Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 74

Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 74
74 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Komið og skoðið úrvalið Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 Klassísk gæða húsgögn á góðu verði Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Alls sex karlmenn og 16 konur saka dönsku leikstjórana Lasse Nielsen og Ernst Johansen um hafa brotið á sér kynferðislega þegar þau voru á barns- aldri við tökur ung- lingamynda á borð við La’ os være og Du er ikke alene sem nutu mikilla vin- sælda í Danmörku á áttunda áratug síð- ustu aldar. Myndir þeirra áttu það sam- eiginlegt að fjalla um kynþroska aðalpersónanna og fyrstu kynlífsreynslu þeirra og því voru leikaranir ungu oft fáklæddir í myndunum. Að sögn þolenda brutu leikstjórarnir, sem báðir voru líka uppeldismenntaðir, á börn- unum þegar þau voru á aldrinum 11-16 ára undir því yfirskini að þeir væru að þjálfa börnin og undirbúa svo þau gætu slappað af fyrir fram- an myndavélina. Brotin eiga líka að hafa átt sér stað í starfi þeirra við uppeldisstofnanir og verið framin á um 15 ára tímabili. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítarlegum greinaflokki sem birtist nýverið í danska dagblaðinu Politiken undir yfirskriftinni „De misbrugte filmbørn“ eða Misnotuðu kvikmyndabörnin og í samnefndri heimildarmynd sem sýnd var á sjónvarpsstöðinni TV2. Blaðamenn miðlanna tveggja hafa rannsakað efniviðinn í tæp tvö ár og á þeim tíma rætt við tæplega 100 manns, þeirra á með- al þolendur og fagfólk á sviði kynferðisofbeldis. Einnig er stuðst við dóm- skjöl, en Ernst Johansen var á árunum 1977-84 dæmdur fyrir kynferðis- ofbeldi gegn þremur ólögráða stúlkum á sama tíma og hann var að leik- stýra ungmennum. Á sín- um tíma játaði Johansen sök en þvertekur fyrir það í dag. Lasse Nielsen vildi ekki veita Politiken við- tal og bar því við að hann myndi ekkert frá fyrri tíð. Í viðtali við danska kvikmyndatímaritið Ekko, sem birtist í upphafi árs, seg- ist hann vilja sjá lögræðisaldurinn í Danmörku lækkaðan í 12 ár. Hann viðurkennir að hafa haft mök við unga drengi sem léku í myndum hans en telur að það hafi ávallt ver- ið með samþykki barnanna. „Mér líður ekki eins og ég hafi misboðið börnum, því skynjun mín var sú að þau vildu þetta,“ segir Nielsen sem, líkt og Johansen, hefur búið á Taí- landi síðustu árin. Þar starfar Niel- sen enn við kvikmyndagerð með fókus á kynþroskaaldur aðal- persóna sinna. Meðal nýlegra mynda hans er stuttmyndin Happy Birthday sem fjallar um 14 ára dreng sem gremst það að mega ekki stunda kynlíf með fullorðnum nágranna sínum sökum ungs ald- urs, en lögræðisaldurinn þar í landi mun vera 15 ár. silja@mbl.is Greina frá misnotk- un tveggja leikstjóra Nekt Veggspjald fyrir Du er ikke alene í leikstjórn Nielsen og Johansen. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Mig langaði að skoða sögu líkam- legrar vinnu kvenna og leitaði inn- blásturs í endurteknar hreyfingar og söngva, með það að markmiði að skapa aðstæður fyrir nána kvenlæga samveru, samhug og samruna,“ segir Katrín Gunnars- dóttir danshöfundur um dansverkið Crescendo sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Dansarar verksins eru Heba Eir Kjeld, Snædís Lilja Ingadóttir og Védís Kjartansdóttir. Sviðs- mynd og búninga hannar Eva Signý Berger, hljóðmynd gerir Baldvin Þór Magnússon og lýsingu hannar Jóhann Friðrik Ágústsson. Að sögn Katrínar skoðaði hún líkamlega vinnu kvenna eins og hún birtist meðal annars í þrifum, barnauppeldi, handavinnu og ýmiskonar bústörfum, bæði hér- og erlendis. „Danstungumálið saman- stendur ekki af vinnuhreyfingunum sjálfum. Það má fremur segja að tungumálið sem við sköpum sé inn- blásið af ýmsum munstrum úr lík- amlegri vinnu kvenna og mikið er dansað með höndunum. Við skoð- uðum hvað ólík vinna á sameig- inleg og í því samhengi má nefna það að ferðast í línu og vinna með hringlaga hreyfingar. Þannig sköp- uðum við vinnuorðaforða fyrir dansarana,“ segir Katrín og tekur fram að einnig hafi sér þótt áhuga- vert að skoða vinnu dansara. „Vinna dansarans birtist í flóknum talningum, það að vera samtaka og læra langar keðjur af hreyfingum. Vinna dansarans og allt sem dans- arinn þarf að leggja á sig verður sýnilegt í verkinu.“ Notum röddina til að hlusta Spurð um titil verksins segir Katrín það vísa til músíkalsks flæðis og um leið til ölduhreyf- ingar. „Mér fannst spennandi að skoða „crescendo“ sem lágstemmt og óendanlegt flæði í stað einhvers sem stigmagnast með greinilegum hápunkti. Að sumu leyti er verkið viðbragð við því sem verið hefur í gangi með byltingum á borð við #metoo. Ég er að skoða bylting- arnar sem mjúka sívaxandi öldu í stað stríðsöskurs og velti upp þeirri spurningu hvort það geti fal- ist „crescendo“ í því að hlusta meira,“ segir Katrín. Hlustun sem mikilvægt leiðar- stef í sýningunni er undirstrikað í hljóðmynd verksins sem samsett er úr upptökum og mögnun á andardrætti og lágværum söng dansaranna þriggja. „Röddin er afskaplega líkamlegt fyrirbæri. Þegar fólk syngur saman í kór þá getur það leitt til þess að hjart- slátturinn samstillist. Í þessari sýningu erum við að vinna með frekar hljóðláta rödd sem ætlað er að ná tengingu við aðra í stað þess að berast hátt. Við notum þannig röddina til þess að hlusta,“ segir Katrín og bendir á að raul eða söngl sé notað í ýmsum trúar- brögðum og hugleiðslu til að skapa tengingu. „Við erum að búa til hljóðfálmara til að tengja dans- arana, sem fara hægt úr einni hreyfingu í aðra, betur saman. Þetta er mikil nákvæmnisvinna sem krefst þess að dansararnir telji nákvæmlega fyrsta korterið af sýningunni. Sameiginlegur andar- dráttur og lágt humm hjálpar til við að tengja,“ segir Katrín, en verkið tekur um 50 mínútur í flutn- ingi. Góð sýning fyrir hjartað Katrín segir útlit sýningarinnar einkennast af mýkt. „Dansflöturinn samanstendur af stóru teppi sem þýðir að ummerki dansins verða vel sýnileg í áferðinni sem birtist á teppinu. Búningarnir eru búnir til úr mjúkum efnum og litapallettan rauð. Okkur fannst mikilvægt að nota sterka og afgerandi liti í allri umgjörðinni utan um svona mýkra og viðkvæmnislegra hreyfiefni. Ég held að þessi sýning sé mjög góð fyrir hjartað. Þetta er svo mjúkt og fallegt verk,“ segir Katrín sem hlaut Grímuna sem dansari ársins 2017 fyrir sólóverkið Shades of History sem sýnt var í Tjarnarbíói á síðasta leikári við góðar viðtökur. „Í sólóverkinu var ég að vinna með svipað hreyfimynstur, hægar og krefjandi skiptingar úr einni hreyfingu í aðra. Eftir þá krefjandi og innhverfa vinnu sem sólóverkið kallaði á var gott að fara í sam- starf við aðra dansara og spenn- andi að láta þær Hebu, Snædísi og Védísi vinna með sömu aðferðir. Mér fannst mjög mikilvægt sem danshöfundur að skilja konseptið og hreyfimynstrið í eigin líkama fyrst áður en reynt væri að þýða það yfir á aðra.“ Crescendo er unnin samvinnu við Bora Bora, Dansearena Nord, Dansverkstæðið, Kunstencentrum BUDA, wp Zimmer og styrkt af mennta- og menningarmálaráðu- neytinu og Reykjavíkurborg. „Við stefnum að því að sýna verkið í Danmörku, mögulega í Sviss og víðar. Íslenski dansmarkaðurinn er svo lítill að það er alltaf gaman að geta sýnt erlendis líka,“ segir Katrín, en fyrst tekur við nýtt hlutverk hjá bæði henni og Védísi, því þær eiga báðar von á sínu fyrsta barni. „Við eigum miklu barnaláni að fagna í þessum hópi,“ segir Katrín og tekur fram að sem betur fer þyki það sjálfsagt hér- lendis að dansarar dansi á með- göngunni svo fremi sem heilsan leyfi. Næstu sýningar verða 27. mars og 6. apríl kl. 20.30. Allar nánari upplýsingar eru á katrin- gunnarsdottir.com og tjarnarbio.is. Mjúk alda í stað stríðsöskurs & Crescendo eftir Katrínu Gunnarsdóttur sýnt í Tjarnarbíói Ljósmynd/Owen Fiene Mýkt „Okkur fannst mikilvægt að nota sterka og afgerandi liti í allri umgjörðinni utan um svona mýkra og viðkvæmnislegra hreyfiefni,“ segir Katrín Gunnarsdóttir um dansverkið Crescendo sem frumsýnt er í kvöld. Ljósmynd/Nanna Dís Höfundur Katrín Gunnarsdóttir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.