Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 59

Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 59
59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 Ásgeir Páll Ágústsson asgeirpall@k100.is Hilmar Björnsson íþróttastjóri RÚV heimsótti Magasínið á K100 í vikunni, en hann segir að íþróttafréttamenn RÚV séu í óða önn að undirbúa út- sendingar frá HM sem fram fer í Rússlandi í sumar. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá auk útsendinga frá öllum leikjum mótsins. Eiður Smári Guðjónsen verður sér- fræðingur RÚV á leikjum Íslands og mun að auki framleiða þrjá sjónvarps- þætti um andstæðinga Íslands. Hann mun fara til Króatíu, Nígeríu og Arg- entínu og ræða við gömlu fótbolta- stjörnurnar í þeim löndum og forvitn- ast um hvað þær vita um Ísland. Í febrúar byrjum við að sýna þætti sem heita saga HM. Leiðin á HM eru svo hefðbundnir þættir sem fjalla um að- dragandann að mótinu sjálfu. Edda Sif Pálsdóttir fylgir landslið- inu eftir um þessar mundir, kynnist leikmönnum, skyggnist inn í einkalíf þeirra og afraksturinn verður sýndur á skjánum innan tíðar. Stuttu áður en mótið sjálft hefst verður boðið upp á þætti úr myndveri með gestum sem ræða mótið, spá í möguleika liðsins til að ná langt og svo framvegis. Á leikjunum sjálfum verður helj- arinnar HM partý við Arnarhól. Þar að auki verður HM torg við Ingólfs- torg rétt eins og þegar liðið keppti á EM í Frakklandi fyrir tveim árum. Á báðum þessum stöðum verða starfs- menn RÚV með beinar útsendingar. Svo verður fólk í myndveri, auk allra þeirra sem verða í Rússlandi að fylgj- ast með. Það verður því öllu til tjaldað í þessum stærsta sjónvarpsviðburði sem verið hefur hér á landi. Gætum allteins náð langt Fram kom í máli íþróttastjórans að þó margir telji að Íslendingar ættu ekki að gera sér miklar vonir á mótinu úti er landsliðið okkar í 18. sæti á styrkleikalista FIFA. „Margir telja að við séum bara að fara út til að vera með, en FIFA metur það þannig að við ættum að lenda í 18. sæti af þeim 32 bestu þjóðum sem taka þátt. Þessir strákar hafa óbilandi trú á sjálfum sér og munu leggja allt í söl- urnar.“ Fleiri verða við sjónvarpstækin Hilmar segist búast við því að færri Íslendingar muni heimsækja Rúss- land en Frakkland fyrir tveim árum síðan og því verði áhorfið á leikina í sjónvarpinu mun meira. Ferðalag til Rússlands sé talsvert dýrara og svo geti ferðalögin innanlands verið löng og ströng. HM er gríðarleg veisla. „Þetta eru í heildina 64 leikir. Fyrstu 12 dagana eru spilaðir þrír leikir á dag með einni undantekingu þegar 4 leikir verða spilaðir einn daginn. Leiktímarnir eru kl. 12. 15:00 og 18:00 sem eru fínir tímar fyrir okkur hér á landi,“ sagði Hilmar Björnsson og greinilegt er að það er hugur í yfirmanni íþróttamála hjá RÚV.HM Eiður Smári Guðjohnsen verður sérfræðingur RÚV á leikjum Íslands. K100/AGÓ Stærsti sjónvarpsviðburður sögunnar Það styttist óðum í HM í knattspyrnu og það má með sanni segja að þjóðin bíði spennt eftir leikjum Íslands. RÚV mun sýna frá öllum leikjunum á mótinu og búist er við gríðarlegu áhorfi. Hilmar Björnsson íþróttastjóri RÚV fór yfir undirbúninginn í Magas- íninu á K100 í vikunni. Heimsókn Hvati, Hilmar Björnsson, íþróttastjóri RÚV, og Ásgeir Páll. FERMINGARGJÖFIN í ár? arc-tic Retro VERÐ FRá: 29.900,- Við bjóðum uppá glæsilegar borgir allt árið í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt 2, 3, 4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup í hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki, svo og kvöldverði/veislur í höllum, köstulum eða húsum frá miðöldum. Getum boðið mjög gott verð á flugi, hótelum og rútu, svo og íslenskan fararstjóra ef þess er óskað. www.transatlantic Sími 588 8900 GLÆSILEGAR MIÐALDA BORGIR Í A-EVRÓPU Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsibyggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Búdapest hefur verið kölluð heilsuborg Evrópu en baðmenningu Ungverja má rekja hundruðir ára aftur í tímann. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningar- áhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið. Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Þetta er borg með mikla sögu en hún var helsta vígi Hansakaupmanna í Evrópu. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og fjölmargar tónlistarhátíðir hafa gert borgina við flóann að vinsælustu ferðamannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið. Miðaldaborg frá 12. öld. Gamli og nýji tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er verndaður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Flogið er tvisvar í viku allt árið. RIGA Í LETTLANDI GDANSK Í PÓLLANDI BÚDAPEST NOKKUR DÆMI UM BORGIR SEM VIÐ BJÓÐUM UPPÁ Vikuferðirsumarið 2018frá 125.000 kr.á mann í 2ja manna herb.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.