Morgunblaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Aflagjöld Faxaflóahafna sf. í fyrra voru allnokkuð undir því sem áætl- að hafði verið. Þetta kemur fram í ársreikningi hafnanna sem var kynntur og sam- þykktur á síðasta stjórnarfundi. „Þar vegur þyngst að afla- magn varð nokkru minna en árið 2016, verk- fall sjómanna þýddi að nánast enginn afli barst á land í janúar- mánuði. Að auki er ljóst að styrking íslensku krónunnar og lágt fiskverð á mörkuðum dró úr tekjum,“ segir m.a. í greinargerð Gísla Gíslasonar hafnarstjóra um ársreikninginn. Alls fengu Faxaflóahafnir 147,7 milljónir í aflagjöld árið 2016 á móti 228 milljónum árið 2016. Aflagjöld voru hæst í Gömlu höfninni, enda er meginhlutanum af bolfiski sem berst til hafnarinnar landað þar. Í fyrra var unnið að endurnýjun viðlegubakka á Norðurgarði, við frystihús HB Granda, og var það stærsta einstaka verkefnið í Gömlu höfninni. Unnið var að end- urhönnun á hluta rafdreifikerfis hafnarinnar, unnið við endurnýjun hluta neðstu hæðar Bakkaskemmu, endurbætur gerðar á Grandagarði og bætt við göngubryggjur í Vest- urbugt. Niðurstaðan viðunandi Stjórn Faxaflóahafna telur nið- urstöðu ársreikningsins viðunandi enda var afkoman betri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Ófyrirséð framlag vegna lífeyr- ismála hafði aftur á móti mikil áhrif á niðurstöðu ársins. Eingreiðsla vegna lífeyrisauka að fjárhæð 322,3 milljónir var greidd í samræmi við breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Var greiðslan gjaldfærð að fullu í fyrra þótt heim- ilt hafi verið að gjaldfæra framlagið á 30 árum. Rekstrartekjur Faxaflóahafna sf. árið 2017 voru 3.692,1 milljón króna sem er 8,2% hækkun reglulegra tekna á milli áranna 2016 og 2017. Hækkunin á milli ára nemur 282,6 milljónum. Þeir megintekjuliðir ársins sem eru yfir því sem áætlað var eru vörugjöld, þ.m.t. tekjur vegna sigl- ingaverndar, skipagjöld og hafnar- þjónusta, að því er fram kemur í greinargerð Gísla Gíslasonar. Hækkun vörugjalda er um 10,5% á milli ára og skýrist af auknum innflutningi. Tekjuauki af vöru- gjöldum skilaði hlutfallslega sam- svarandi hækkun tekna af siglinga- vernd. Skipagjöld og hafnaþjónusta skiluðu samanlagt 998,8 mkr. í tekjur en gert var samanlagt ráð fyrir 833,6 mkr. Tekjur umfram áætlun þessara liða eru því 165,2 mkr. Meginskýring þess er m.a. að með komu stærri skipa eykst sú þjónusta sem veita þarf en að auki er hluti tekna miðaður við brúttó- tonn skipa og á milli áranna 2016 og 2017 varð veruleg aukning í stærð- um skipa sem komu til hafnar. Þá nefnir Gísli að nokkuð hafi verið rætt um hlut skemmtiferða- skipa í tekjum Faxaflóahafna sf. Þær voru á árinu 2017 alls 365,7 milljónir brúttó eða sem nemur 9,9% heildartekna. Kostnaður á móti þeim tekjum er m.a. launakostnaður hafnarstarfs- manna, kostnaður við dráttarbáta og öryggisgæslu. Morgunblaðið/Eggert Sjómannaverkfallið Langt verkfall hafði áhrif á afkomu Faxaflóahafna í fyrra. Áhöfnin á Ásbirni RE 50 var í hópi þeirra fyrstu sem héldu á miðin á ný eftir að samið hafði verið í deilunni. Skipverjar sjást hér flýta sér um borð. Tekjur af aflagjöldum lækkuðu frá fyrra ári ! Sjómannaverkfallið og sterkt gengi krónunnar höfðu áhrif Gísli Gíslason – Getur verið að loðnan hætti að hrygna við landið? „Ég hef ekki trú á að hún hætti að koma hingað, en ef frekari hlýn- un verður gæti hrygning fyrir norðan land aukist miðað við það sem við höfum verið að sjá.“ – Nú er þorskstofninn að vaxa, getur verið að það hafi áhrif á af- komu loðnunnar og minni stofna? „Við erum með innbyggt í afla- regluna að eftir því sem þorsk- stofninn stækkar er gert ráð fyrir að hann éti meira af loðnu. Í vetur var afrán metið um 220-230 þúsund tonn fyrir þorsk, ýsu og ufsa. Það má spyrja hvort þetta sé mikið eða lítið miðað við að þorskstofninn sé 1.400 þúsund tonn og ýsa og ufsi komi til viðbótar. Við höfum hins vegar ekki tekið frá tiltekið magn fyrir hvalina.“ Lengri tími til að troða í sig – Getur það gerst að breytt hegðan loðnunnar breyti einnig hegðan þorsksins? „Ef þú nálgast þessa spurningu út frá hagsmunum þorsksins þá var það þannig að áður þegar loðnan gekk hratt í stórum flekkjum til hrygningar var hún í raun í stuttan tíma á hverju svæði. Þannig var tíminn stuttur á hverju svæði sem þorskurinn hafði til að troða í sig eftir að hrygningargangan hófst frá Norðurlandi, suður með Aust- fjörðum og vestur með landinu. Núna virðist loðnan vera allt í kringum landið og líklega í lengri tíma á hverju svæði en var fyrir um 20 árum og þeir sem nýta loðnuna hafa því líklegast aðgengi í lengri tíma. Hins vegar er minna aðgengi yfir sumarmánuðina, því loðnan er ekki hjá okkur eins og hún var, en er í auknum mæli við Grænland. Ung- viðið fyrir norðan land og hluti full- orðna fisksins var áður fyrr komið úti fyrir Norðurlandi þegar fór að líða á sumarið.“ Í vikunni var Hoffellið frá Fá- skrúðsfirði að loðnuveiðum norður af Skagaströnd í Húnaflóa, sem er nokkuð sérstakt, og fleiri skip fengu afla við Norðurland síðari hluta vertíðar. Þorsteinn segir að í mörg ár hafi einhver hrygning ver- ið við Norðurland og Hafrann- sóknastofnun hafi m.a. áður fengið upplýsingar úr Þistilfirði og mynni Eyjafjarðar um loðnu í fiskmögum og dauðan loðnukarl í fjörum, en loðnan drepst að mestu eftir hrygningu. Loðnan fyrir norðan hrygnir seinna en fyrir sunnan og vestan og ræður þar mestu að þroskun hrogna er mun hægari sökum sjávarkulda. Á flakki fyrir Norðurlandi Í ár og í fyrra hafi greinilega talsvert af loðnu hrygnt þar og á því séu öruggar staðfestingar, með- al annars frá veiðiskipum. Hugs- anlega hafi nokkur hluti hrygning- arloðnunnar verið á flakki fyrir Norðurlandi í vetur. Minni upplýs- ingar séu um hrygningu fyrir Aust- urlandi, en ekki sé ólíklegt að loðna hafi einnig hrygnt þar eða muni gera það á næstu vikum eða mán- uðum.“ Samkvæmt venju er aðalhrygn- ingarsvæðið loðnu fyrir Suður- og Vesturlandi og segir Þorsteinn að líklegast hafi oft meira hrygnt við Suðurland heldur en síðustu ár. Í ár hafi hrognaþroski loðnunnar sem var á ferðinni verið mjög mis- jafn og hluti göngunnar hafi ein- faldlega ekki komist vestur fyrir land til að hrygna. „Við vitum ekki hvað verður um þessar lirfur sem koma út úr hrygningu fyrir norðan, en fyrir Norðurlandi er austlægur strand- straumur. Lirfurnar berast með straumum og fara eitthvað annað en til norðurs og norðvesturs eins og eftir hrygningu fyrir Suður- og Vesturlandi. Lirfurannsóknir eru eitt af þeim rannsóknaverkefnum sem við erum með í gangi með áherslu á ungviðið og hvað verður um lirfur og seiði,“ segir Þorsteinn Sigurðsson. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Vertíð Hrognavinnsla hjá Ísfélagi Vestmannaeyja á Þórshöfn 2016. Ísfell ehf, Óseyrarbraut 28 220 Hafnarfjörður, Sími 5200 500 www.isfell.is, isfell@isfell.is Höfum á lager mikið úrval af alskyns vinnufatnaði, hífi- og festingabúnaði, krönum og talíum, snjókeðjum, pökkunarlausnum og fallvarnarbúnaði. Í vörulistanum á www.isfell.is er að finna ítarlegar upplýsingar um allar vörur. Vinnufatnaður Hífilausnir Kranar og talíur Snjókeðjur Pökkunarlausnir Fallvarnarbúnaður Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.