var stillt og því var óhætt að spenna upp regnhlíf en svo er nú ekki alltaf. Eggert Í lögum um Bankasýslu ríkisins frá 2009 er ákvæði um hvenær stofn- unina eigi að leggja niður. Þetta ákvæði er í 9. grein laganna og ber yfirskriftina: Lok starfseminnar og þar segir: „Stofnunin skal hafa lokið störfum eigi síðar en fimm árum frá því hún er sett á fót og verður hún þá lögð niður“. Í fyrirspurnartíma á Alþingi spurði ég fjármálaráðherra um hvernig því viki við að þessi stofnun væri enn starfandi að óbreyttum lögum og hvert væri gildi skuldbindandi ákvarðana sem stofnunin hefur tekið. Fjármálaráðherra svaraði því til að í greininni væri verið að lýsa áformum um starfstíma Bankasýslunnar. Hann hefði á sínum tíma ætlað að fram- kvæma þessi áform en orðið þess áskynja í þinginu að ekki hefði verið vilji til þess og menn hefðu talið að til þess að leggja hana niður þyrfti nýtt sérstakt lagaákvæði. Ofangreind lög tóku gildi 20. ágúst 2009 og lauk því starf- semi Bankasýslunnar hinn 20. ágúst 2014 samkvæmt skýrum texta laganna. Hins vegar ef lit- ið er á vef stofnunarinnar sést glöggt að hún virðist enn vera starfandi og það af fullum krafti. Þannig fer Bankasýslan með eignarhluti ríkisins í fjár- málastofnunum og í frétt frá stofnuninni segir að hinn 26. febrúar sl. hafi Bankasýslan selt 13% hlut ríkisins í Arion banka til Kaupskila og nam andvirðið 23.452 milljónum króna. Fyrir nokkrum miss- erum stóð Landsbankinn, sem þessi sama stofnun fer með hlut ríkisins í, að sölu á hlut ríkisins í Borgun, sem fljótlega kom í ljós að var ekki sala heldur gjöf. Hér má einnig rifja upp að Banka- sýslan var sett á stofn vegna tíma- bundins ástands sem upp kom í þjóðfélaginu vegna þess sem átti sér stað á haustdögum 2008. Henni var markaður líftími í lögunum og sá tími er löngu liðinn. Hann er liðinn fyrir þremur og hálfu ári síðan. Fjármálaráðherra er æðsti maður skattkerfisins og þekkir því á hverju menn reisa skatt- skyldu. Allir lögmenn vita að skattskylda verður ekki reist á lagaákvæðum sem samkvæmt beinum fyrirmælum í lögunum eru liðin undir lok og þannig er þessu einnig varið um refsi- ákvæði laga. Hver einasti verj- andi tæki því fagnandi ef refsi- ákvæði sem ákæruvaldið styddist við í saksókn gagnvart skjólstæðingi hans hefði verið lagt niður fyrir meinta refsi- verða atburði. Refsingu yrði ekki komið fram á grundvelli þeirra lagaákvæða. Það ríkir því fullkomin óvissa um gildi allra löggerninga sem Bankasýsla ríkisins hefur stað- ið að frá árinu 2014, þar á með- al sölu Bankasýslunnar á hlut ríkisins í Arion banka. Eftir Karl Gauta Hjaltason » Allir lögmenn vita að skattskylda verður ekki reist á lagaákvæðum sem samkvæmt beinum fyrirmælum í lögunum eru liðin undir lok og þannig er þessu einnig varið um refsiákvæði laga. Karl Gauti Hjaltason Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Bankasýslan: Lifandi lík? Þessi pistill er skrif- aður á vorjafndægri, mánuði fyrir sumar á Íslandi og í höf- uðstaðnum er 7° hiti. Á meginlandi Evrópu og Bretlandseyjum hefur snjóað að undaförnu og mörgum orðið hált á svelli. Þó er það óvera hjá þeim kulda sem andað hefur í austur frá ráðamönnum í garð Rússa sem sagðir eru óalandi í siðara manna söfnuði og verðskuldi að éta það eitt sem úti frýs. Þeim hinum sömu svöruðu sléttuúlfarnir með því að endurkjósa Pútín til forseta í þriðja sinn með þrem fjórðu greiddra atkvæða. Ekki varð það tilefni til hamingjuóska í austurveg, heldur dundu þangað ókvæðisorðin með Boris Johnson sem formælanda í margradda kór liðsmanna NATÓ. Fylgdi sögunni að nú yrði bætt myndarlega í vopnabúrin vestan hins endurreista járntjalds til að mæta ógninni úr austri. Til að undirstrika alvöru málsins, var ráðlagt að enginn sannur lýðræðissinni, hvað þá kónga- fók, skyldi slást í för með fótbolta- bullum sem ætluðu að fjölmenna á boltaleiki í Rússlandi um komandi hásumartíð. Yrði þeirra skömm og svik við lýðræðið lengi í minnum höfð. Eitur í bland við milljarðafúlgur Enginn getur léð Bretum þótt þeir fyrtist við þegar á breskri grund er ráðist að leysingjum úr njósnasveit- um stórveldanna og þeim byrlað eit- ur af verri endanum. Árásin á feðg- inin í Salisburry verðskuldar auðvitað ítarlega rannsókn, en heldur fljótræðislegt virtist af May forsætis- ráðherra að gera rússnesk stjórnvöld ábyrg fyrir ódæðinu strax á þriðja degi og utanríkisráðherrann bætti um betur og fullyrti að enginn annar en Pútín, þá forsetaframbjóðandi, hefði fyrirskipað aðförina. Jafnframt var eftir því leitað við Trump og aðra lýðræðisleiðtoga að þeir slægjust í för með fordæmingu í garð Kremlar. Eitthvað stóð það í stöku manni, m.a. réði Corbyn, formaður breska verkamanna- flokksins, frá því að taka svo djúpt í árinni og þýskir og franskir embættismenn vöruðu við of skjótum álykt- unum um hver ætti sök- ina. Afneitunum Pútíns um að rússnesk stjórn- völd hafi átt hér hlut að máli sagði breski utan- ríkisráðherrann hauga- lygi („haystack of lies“). – Afleiðingar þessa orðastríðs hafa hingað til birst í gagnkvæmri brottvísan á þriðja tug sendiráðsstarfsmanna (les: njósnara) frá London og Moskvu. Ýmsir eins og ritstjórar The Eco- nomist (17. mars) hvetja bresk stjórnvöld til að láta ekki þar við sitja heldur setja skorður við við- skiptum Rússa og fjármálaumsvifum rússneskra auðjöfra í Bretlandi, en þar vega á móti hagsmunir Lundúna sem fjármálamiðstöðvar. Ekki færri en 300 þúsund Rússar eru nú búsett- ir í Englandi, ekki aðeins þeir sem þangað héldu með fúlgur fjár eftir fall Sovétríkjanna heldur einnig út- flytjendur í leit að betri aðstæðum, þeirra á meðal andstæðingar rúss- neskra stjórnvalda. Ört versnandi ástand á alþjóðavettvangi Á síðustu misserum hefur ástand á alþjóðavettvangi farið hríðversnandi. Forstjóri Sameinuðu þjóðanna, Ant- ónio Guterres, nefndi í síðasta ný- ársávarpi m.a. staðbundin stríðsátök, óttann við kjarnorkustyrjöld, lofts- lagsbreytingar og vaxandi ójöfnuð. Síðan hafa bæst við aðgerðir Trumps með nýja tollmúra gegn innflutningi á stáli og áli til Bandaríkjanna sem margir telja upphaf að viðskiptastríði sem auki enn á andstæður milli ríkja og heimshluta. Nú er svo komið að Kína undir forystu samhents komm- únistaflokks birtist sem einn helsti talsmaður frjálsra heimsviðskipta, en gegn efnahagsveldi Kína eru ekki síst refirnir skornir af hálfu Trumps. Níu ríki búa nú yfir kjarnorkuvopn- um: Bandaríkin, Rússland, Kína, Pakistan, Indland, England, Frakk- land, Ísrael og Norður-Kórea. Til samans er talið að þau búi yfir um 2.500 kjarnorkusprengjum, meiri- hlutinn í höndum USA og Rússa. Öll vinna þau að frekari þróun kjarna- vopna sinna. Surtarlogi kjarnorku- stríðs, sem margir höfðu afskrifað, hefur þannig færst nær. Mestan ugg vekur nú stefna bandarískra her- málayfirvalda að þróa „minni kjarn- orkusprengjur“ sem beita megi stað- bundið. Hafa ber í huga að kjarnasprengja eins og sú sem lagði Hirósíma í rúst 1945 væri nú talin lít- il, þær stóru eru orðnar allt að 100- falt öflugri. Þá má minna á að Pútín kynnti nýverið ofureldflaug sem eng- inn fengi grandað. – Boðaðar við- ræður USA við Norður-Kóreu eru smáglæta í myrkri vaxandi ógna, en of snemmt að spá nokkru um árang- ur. Hvar liggja hagsmunir Íslands? Sú spurning er áleitin hvar liggi lífshagsmunir vopnlausrar örþjóðar eins og Íslendinga í harðnandi heimi. Eigum við skilyrðislaust samleið með Nató-ríkjum sem standa í blóðugum átökum sem eru arfleifð ný- lendustefnu liðinnar aldar? Ber okk- ur ekki skylda til að skipa okkur í sveit með yfirgnæfandi fjölda þjóða heims sem krefjast kjarnorkuafvopn- unar? Hvað varð um tillögur sem voru á borði Alþingis fyrir nokkrum árum þess efnis að Ísland yrði hluti af kjarnorkuvopnalausu svæði á Norður-Atlantshafi og sem helst ætti að taka til allra Norðurlanda? Eigum við að vera þátttakendur í viðskipta- hindrunum að kröfu stórveldanna í NATÓ þvert á gróin viðskipta- sambönd? Um þetta er þörf að ræða í stað þess að stinga höfðinu í sand- inn. Eftir Hjörleif Guttormsson » Surtarlogi kjarnorku- stríðs hefur færst nær. Ugg vekur sú stefna bandarískra yfirvalda að þróa „minni kjarnorku- sprengjur“ sem beita megi staðbundið. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Kalt stríð endurvakið í skugga nýrra kjarnavopna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.