Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 69

Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 69
mannréttindamálum, rekstri og fleiru, meðal annars í the Institute of Transi- tional Justice, Ulster-háskóla í Bel- fast, Norður-Írlandi, og sendifulltrúa- námskeiði Rauða krossins. Magnea var kennari við heimavist- arskólann Lund í Öxarfirði 1989-90, flokkstjóri við unglingavinnu Akur- eyrarbæjar á sumrin 1990-93, ritstjóri What‘s on in Reykjavik 1992-93, starf- aði við nefndadeild Alþingis 1995-96 og var verslunarstjóri í versluninni Body Shop 1996-98. Magnea var ráðgjafi við stjórn- máladeild bandaríska sendiráðsins á Íslandi 1998-2002 þar sem hún hlaut U.S. State Department Meritorious Honor Award og State Department Franklin Award fyrir störf sín. Hún vann að sérverkefni fyrir auðlinda- skrifstofu íslenska utanríkisráðuneyt- isins 2004, var stjórnsýslufulltrúi við flotaflugstöðina á Keflavíkurflugvelli 2005, ráðgjafi sendiráðs Japans á Ís- landi um stjórnmál, efnahagsmál og menningarmál 2005-2006. Frá árinu 2007 hefur Magnea starfað að alþjóða- málum og málefnum kvenna á helstu átakasvæðum samtímans í störfum sínum sem þróunar- og jafnréttis- málafulltrúi Endurreisnarliðs Al- þjóðlegu öryggis- og aðstoðarsveita Norður-Atlantshafsbandalagsins (ISAF) á vegum Friðargæslu Íslands í Ghowr-héraði í Vestur-Afganistan 2006-2007 þar sem hún hlaut Medal of Merit for Civilians fyrir störf sín, sér- fræðingur hjá alþjóðadeild Alþingis frá 2007-2010, ráðgjafi UN Women um konur, frið og öryggi í Bosníu og Kosovo 2010-2013 og yfirmaður sænsku kvenréttinda- og friðar- samtakanna The Kvinna till Kvinna Foundation í Palestínu og Ísrael 2014- 2017: „Samtökin veittu 16 mannrétt- inda- og friðarsamtökum kvenna og um 22 verkefnum stuðning. Ég hafði yfirumsjón með stefnu og starfsemi samtakanna í Palestínu og Ísrael, var í samskiptum við önnur alþjóðleg fé- lagasamtök og stofnanir eins og SÞ. Ég var auk þess formaður vinnuhóps um kynja- og jafnréttismál sem heyrir undir samtök alþjóðlegra félaga- samtaka sem vinna að þróunar- og mannúðarmálum í Palestínu.“ Magn- ea er sérfræðingur hjá jafnréttisteymi velferðarráðuneytisins frá haustinu 2017. Hún hefur hannað og kennt nám- skeið við háskóla hérlendis um sam- tímastríðsátök, átakagreiningar og friðarlausnir þar með talið kynbundna stríðsglæpi og gerð aðgerðaráætlunar um konur, frið og öryggi árið 2005- 2007 við HÍ, 2010 við Háskólann á Bif- röst og frá 2009 leiðbeint nemendum og kennt við Jafnréttisháskóla SÞ (UNU-Gender Equality Studies and Training Program). Magnea var stofnfélagi og í stjórn Félags stjórnmálafræðinga á Íslandi 1995-99, þar með talið formaður, sat í stjórn Varðbergs 2000-2002 og var rit- stjóri tímarits samtakanna Viðhorf sem tileinkað var hernaðaríhlutun í nafni mannúðar. Hún sat í stjórn landsnefndar UN Women (fyrrver- andi UNIFEM) á Íslandi Þróun- arsjóðs Sameinuðu þjóðanna fyrir konur 2005-2010, þar af varaformaður í þrjú ár, sem stóð að Fiðrildavikunni 2008 og skipulagði fyrstu Ljósagöng- una, sem er orðin að árlegum viðburði, árið 2009 í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi og í tengslum við 20 ára afmæli landsnefndar í sam- starfi við Mannréttindaskrifstofu Ís- lands og Reykjavíkurborg. Magnea hefur áhuga á fjall- og náttúrugöngum, ljósmyndun og stjórnmálasögulegum, hug- myndafræðilegum og menningar- legum straumum og stefnum. Fjölskylda Barnsfaðir Magneu er Freysteinn Gíslason, f. 28.9. 1968. Sonur Magneu og Freysteins er Ríkharður Bjartur, f. 12.8. 1988, stýrimaður og nemi við Skipstjórnarskólann. Systkini Magneu eru Olgeir Þór, f. 24.6. 1969, lögfræðingur, og Þórunn Ósk, f. 23.10 1971, víóluleikari, leiðari í Sinfóníuhljómsveit Íslands og einn stofnenda Strokkvartettsins Sigga. Foreldrar Magneu eru Marinó Jónsson, f. 9.12. 1937, húsasmíða- meistari, framkvæmdastjóri og kenn- ari, og Dómhildur Lilja Olgeirsdóttir, f. 12.7. 1944, sjúkraliði og garðyrkju- meistari á Vatnsleysu II í Fnjóskadal. Magnea Kristín Marinósdóttir Sigríður Sigurðardóttir húsfr. á Naustum og á Akureyri Ármann Tómasson b. á Naustum og verkam. á Akureyri Þóra Ármannsdóttir húsfr. á Vatnsleysu Olgeir Lúthersson b. á Vatnsleysu í Fnjóskadal Dómhildur Lilja Olgeirsdóttir sjúkraliði á Akureyri Þórunn Pálsdóttir húsfr. á Vatnsleysu Lúther Olgeirsson b. á Vatnsleysu í Fnjóskadal Sigurður Guðni Jónsson b. á Hóli Helgi Jónsson bifreiðarstj. á Dalvík Jakob Jónsson leigubílstj. og dyravörður í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri Lúther Þór Olgeirsson b. í Forsæludal í Vatnsdal Ármann Ingi Olgeirsson b. á Vatnsleysu Ólafur Arnar Olgeirsson bílstjóri Karl Grétar Olgeirsson verkam. í Hrísey og víðar Kristjana Marín Magnúsdóttir húsfr. á Hálsi, bróðurdóttir Helgu, ömmu Jónasar Jónssonar frá Hriflu Sigurður Guðni Jóhannsson b. á Hálsi í Köldukinn Magnea Kristín Sigurðardóttir húsfr. á Hóli Jón Jakobsson b. á Hóli í Ljósavatnshr. Jónína Herborg Jónsdóttir húsfr. í Skriðulandi Jakob Jónsson b. í Skriðulandi, bróðursonur Flóvents, langafa Einars Olgeirssonar alþm. og ritstj. Úr frændgarði Magneu Kristínar Marinósdóttur Marinó Jónsson byggingam. á Akureyri ÍSLENDINGAR 69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 eldu á milli fimm girnilegra tegunda f Snack Pot frá Knorr. Réttirnir eru ægilegir, ljúffengir og fljótlegir. ynntu þér úrvaIið á KNORR.IS V a þ Gunnar Ormslevfæddist Hell-erup í Kaup- mannahöfn 22.3. 1928, sonur Jens Gjeding Ormslev, frá Árósum, og Áslaugar, hálfsystur Þórunnar, móður Jó- hanns Hafsteins for- sætisráðherra. Eiginkona Gunnars var Margrét Ormslev, f. Petersen, og eru börn þeirra Áslaug, Margrét, Pétur og Jens Ormslev. Einn besti vinur Gunnars á unglings- árum í Kaupmannahöfn var Arnvid Mayer, síðar einn fremsti trompet- leikari Dana. Þeir léku saman í djasssveit í gagnfræðaskóla þar sem Gunnar blés í altó- saxófón. Gunnar flutti til Íslands 1946, bjó fyrst í Hafnarfirði þar sem hann kynnist Guðmundi Steingrímssyni, Eyþóri Þorlákssyni og síðar þeim Óla Gauk og Steina Steingríms. Gunnar stofnaði GO kvintettinn sem lék í Mjólkurstöðin, lék síðan með Hljómsveit Björns R. Einarssonar og KK Sextettinum, en var ráðinn til vinsælustu djasshljómsveitar Sví- þjóðar, Simon Brehm Bandsins, ár- ið 1955, og lék með þeim í eitt ár. Hann hafnaði spennandi til- boðum erlendis, stofn- aði íslenska hljómsveit sem fékk gullverðlaun í Moskvu 1957. Gunnar lék síðan með ýmsum hljóm- sveitum en galt þess að djassáhugi dalaði mjög hér á landi á sjö- unda áratugnum og fram að stofnun Jazz- vakningar um miðjan áttunda áratuginn. Ronnie Scott lék með Gunnari á tónleikum 1952 og taldi hann fremsta tenórsólóista Evrópu. Torben Ul- rich, frægur, danskur klarinettleikari og rit- höfundur, taldi Frank Jensen og Gunnar Ormslev, bestu saxófónleikara Dana, en fæstir þekktu Gunnar því hann hefði búið á Íslandi. Jazzvakning gaf út tvöfalda breið- skífu með úrvali verka Gunnars sem var aukin og endurhljóðblönduð 1996. Þá hafa verið haldnir tvennir minningartónleikar um þennan mikla djasssnilling. Minning hans lifir meðan djass hljómar á Íslandi. Gunnar lést 20.4. 1981. Merkir Íslendingar Gunnar Ormslev 90 ára Erla Jóhannsdóttir Gunnar Kristjánsson Jón Hafsteinn Jónsson Sigríður Böðvarsdóttir Sigurður Eiríksson 85 ára Sigurlína J. Hannesdóttir Unnur Gígja Baldvinsdóttir 80 ára Arnbjörg Þórðardóttir Guðríður Hjaltadóttir Margrét Sigríður Guðjónsdóttir Örn Einarsson 75 ára Elín Björk Albertsdóttir Erna Petersen Kragh Hjördís Indriðadóttir Hjörtfríður Olga Herbertsdóttir Ingólfur Árnason Jenný Klara Jónsdóttir 70 ára Albert Sigtryggsson Bjarni Pétur Magnússon Guðríður Hannesdóttir Halldóra Storá Helga Benediktsdóttir Kristjana Jóna Ragnarsdóttir Ómar Jóhannsson Rúna Bjarnadóttir Sigurbjörn Jóhannsson Unnur Sigfúsdóttir 60 ára Aðalsteinn D. Stefánsson Flosi Guðmundsson Jóhann Geirsson Kristín Marín Siggeirsdóttir Nanna Bergþórsdóttir Sigríður Sigurðardóttir Stefán Ragnar Jónsson Sveinbjörn Guðmundsson 50 ára Beata Niewada Björgvin Sigurðsson Eggert Sk. Jóhannesson Hafþór Ingi Pálsson Jan Kadlubowski Jianying Niu Kanyapak Chumpon Magnea K. Marinósdóttir 40 ára Aðalbjörg Þorgrímsdóttir Ágústa Björk Haarde Daníel Jakob Níelsson Danuta S. Zuromska Davíð Arthur Friðriksson Davíð Friðjónsson Helga Jónsdóttir Ingibjörg Jónsdóttir Konstantín Shcherbak Logi Bjarnason Marcin Piotr Napieralski Pétur Þórisson Rökkvi Vésteinsson Þórarinn Bjarnfinnur Snorrason 30 ára Aðalbjörg Júlía Árnadóttir Alberto Oterino Amurgo Atli Már Ástvaldsson Daniel Sturgulewski Davíð Hjartarson Deividas Rezgys Elísa Björg Sveinsdóttir Hilmar Örn Ómarsson Hjálmar Friðriksson Ingvar Ásmundsson Kristín Vala Þrastardóttir Pawel Andrzej Mikosz Stefán Örn Ómarsson Svava Marín Óskarsdóttir Þorgils Arnar Þórarinsson Til hamingju með daginn 30 ára Svava ólst í Kópa- vogi, býr í Garðabæ og er flugfreyja hjá Icelandair. Maki: Davíð Halldórsson, f. 1987, forritari hjá Avista. Börn: Óskar Dór, f. 2012, og Matthildur Sara, f. 2016. Foreldrar. Auður Pálma- dóttir, f. 1964, starfs- maður hjá Loftleiðum, og Óskar Tómasson, f. 1962, markaðs- og sölustjóri hjá Svartækni. Svava Marín Óskarsdóttir 30 ára Hjálmar ólst upp í Reykjavík, er búsettur þar, lauk BA-prófi í sagn- fræði frá Háskóla Íslands og er nú blaðamaður við DV. Systir: Svanhvít Friðriks- dóttir, f. 1978, upplýsinga- fulltrúi WOW AIR. Foreldrar: Friðrik Stef- ánsson, f. 1949, d. 2012, fasteignasali, og Sigríður Hjálmarsdóttir, f. 1950, grunnskólakennari, bú- sett í Reykjavík. Hjálmar Friðriksson 30 ára Davíð ólst upp í Njarðvík, býr í Reykjavík og stafar hjá Ferró – skiltagerð. Bræður: Hafsteinn Hjart- arson, f. 1985, og Hjörtur Kristján Hjartarson, f. 1994. Foreldrar: Kristín Gui- dice, f. 1963, starfsmaður við Flugeldhúsið í Leifs- stöð, og Hjörtur Kristján Daníelsson, f. 1964, fram- kvæmdastjóri Plexiglers hf, í Reykjanesbæ. Davíð Hjartarson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.