Morgunblaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018
DIV INE YOUTH FACE OIL
Nýja Divine Youth Face Oil hefur einstök yngjandi áhrif á
húðina. Ný og betrumbætt formúla inniheldur einstakt
hlutfall af ilmkjarnaolíu úr Immortelle*, blóminu sem aldrei
fölnar. Andoxunarefnin í ilmkjarnaolíunni hafa tvöfaldan
kraft á við E-vítamín** sem þekkt er fyrir yngjandi eiginleika
sína.
Niðurstöður rannsókna sýna að áhrif Divine Youth Face
Oil eru greinileg frá fyrstu notkun: húðin verður stinnari,
fær aukin ljóma og ásýnd er unglegri.
MEIRA AF
ANDOXUNAREFNUM
2X MEIRIVIRKNIEN Í E-VÍTAMÍNI**
* Í fyrsta skipti í Divine húðvörulínunni.
**Prófanir í tilraunaglasi á efnasambandinu
skvalen í eintengi við súrefni.
UNGLEG OG HEILBRIGÐ
Kringlan 4-12 | s. 577-7040
ast á hverjum degi
bæði í skóla og bara í
daglegu lífi. Það er
samt mjög erfitt að
gera upp á milli allra
taskanna minna, elska
þær allar jafn mikið
enda er ég algjör
töskuperri.“
Hverjir eru uppá-
halds aukahlutirnir
þínir þessa stundina?
„Rauðu og bleiku
blómaeyrnalokkarnir sem ég keypti
mér í Zara í síðustu viku, mér finnst
rosalega mikilvægt að hafa eyrna-
lokka, þeir setja punktinn yfir i-ið.
Svo eru það auðvitað bleiku Gucci sól-
gleraugun sem ég keypti í París, þau
eru æði. Það sem er líka í uppáhaldi
hjá mér er rauða Prada veskið mitt.“
Mesta tískuslysið þitt?
„Mesta tískuslysið mitt er líklegast
þegar það var í tísku að vera í öllum
pastellituðum fötum í bland við hlé-
barðamynstur. Ég var sem sagt á því
tímabili að blanda oft saman pastellit-
aðri skyrtu við þröngar buxur í hlé-
barðamynstri og svo lituðum striga-
skóm við. Svaka pæja.“
Hvað er nauðsynlegt að eiga í fata-
skápnum sínum þessa
stundina?
„Það er mjög nauðsyn-
legt að eiga góðan pels
hvort sem það er alvöru
feldur eða gervi, ég finn
mína á Asos eða í Spúút-
nik. Ég var mjög heppin að
finna mína uppáhaldsflík
núna, sem er síður gervi-
skinnspels, í Urban Outfit-
ters á útsölu þegar ég var
úti í París um daginn.“
Hvað er á óskalistanum fyrir sum-
arið?
„Snákaskinnsskórnir úr Apríl skóm
og auðvitað ný vönduð og flott sólgler-
augu því maður á aldrei of mikið af
þeim. Svo má ekki gleyma nýjum hvít-
um strigaskóm, og eru Archlight
strigaskórnir frá Louis Vuitton efst á
listanum.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Elskar pelsa Birgitta Ósk segir að það sé nauðsynlegt að eiga góðan pels.
Gucci Birgitta Ósk notar Gucci-belti yfir kápur ef hún er í þannig stuði.
Aldrei nóg Það er ekki hægt að fá nóg af flottum sólgleraugum.