Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 84

Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 84
FIMMTUDAGUR 22. MARS 81. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Handtekinn á fæðingardeildinni 2. „Höfuðborgin heitir Reykjavík“ 3. Sagði að hún hefði átt þetta skilið 4. „Leiðindaveður “ í kortunum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM ! Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar Guðmundson halda tónleika í menningarhúsinu Bergi á Dalvík í kvöld kl. 20.30 og verða það fyrstu tónleikar þeirra í húsinu. Þau munu flytja tónlist úr ýmsum áttum og einnig lög sem þau hafa unnið að saman og gefið út á plötum. Í fyrsta sinn í Bergi ! Soffía Auður Birgisdóttir þýð- andi heldur fyr- irlestur um ævi og verk skáldkon- unnar Virginiu Woolf á Baðstofu- lofti Hannesar- holts í dag kl. 17 og í kvöld kl. 20 fer fram leiklestur á Hvað er í blý- hólknum eftir Svövu Jakobsdóttur í sal Hannesarholts, Hljóðbergi. Fyrirlestur og leik- lestur í Hannesarholti ! Ó, höfuð dreyra drifið er yfirskrift tónleika sem haldnir verða kl. 12 í dag í Fríkirkjunni í Reykjavík. Á þeim verða flutt verk tengd páskum, m.a. Zwei Geistliche Gesänge eftir Reger og hluti af Gellert-ljóðunum eftir Beethoven. Verkin verða úr ýmsum áttum en þemað er trúin, þjáning og dauði Krists. Flytjendur eru Þórunn Elín Péturs- dóttir sópran og Lenka Mátéová org- anisti. Trú, þjáning og dauði Krists í Fríkirkjunni Á föstudag Norðlæg átt, víða 10-18 m/s vestan til á landinu, ann- ars mun hægari vindur. Snjókoma norðvestan til, en bjartviðri að mestu annars staðar. Hiti 0 til 5 stig S-lands og við A-ströndina. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Snýst í suðvestan 5-10 m/s þegar líður á daginn með skúrum eða slydduéljum um landið vestanvert, en létt- ir til austanlands. Hiti víða 2 til 8 stig að deginum. VEÐUR „Það er ekkert eðlilegt við það að skora sex stig á rúm- um þremur sekúndum. Fyrst þrjú víti til að jafna leik í úrslitakeppni og síðan skora úr eigin vítateig. Ég er farinn að spyrja mig spurn- inga: Úr hverju Kári er gerð- ur. Er hann einhver ofur- hetja sem er ekki mannleg nema að hluta til?“ skrifar Benedikt Guðmundsson, körfuboltasérfræðingur blaðsins. »4 Úr hverju er Kári gerður „Ég er mjög ánægður með árang- urinn. Fyrir utan að ég gerði lítils háttar mistök í fyrri ferðinni í svig- inu, seinni keppnisgreininni minni á laugardaginn. Annars er ég mjög sáttur við mig,“ segir Hilmar Snær Örvarsson sem keppti í svigi og stór- svigi á Vetrarólymp- íuleikum fatlaðra í Pyeongchang í Suður-Kóreu þar sem hann hafn- aði í 13. og 20. sæti. »1 Mjög ánægður með ár- angurinn í Suður-Kóreu „Ég finn að ég er andlega á mjög góðum stað, ferskur í líkam- anum, ferskur í hausnum og bara klár í að byrja að spila aftur fyrir landsliðið,“ segir Kolbeinn Sig- þórsson sem er með íslenska landsliðinu í Kaliforníu þar sem það býr sig undir vináttulands- leik gegn Mexíkó aðfaranótt laugardagsins. »1 Klár í að byrja að spila aftur fyrir landsliðið ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Dýri Guðmundsson ber ekki bumb- ur en Hafnfirðingurinn, sem á með- al annars ættir að rekja til Fremstuhúsa í Hjarðardal í Dýra- firði, hefur víða látið að sér kveða og var fyrir skömmu útnefndur Seltirningur ársins 2017. „Þetta kom mér á óvart, eins og sagt er við slík tækifæri, en ég er þakk- látur,“ segir hann. Á árum áður lét landsliðsmað- urinn að sér kveða í fótboltanum og var í sigursælum liðum í FH og Val. „Ég var í Hafnarfjarðarstrætó í tíu ár en fékk stundum að sitja í hjá Gunna Bjarna, sem var líka fluttur til Reykjavíkur,“ rifjar Dýri upp. Bætir við að hann hafi loks látið undan miðbæjarþrýstingi og gengið í Val. Fjölskyldan flutti út á Seltjarnarnes 1981 þar sem hjónin Dýri og Hildur Guðmundsdóttir ólu upp þrjú börn. „Það er gott að búa hérna og ala upp börn,“ áréttar Dýri. Á fleygiferð Fyrir margt löngu ákvað Hildur að standa úti á hlaði og gefa hlaup- urum í Reykjavíkurmaraþoninu kökur, þegar þeir hlupu framhjá húsi þeirra. Á meðan sat Dýri á svölunum og spilaði á rafgítarinn. Lagið „Keep on Running“ hefur slegið í gegn,“ segir Dýri og bendir á að uppátækið hafi síðan verið ár- legur viðburður, sem hafi undið upp á sig. Fleiri hljóðfæraleikarar hafi bæst í hópinn og nágrannar og lengra að komnir hafi lagt sitt af mörkum á hlaðborðið. „Fyrir þetta var ég útnefndur,“ segir Dýri og leggur áherslu á að hann sé alltaf Gaflari inn við beinið. „Þegar rignir á meðan hlaupið stendur leitum við skjóls undir hús- veggnum eins og sannir gaflarar.“ Tónlist hefur verið ríkur þáttur í lífi miðvarðarins. Hann byrjaði í bekkjarhljómsveit 12 ára, var einn af stofnendum FH-bandsins og átti hugmyndina að stofnun Vals- kórsins. Hann söng með Fjalla- bræðrum, spilaði fyrir matargesti á Hótel Sögu og hefur reglulega skemmt öldruðum með spili og söng auk þess sem hann er í Vals- bandinu. „Þó að ég sé að mestu hættur að spila verð ég alltaf rokk- ari,“ segir Dýri. FH-ingar hafa teflt fram sigur- sælasta karlaliði landsins í fótbolta undanfarin ár og Valsmenn eru ríkjandi Íslandsmeistarar. „Megi betra liðið vinna, því ég veit ekki með hvoru ég á að halda,“ segir Dýri og þorir engu að spá um úr- slit næsta Íslandsmóts. Hann seg- ist reyna að láta lítið fyrir sér fara, þegar hann mæti á innbyrðisleiki liðanna. „Ég er stundum með húfu til þess að enginn þekki mig.“ Dýri hefur dregið sig í hlé, en mætir samt enn á völlinn og á sér draum. „Rokkið lifir og ég get vel séð mig sem Dýra dyravörð í Þjóð- leikhúsinu. Það hljómar vel.“ Dýri dyravörður er draumur & Seltirningur ársins er Valsari og alltaf Gaflari Morgunblaðið/Eggert Á hlaðinu Rokkarinn Dýri Guðmundsson og Hildur Guðmundsdóttir æfa sig fyrir næsta Reykjavíkurmaraþon. Seltirningur ársins Dýri fékk teikningu af sér í tilefni útnefningarinnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.