Morgunblaðið - 23.03.2018, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 23.03.2018, Qupperneq 44
44 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 Í gallamálum sem rekin eru fyrir ís- lenskum héraðsdóms- stólum eru þrír ríkjandi aðilar. Í fyrsta lagi eru það löglærðir héraðsdóm- arar, í öðru lagi eru það sérfróðir með- dómendur sem eiga að vera sérstaklega fróðir um viðfangsefni eins og það sem á að dæma og í þriðja lagi eru það matsmenn en um þá ætlar höfundur að fjalla. Þegar höfundur byrjaði að vinna sem meðdómari og matsmaður fyr- ir um fjörutíu árum, höfðu með- dómendur mikið vægi og völd og gátu breytt niður- stöðum matsmanna í endanlegum dómi, þætti þeim niður- stöður matsmanna vafasamar. Þessi túlkun margra meðdómara á eigin völdum og ágæti átti ekki hljómgrunn meðal margra lög- fræðinga og löglærðra dómara. Smám saman varð breyting hér á og áhrif meðdómenda minnkuðu veru- lega. Í dag er oftast dæmt út frá fyr- irliggjandi matsgerð, hversu vit- laus sem hún kann að vera. Vitnað er gjarnan í dómum til þess laga- ákvæðis að matsþolar geti óskað eftir yfirmati, telji þeir fyrsta mat- ið ekki sanngjarnt. Þetta táknar að dómurinn leggur í því tilfelli ekki faglegt mat á við- fangsefnið heldur segir einfaldlega; „undirmati hefur ekki verið hrund- ið með yfirmati og gildir það því óbreytt í máli þessu“. Það táknar að úrlausn dómsins hvað gallana áhrærir, viðgerð þeirra og kostnað og raunar bótafjárhæð færist að mestu leyti yfir til matsmannanna. Menn myndu því álykta að sér- stakar kröfur væru gerðar til mats- manna hvað menntun, reynslu, þekkingu, innsýn í lagaumhverfi og réttsýni varðar. Í raun er það hins vegar svo að nær engar formlegar kröfur eru gerðar til matsmann- anna. Höfundur hefur í áranna rás séð ótrúlega margar illa unnar mats- gerðir, byggðar á vanþekkingu á viðfangsefninu og greinilegri hlut- drægni. Aleiga fólks er oft undir og miklar kröfur eru gerðar til dóm- aranna en engar til þeirra sem í raun ráða oft niðurstöðum dómsins að minnsta kosti peningalegri en það er hún sem skiptir aðila mestu máli. Þegar lögmaður í umboði skjól- stæðinga sinna óskar eftir tilnefn- ingu matsmanns hjá dómstólum fer fram þinghald þar sem málið er tekið fyrir. Lögmönnum er yf- irleitt gefinn kostur á að koma sér saman um matsmann eða mats- menn en takist það ekki skipar dómari matsmann. Það munu vera til listar hjá dómstólum yfir mats- menn en hvernig þeir listar hafa orðið til eða líta út veit höfundur ekki. En það eru fleiri sem hafa lista. Sumar lögfræðistofurnar hafa komið sér upp lista þar sem mats- menn hafa verið greindir og skipt í flokka. Þar má finna matsmenn sem að mati lögmannanna eru „hliðhollir matsbeiðendunum sem borga þeim, vinna mikið fyrir tryggingafélög, telja verktaka glæpamenn, hlusta ekki á kerl- ingavæl, kosta lítið, eru okkar menn“, o.s.frv. Verra er að það eru komnir fram matsmenn sem ýmist þjóna lögfræðistofunum beint í forvinnu í gallamálum eða vinna fyrir dóms- kerfið sem matsmenn. Þetta eru aðilar sem lögfræðingarnir kalla gjarnan „sína menn“ og reyna að fá skipaða sem matsmenn. Það þarf sterkan vilja til að bíta hönd- ina sem fóðrar. Önnur áhætta er fólgin í því að flestir matsmenn eru starfandi tæknimenn. Mikil hætta er á því að slíkir matsmenn meti ekki kerf- isbundin atriði í hönnun eða fram- kvæmd sem galla hafi þeir sjálfir beitt slíkum aðferðum í fortíðinni. Þessi skortur á formlegum kröf- um til matsmanna verður til þess að sami matsmaðurinn fæst við sprungur í steyptu húsi, myglu í þaki, svignun gólfa, einangrun þaka, bætur í bruna, alkali- skemmdir í steypu, áhrif jarð- skjálfta á grundun húsa, glerveggi, fasteignamöt, bílslys o.fl. o.fl. Eng- inn er sérfræðingur í öllum þess- um málum og matsgerðirnar bera keim af því. Almenningur sem á oft allt sitt undir í ágreinings- málum um galla á heimtingu á meiri fagmennsku. Hvað er til ráða Höfundur telur að matsmenn eigi að undirgangast próf og fá formlega viðurkenningu sem mats- menn á vissum sviðum og undir- gangast faggildingu á því sviði og færast á þann hátt á lista hjá dóm- stólum. Þeir ættu að hafa menntun á sviðinu og langa starfsreynslu. Þeir ættu að fara á sérstök nám- skeið þar sem m.a. ætti að kenna siðfræði og grundvallaratriði rétt- arkerfisins auk matsfræða og Matsmannafélag Íslands hefur haldið úti námskeiðum um mats- fræði. Þeir ættu helst eingöngu að fást við matsmál á sínu sviði eftir að þeir öðlast faggildingu til að varast hagsmunaárekstra en það getur þó orðið bæði erfitt og raun- ar tvíeggjað. Matsmenn mættu ekki vinna á víxl fyrir lögfræðistofur og dóms- kerfið og yrðu að velja á milli og ættu að eiga á hættu að missa réttindin við brot á þessu atriði. Alltaf ætti að skipa a.m.k. tvo matsmenn. Það hefur jákvæð áhrif á matsstörfin og dregur úr líkum á spillingu. Dómari ætti alltaf að skipa matsmenn sjálfur eftir að hafa fengið staðfestingu lögmanna á því að ekki liggi fyrir vanhæfi. Evrópudómstólar munu hafa gert athugasemdir við val á sér- fróðum meðdómendum og dóm- stólar á Íslandi munu hafa breytt verklagsreglum. Það er kominn tími til að taka á matsmannakerf- inu sem raunverulega er rotið. Er matsmannakerfið okkar ógnun við réttaröryggi? Eftir Ríkharð Kristjánsson » Greinin fjallar um matsmannakerfi dómstólanna á Íslandi og þá ógnun við réttar- öryggi sem höfundur telur fólgna í því kerfi. Ríkharður Kristjánsson Höfundur er verkfræðingur og hefur starfað sem matsmaður og meðdóm- ari við íslenska dómstóla í 40 ár. rkr@efla.is Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.