Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 71

Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 71
DÆGRADVÖL 71 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 MIKIÐ ÚRVAL! Laugavegi 29 - sími 552 4320 www.brynja.is - verslun@brynja.is Lykilverslun við Laugaveg síðan 1919 Áratuga þekking og reynsla VASAHNÍFAR VERÐ FRÁ 2.680 kr Ný vefverslun brynja.is SWISS TOOL VERÐ FRÁ 24.340 kr Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú ert hvorki betri né verri en þú vilt vera og átt því að horfast í augu við sjálfan þig. Reyndu að njóta alls þess fallega og rómantíska sem gæti orðið á vegi þínum í dag. 20. apríl - 20. maí + Naut Mundu að deila velgengni þinni með þeim sem standa þér næst. Hvernig væri að sýna gott fordæmi og kenna fólki að hugsa á sömu nótum og þú? 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Að vita hvenær maður hefur færst of mikið í fang er eitt, að viðurkenna það er annað. Sýndu hugrekki og hættu því sem skilar ekki árangri. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Líttu raunsætt á hlutina, líka þá sem í sjálfu sér koma þér ekki við. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Það er fallegt að aðstoða aðra, en það má ekki ganga svo langt að þú gleymir sjálf- um þér. Nú reynir á sjálfsaga þinn og skipu- lagningu. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Það er hyggilegra að hugsa hlutina í gegn heldur en að bregðast við þeim án allr- ar fyrirhyggju. Borgaðu reikninga og skilaðu hlutum sem þú hefur fengið lánaða. 23. sept. - 22. okt. k Vog Óvissa í sambandi getur vakið ótta en þarf ekki að gera það. Hafðu samt andvara á þér því alltaf getur eitthvað komið upp á og þá er gott að vera við öllu búinn. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Haltu ró þinni þótt mikill hama- gangur sé í kringum þig og aðrir veltist hver um annan þveran í persónulegum átökum. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Það er ekki þitt hlutverk að hafa alla ánægða og þú átt að hrista af þér kröfur um slíkt. Einbeittu þér að aðalatriðunum. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Einhvers konar ringulreið leggst yfir umhverfi þitt í dag og þú átt fullt í fangi með að hafa þitt á hreinu. Sýndu sveigj- anleika, þegar allir virðast vilja breyta öllu í kring um þig. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú stendur frammi fyrir kröfum um aukna ábyrgð en ert eitthvað tvístígandi. Láttu slag standa. Einbeittur þér að því að gera það sem þú gerir best. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú hefur enga afsökun fyrir því að taka ekki að þér það verkefni sem yfirboð- ararnir vilja fela þér. Haltu stillingu innan um vinnufélagana og finndu þér svo vinaröxl til að gráta á. Sigurlín Hermannsdóttir hefurorð á því á Leir að ekki fari hjá því að vorfiðrings sé farið að gæta víða. Maður sjái þess alls staðar merki. Síðan yrkir hún fallegt ljóð um músarrindilinn: Hann vinur minn er magnað hörkutól, sem mörgum stærri kann það snöggt um betur að þrauka harðan veðurofsa um vetur, í veggjarholu finnur einatt skjól. Er sólin ofar feimin fikrar sig fer fiðringur um litla kroppinn brúna. Í undirbúning ræðst nú fyrir frúna og færir hreiðurgerð á æðra stig. Og sumarlangt hann syngur firna vel um sólskinið og skóg og börnin ungu þá sterkur rómur reynir á hans lungu en rosalega dillar lítið stél. Er haustar að og fuglar fljúga burt til fjarlægra og sólríkari landa að sitja af sér vertrarhörkuvanda ég veit að Músi verður hér um kjurt. Á miðvikudag fyrir viku skemmtu þrír hagyrðingar Mos- fellingum, þeir séra Hjálmar, Ragnar Aðalsteinsson og Ómar Ragnarsson. Þá orti Helgi R. Ein- arsson: Hátt var sungið og hlegið af háðinu ekkert dregið. Hér fóru þrír í þjóðlegum gír. Á létta strengi var slegið. Helgi lýsir „sælunni“ þannig: Við alsæl í lautinni áðum að okkur þó lítið víst gáðum. Í lífinu eitt af öðru fær leitt og við endurtökum það bráðum. Sigmundur Benediktsson segir frá því á Leirnum að sér hafi dottið í hug hvort ástæðan fyrir því að hann væri farinn að kalka geti ver- ið alkóhólsvannæring. – „Þetta bar ég undir sjúkrahúsdömurnar í morgun og fór með vísuna,“ segir hann. „En þær bara hlógu að mér svo ég var jafn nær. Hún var svona: Það að alka ekki hér eru slæmir siðir. Af því kalka karlinn fer, kjaftur, haus og liðir. Friðrik Steingrímsson svaraði: Sælu hefur vínið veitt og víst á marga bölvun lagði, en gerði aldrei neinum neitt nokkurn tíma að fyrra bragði. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vorfiðringur og alkóhólsvannæring BRYNJAR VILDI EKKI FARA ÁN ÞESS AÐ FÁ JÁ. „HVERS VEGNA FERÐU ALDREI Í VEIÐI LENGUR?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... eina hugsunin sem heldur þér gangandi í allan dag. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann GJÖRÐU SVO VEL, GRETTIR, KATTA- MATUR MEÐ TÚNFISKSBRAGÐI! HVENÆR HÆTTU ÞEIR AÐ FRAMLEIÐA ALVÖRU TÚNFISK? MÉR ER SAMA ÞÓTT ÞEIR HAFI ATVINNU AF BARDÖGUM! ALDREI RÁÐA TIL ÞÍN SÚMÓ-GLÍMUKAPPA! JÁ. VILTU AÐ ÉG FARI? Sonur Víkverja varð nýlegatveggja ára gamall. Víkverji hef- ur löngum miklað þennan aldur fyrir sér, þar sem á ensku er til þekktur frasi: „terrible twos“, sem lýsir því að tveggja ára börn eigi það til að taka út ákveðinn þroska sem geri foreldrana gráhærða. Því miður hef- ur Víkverji komist að því að hans eigið hár er þeirri náttúru gætt að það vill frekar kveðja þessa jarðvist en að verða grátt. x x x Víkverji hugsaði aldrei mjög mikiðum hárið á sér. Honum leiddist að fara í klippingu, hann gerði aldrei neitt við það sem gat talist „móðins“. Víkverji hefur ekki einu sinni fengið sér strípur eða permanent! En nú, þegar hár hans hefur ákveðið að láta á sjá, eyðir Víkverji miklum tíma af hverjum degi til þess að láta það líta sem best út. „Er það of þunnt hérna megin í dag? Þarf ég að greiða það svona núna?“ Allt þetta og meira til flýgur um bráðum hárasnautt höfuð Víkverja á hverjum degi. „Enginn veit hvað átt hefur…“ x x x En aftur að syninum, þessumtveggja ára. Helsta breytingin sem foreldrarnir hafa tekið eftir, er að hann er ekki lengur jafnvarkár og áður. Þetta telst varla vera góð breyting, þar sem nú mega Víkverji og frú varla líta af drengnum áður en hann er bara kominn upp á borð. Ítrekaðar umvendingar um að þetta sé nú stórhættulegt og megi hrein- lega ekki lætur erfðaprinsinn hrein- lega sem vind um eyru þjóta. Það eina sem virkar er að fjarlægja stól- ana frá borðinu, þannig að þeir dugi ekki lengur sem stigi upp á borð. En hvar eiga foreldrarnir þá að sitja? x x x Miðað við þær frásagnir sem Vík-verji hefur heyrt af hinum „tryllingslega tveggja ára aldri“, eins og hann kýs að þýða „terrible twos“, finnst honum líklegt að þetta sé bara byrjunin. Þegar þetta birtist verða eftir 359 langir og erfiðir dag- ar þar til drengurinn verður þriggja ára. Hætt er við því að það verði ekki stingandi strá á haus Víkverja þegar þeim er lokið. vikverji@mbl.is Víkverji Hallelúja. Þakkið Drottni því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu. (Sálmarnir 106.1)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.