Morgunblaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 61
MINNINGAR 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 mæðraskóla í Noregi í hálft ár, en viti menn, þegar ég kom heim var Margrét komin með kærasta. Hann hét Sverrir Norland. Kynntu þau, seinna, vin Sverris fyrir mér en hann hét Sveinn Björnsson. Við vin- konurnar vorum ekkert að tví- nóna við þetta, giftumst báðar piltunum í ágúst árið eftir. Við tóku svo barneignir. Margrét og Sverrir eignuðust þrjú börn, þau Kristínu, Jón og Höllu, allt myndarfólk. Sverrir stofnaði og rak stórt fyrirtæki með rafmagnsvörur, Smith & Norland, þar sem bæði Jón og Halla starfa, en Kristín er framhaldsskólakennari. Margrét var alltaf mjög trygg, hjálpsöm og sérstaklega góð og skemmtileg vinkona sem ég og börnin mín eigum eftir að sakna mikið. Við sendum börnum hennar og allri fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Ég segi svo að lokum eins og Margrét sagði alltaf „bye luv“. Helga Gröndal. Við kveðjum Margréti Nor- land í dag með söknuði. Með henni er horfin á braut ynd- isleg, hjartahlý, traust og leiftr- andi greind kona. Kona sem ætíð hugsaði um velferð og hag þeirra sem í kringum hana voru. Hnyttin tilsvör hennar voru einstök, að ekki sé minnst á húmor hennar og glaðlyndi í bland við ákveðni og reglufestu, sem þrátt fyrir ýmsa erfiðleika á seinni árum skorti aldrei á. „Siemens-fjölskyldan“, eins og hún kallaði gjarnan starfs- fólk Smith & Norland, var henni ætíð ofarlega í huga og fylgdist hún grannt með lífi og starfi sérhvers þeirra. Þar lét hún þó ekki staðar numið því í umhyggju sinni og áhuga fylgd- ist hún einnig með mökum, börnum og síðar meir barna- börnum og var með ólíkindum hversu vel henni tókst að fylgj- ast með öllum þessum fjölda og sýna þeim umhyggju og hlýju. Margrét var jafnan dugleg við að taka þátt í viðburðum fyrirtækisins, lét sig helst aldr- ei vanta, og verður hennar sárt saknað í þeim. Missir okkar er sannarlega mikill en mestur er þó missir barna Margrétar, þeirra Krist- ínar, Jóns, Höllu og fjölskyldna, og vottum við þeim okkar inni- legustu samúð. Minning um góða konu lifir. Fyrir hönd starfsfólks Smith & Norland, Halldór og Páll. Margrét Norland var ein af betri vinkonum mömmu okkar, Helgu Gröndal, og reyndar var Sverrir maðurinn hennar einn af bestu vinum pabba, Sveins Björnssonar, sem gerði það að verkum að umgengni við fjöl- skylduna í Ljósheimunum var töluvert mikil þegar við vorum lítil. Margrét og Sverrir eign- uðust þrjú börn og var aðeins vika á milli fæðingar okkar og Höllu yngstu dóttur þeirra. Því var það oftast nær sjálfgefið að við fengjum að skottast með þegar mamma skrapp í kaffi til Margrétar. Það var alltaf svo gaman að koma í Ljósheimana, Margrét var svo skemmtileg og uppátækjasöm, það var alltaf eitthvað svo spennandi að koma til hennar. Það var gaman að leika sér með allt skemmtilega dótið sem Halla átti, undir stig- anum, uppi á lofti, úti í garði og úti á róló. Árin liðu en vegna þessarar langvarandi vináttu foreldra okkar urðum við þess aðnjót- andi að halda áfram að hitta Margréti og Sverri. Þau komu gjarnan um helgar og spiluðu bridds, auk þess að mæta í af- mæli og aðra viðburði í fjöl- skyldunni. Margrét hafði ein- stakt lag á að sýna okkur áhuga og alltaf var stutt í grín og glens frá henni, hún var með einhvern glampa í augunum sem lýsti upp umhverfið og gerði það að verkum að það var allaf tilhlökkun þegar von var á henni í hús. Auk þess var hún sérfræðingur í að gefa spenn- andi gjafir, oft margar litlar og spennandi og ótrúlega fjöl- breytilegar og svo voru afmæl- iskortin alveg sér á báti, spil- andi og oft eitthvað sem spratt út úr þeim. Margrét var einstaklega fág- uð og smekkleg kona og bar bæði klæðaburður hennar og heimili þess merki. Margrét hefur verið hluti af lífi okkar tvíburanna frá því að við fæddumst og alltaf hefur hún verið okkur fyrirmynd og einstaklega skemmtileg og gef- andi að hitta og ræða við. Við sendum Höllu, Nonna, Kristínu og öllum öðrum í fjöl- skyldunni innilegar samúðar- kveðjur og þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast heið- urskonunni Margréti Norland. Benedikt og Helga Sveinsbörn. Nú hefur hún Margrét Nor- land kvatt okkur og vil ég skrifa hér kveðjuorð frá mér og fyrir hönd látinnar konu minn- ar, en þær voru vinkonur frá barnæsku. Ég kom inn í mynd- ina fyrir yfir 70 árum og hef borið gæfu til að njóta vináttu Margrétar. Ekki höfum við hist oft eftir lát Hrefnu, en aðallega haft samband um símann. Að lokum hittumst við við opnun myndlistarsýningar Guðmund- ar bróður hennar 24. febrúar. Þar sem kveðjur misfórust hringdi ég í hana næsta dag og vorum við sammála um ágæti litskrúðugra mynda Guðmund- ar. Í því samtali var Margrét eldskörp að vanda, en því mið- ur komin nær leiðarlokum og er mikil eftirsjá að slíkri ágæt- iskonu og votta ég fjölskyldu hennar samúð mína. Ragnar G. Kvaran. & Fleiri minningargreinar um Margréti Norland bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Jóna ElísabetGuðjónsdóttir fæddist í Reykjavík 29. mars 1942. Hún andaðist á hjúkrun- arheimilinu Skjóli 28. febrúar 2018. Foreldrar hennar voru Margrét Ágústsdóttir hús- freyja, f. 5.11. 1922, d. 20.8. 1980, og Guðjón Kristinn Ólafsson, bóndi að Ölvalds- stöðum í Borgarbyggð, f. 30.6. 1920, d. 19.9. 1961. 25.6. 1938, d. 21.9. 2015. Hann var sonur hjónanna Karls Jós- afatssonar Ottesen og Svein- bjargar Sveinsdóttur. Saman eignuðust þau þrjú börn. 1) Sveinbjörn Ottesen, f. 8.12. 1959, maki Olga Björk Braga- dóttir. 2) Kristín Ottesen, f. 30.6. 1961, maki Þorleifur G. Elías- son. 3) Jóhann Ottesen, f. 6.5. 1962, maki Brynhildur Baldurs- dóttir. Jóna vann í í Sænska frysti- húsinu og Bæjarútgerðinni í Reykjavík á sínum yngri árum en lengst af starfaði hún sem hótelstýra á Hótel Höfn á Siglu- firði. Eftir að Jóna fluttist frá Siglufirði vann hún ýmis versl- unarstörf. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 22. mars 2018, klukkan 13. Jóna var elst í systkinahópnum, hin eru Ágúst, f. 20.3. 1943, Stein- ar, f. 19.3. 1945, Sigurður, f. 27.5. 1946, Sigríður, f. 13.10. 1947, d. 19.7. 1984, Jófríð- ur, f. 25.4. 1950, Gunnar Reynir, f. 22.5. 1952, Guð- jón, f. 21.6. 1953, d. 10.8. 1981, og Jóhanna, f. 28.5. 1960. Jóna giftist Viðari Ottesen, f. Elsku amma, það hefur ekki verið auðvelt að átta sig á því að þú sért nú farin, farin til afa og allra hinna sem taka vel á móti þér. Þar líður þér alveg örugg- lega betur og þið tvö passið hvort annað og dansið við lagið ykkar Twilight Time. Það var ekkert auðvelt fyrir þig að fóta þig eftir að afi kvaddi okkur og það hefur reynst okkur öllum erfitt að geta lítið gert þegar heilsunni hrakaði svona mikið hjá þér. Elsku amma sem alltaf var til staðar fyrir allt og alla, kletturinn í lífi svo margra en þú varst orðin veikburða og lífsviljinn ekki alltaf í botni hjá þér. Nú sit ég hér og hugsa til þín og þess að kveðja þig og það koma bara upp gleðilegar minningar og hjartað fyllist hlýju. Óendanlega góðmennskan sem þú gafst mér og svo mörgum öðrum og allar góðu minningarn- ar með þér sem gáfu barnæsk- unni minni gleði og glaum og hlát- ur þinn og hlýja munu alltaf lifa í mínum huga. Ég er svo þakklát og langar að þakka þér, elsku amma, fyrir svo margt. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að vera prinsessan ykkar afa, þakklát fyrir tímann á Siglufirði, í sumarbústaðnum góða, að hafa farið í fyrstu utan- landsferðina með ykkur, öll ferðalögin með ykkur til Siglu- fjarðar, að hafa alist upp hjá ykk- ur í húmor og jákvæðni og fengið allan hvatann frá ykkur til að gera allt það sem mann langar til. Allar stundirnar í Bláhömrum þar sem dekrað var við okkur, öll ættarmótin, kótelettuboðin, jóla- boðin og endalaust af góðum minningum sem ég á með þér þegar við sátum og spjölluðum um lífið. Ég hef alltaf verið stolt af því að bera sama nafn og þú og elska að skoða gamlar myndir af þér í glæsilegum kjólum með þinn flotta stíl, hörkutól sem lést ekk- ert stöðva þig, rakst hótelið eins og herforingi, ólst okkur upp og hugsaðir um alla í fjölskyldunni, meira að segja fyrrverandi kær- ustur og kærasta allra. Ef það var eitthvað sem einhvern vantaði þá mættir þú og reddaðir því, sama hvað það var. Þú varst líka algjör grallari og elskaðir að koma á óvart, þau voru ófá skiptin sem þú hringdir í okkur og sagðist vera á leiðinni að sækja okkur, þá var alltaf eitthvað óvænt og skemmti- legt í bígerð hjá þér. Það er ekki annað hægt en að þakka líka fyrir allan matinn. Veislurnar voru ekki af verri endanum og þegar við vorum unglingar hringdum við bara í þig og báðum um kótel- ettur í raspi og það var ekkert mál, þú gerðir allt fyrir okkur. Ég er líka svo þakklát fyrir að Ugla hafi fengið að kynnast þér og hún sótti mikið í að heimsækja þig. Við munum halda áfram að heiðra minningu þína og lifum með góðar minningar í hjartanu. Ég mun hugsa til þín þegar eitt- hvað stendur í vegi mínum að ná markmiðum mínum, þegar ég sit heima og prjóna hugsa ég til þín, þegar ég dekra við kallinn minn eins og þú gerðir við afa, færðir honum kökur og mjólk í rúmið á jóladag og þegar ég býð fjöl- skyldunni í mat hugsa ég til þín. Þegar ég verð amma mun ég hugsa til þín, bestu ömmu í heimi. Bless, elsku amma. Elsku fjölskylda, ég sendi ást og samúðarkveðjur til ykkar allra. Jóna Elísabet Ottesen. Nú er komið að kveðjustund, elsku besta amma mín. Amma mín var klettur, hún var límið í fjölskyldunni og það er svo skrítið að amma sé farin, amma sem ég hélt að yrði alltaf hjá okk- ur. Þegar ég sit hérna og skrifa koma upp ótal minningar, hlýjar og kærar sem ég mun geyma um ókomna tíð. Amma var þessi kona sem var algjör skörungur. Hún vann myrkranna á milli á meðan hún hafði heilsu. Hún hélt veislur og matarboð svo við fjölskyldan myndum nú örugglega hittast, það fannst henni svo mikilvægt. Hún passaði upp á að engum liði illa og fyrir sína nánustu vildi hún allt gera. Fyrsta minningin mín með ömmu og elsku afa heitnum er frá Siglu- firði. Þar bjuggu amma og afi þegar ég var að alast upp og fram á unglingsár. Þau ráku Hótel Höfn og þar var sko gott að vera. Hvort sem við vorum að baka kleinur, brjóta saman þvott, spila svartapétur eða horfa á hljóm- sveitaræfingu fyrir komandi dansleik, þá mátti ég taka þátt í öllu. Amma og afi leyfðu okkur barnabörnunum að taka þátt í þeirra lífi, þau sýndu okkur svo mikinn áhuga og fyrir það er ég ævinlega þakklát. Fyrsta utanlandsferðin mín var með þeim, þá fórum við til uppáhaldsborgarinnar þeirra, Kaupmannahafnar. Við áttum frábærar stundir í Köben og amma leyfði mér að kaupa allt sem ég vildi enda átti hún voða- lega erfitt með að segja nei. Æskuárin mín voru rosalega góð og er það að miklu leyti ömmu og afa að þakka. Þau gerðu líf okkar svo skemmtilegt með sumarbústaðaferðum, ísbíltúrum og ógleymanlegum matarboðum þar sem var mikið hlegið, enda miklir húmoristar. Amma ullaði oft á afa ef hann sagði eitthvað vitlaust, hún gat verið alveg svakalega fyndin. Jólin mín voru alveg einstak- lega hlý og skemmtileg, það var ömmu að þakka. Hún hafði mikið fyrir því að skreyta allt heima hjá sér, baka og passa upp á að allir fengju fallegar gjafir. Ég fæ hlýtt í hjartað þegar ég hugsa um þessa tíma og mun halda í hennar hefðir fyrir dætur mínar svo þær upplifi sama kærleika og gleði á jólunum og amma gaf mér. Ég mun líka reyna að elda jafn góðan mat og amma, en hún gerði alveg einstaklega góðan „ömmumat“ sem allir voru sólgnir í. Síðustu árin var hún mjög veik og naut ekki lífsins jafn vel og áð- ur. Sérstaklega eftir að afi dó, þá dó eitthvað inni í ömmu og lífið varð erfitt. Mér finnst gott að hugsa til þess að hún sé hjá afa núna með öllum hinum sem hafa kvatt hið jarðneska líf. Núna er hún komin í ró og frið og fylgist með okkur að ofan. Elsku besta amma mín, takk fyrir allt sem þú gafst mér, þú varst alveg einstök og þið afi verðið alltaf í hjarta mínu. Hver fugl skal þreyta flugið móti sól, að fótskör guðs, að lambsins dýrðar- stól, og setjast loks á silfurbláa tjörn og syngja fyrir lítil englabörn. Nú fljúga mínir fuglar, góða dís. Nú fagna englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson) Ása Ottesen. Jóna Elísabet Guðjónsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og frænka, KRISTBJÖRG G. KRISTJÁNSDÓTTIR, Melaheiði 15, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu, Boðaþingi, fimmtudaginn 15. mars. Útför hennar verður gerð frá Digraneskirkju föstudaginn 23. mars klukkan 15. Gretar Þór Bergsson Þórir Bergsson Kristín Bergsdóttir Einar Baldvin Pálsson Kristján Þór Valdimarsson Bróðir okkar, SKÚLI SVEINSSON frá Hvannstóði, er lést á heimili sínu Borg, Borgarfirði eystra, verður jarðsunginn frá Bakkagerðiskirkju laugardaginn 24. mars klukkan 14. Systkinin frá Hvannstóði Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, HELGI GUÐBRANDUR VILHJÁLMSSON klæðskeri, sem lést á Grund sunnudaginn 4. mars, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 26. mars klukkan 13. Friðrik Ágúst Helgason Margrét Guðmundsdóttir Guðmundur V. Friðriksson Tau Azigau Friðriksson Helgi Valur Friðriksson Steinunn Ingólfsdóttir Árný Hulda Friðriksdóttir Bjarni Karvel Ragnarsson barnabörn, barnabarnabörn og aðrir ástvinir Ástkær bróðir okkar, HÖRÐUR JÓELSSON, Brautartungu, Stokkseyri, lést sunnudaginn 11. mars. Útförin fer fram frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 24. mars klukkan 15. Bræður og fjölskylda Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI ÁRNASON, Alviðru, Dýrafirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu Ísafirði aðfaranótt sunnudagsins 18. mars. Jarðarförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 7. apríl klukkan 11. Sigríður Helgadóttir Friðfinnur S. Sigurðsson Kristín Þórunn Helgadóttir Brynjar Gunnarson Matthildur Helgadóttir Jónudóttir, Guðmundur Hjaltason Kristján Örn Helgason Dagrún Matthíasdóttir Árni Þór Helgason Carolin Kraus barnabörn og fjölskyldur þeirra Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, langalangamma og vinkona, KRISTJANA SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR, Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 15. mars. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 23. mars og hefst athöfnin klukkan 13. Helgi Vilberg Jóhannsson Sigurdís Þorláksdóttir Sigurður S. Jóhannsson Kristrún Erlendsdóttir Guðrún Jóhannsdóttir Guðbrandur Ólafsson Margrét Jóhannsdóttir Kári Ólafsson Páll Jóhannsson Helga Kristín Sigurðardóttir Ragnheiður G. Jóhannsd. Ísleifur Erlingsson Valgeir Borgarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.