Morgunblaðið - 23.03.2018, Qupperneq 97

Morgunblaðið - 23.03.2018, Qupperneq 97
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 13SJÓNARHÓLL Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is FJÖLPÓSTUR SEM VIRKAR *könnun Zenter apríl 2016. 61% landsmanna lesa fjölpóst 70% kvenna lesa fjölpóst 58% neytenda taka eftir tilboðum á vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst* Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar BÓKIN Ný bylgja gengur yfir markaðs- heiminn. Gömlu leiðirnar til að ná til fólks eru orðnar úreltar og skilar litlu að reyna að ná til neytenda með ýtni, loforðum, grobbi eða með því að þylja upp tölfræði um eig- inleika og kosti vör- unnar. Þannig aug- lýsingar fara inn um annað eyrað og út um hitt hjá fólki. Það sem hæfir væntanlega kaupendur í hjarta- stað er að hafa góða sögu að segja. Ef búa má til áhugaverða sögu í kringum vöru eða þjónustu hrífur sagan neytendur með sér, og veldur því að þeir falla kylliflatir fyrir því sem á að selja þeim. Sögur geta meira að segja dreift sér sjálfar, og borist manna á milli á samfélagsmiðlunum, án þess að borga þurfi fyrir dálk- sentimetra í blöðum eða sekúndur í sjónvarpi. Um þetta fjalla Robert McKee og Thomas Gerace í bókinni Story- nomics: Story-Driven Marketing in the Post-Advertising World. McKee er mikil stjarna í banda- ríska afþreyingargeiranum og hefur um árabil haldið vinsæl námskeið þar sem hann kennir hvernig á að gera handrit að verð- launakvikmynd eða sjónvarpsþætti sem slá í gegn. Tom Ge- race er aftur á móti frumkvöðull og rek- ur fyrirtækið Sky- word sem hjálpar fyrirtækjum að halda utan um mark- aðsherferðir sínar á árangursríkari hátt. Saman hafa þeir veitt mörgum stærstu fyrirtækjum heims ráðgjöf um sögudrifna markaðssetningu. En að koma sögu til skila er hæg- ara sagt en gert, hvort sem auglýs- andinn tekur stefnuna á prentmiðla, sjónvarp eða netið. McKee vill meina að auglýsendur þurfi ekki að finna upp hjólið því nota megi sömu aðferðir og handritshöfundar beita til að búa til góða bíómynd eða hríf- andi sjónvarpsefni. ai@mbl.is Fáðu neytendur á þitt band með góðri sögu Tölvuský og svokölluð skýjavinnsla (e. cloudcomputing) hafa rutt sér til rúms í upplýs-ingatækni síðastliðin ár og eru í sífelldri framþróun. Með skýjavinnslu er t.d. átt við yfir- færslu gagna úr tækjum á borð við snjallsíma, far- tölvur o.þ.h. yfir á gagnasvæði fjartengdra net- þjóna, eða tölvuský, með þeim hætti að hægt er að nálgast gögnin hvar sem er í heiminum. Þá nýta fyrirtæki sér einnig í auknum mæli þann kost að skýjavæða hugbúnað og vefhýsingu, enda getur slíkt verið bæði hagkvæmara og öruggara en aðrir kostir. Sú aukning sem orðið hefur í notkun tölvu- skýja hjá bæði einstaklingum og fyrirtækjum getur aftur á móti reynst yfirvöldum tals- verð hindrun þegar nálgast þarf upplýsingar sem vistaðar eru í tölvuskýjum, svo sem vegna rannsókna sakamála. Helgast það meðal annars af því að tölvuský geta verið hýst á mismunandi stöðum og jafn- framt verið mismunandi úr garði gerð, s.s. tölvuský þar sem gögnin eru á stöðugri hreyfingu (e. data shard) og því erfitt að henda reiður á eiginlegri staðsetningu þeirra. Af þeim sökum hefur mik- ilvægi samstarfs stjórnvalda yfir landamæri í þágu rannsóknarhagsmuna aukist til muna og hafa sum þeirra efnt til samstarfs til að auðvelda hver öðrum aðgang að gögnum sín á milli. Eftir sem áður getur reynst örðugt að ákvarða hvaða lög eigi að gilda um afhendingu gagna sem hýst eru í tölvuskýjum. Augun beinast nú að Hæstarétti Bandaríkjanna sem hefur til meðferðar mál bandaríska ríkisins gegn tæknirisanum Microsoft, en áfrýjunarréttur hafnaði kröfu ríkisins á fyrri stigum þess efnis að Microsoft, sem bandarísku fyrirtæki, væri skylt að afhenda bandarískum yfirvöldum gögn sem hýst voru í öðru landi, nánar tiltekið á netþjóni á Ír- landi. Deilan snýr að því hvort bandarísk lög frá 1986 heimili þarlendum yfirvöldum að nálgast gögn í vörslum bandarískra fyrirtækja, þrátt fyrir að þau séu hýst utan Bandaríkjanna. Meðal ágreiningsatriða er túlkun á aðgangsheimild yfirvalda, þ.e. hvort hún taki til gagna sem hýst eru í öðru ríki ef mögulegt er að nálgast þau innan Bandaríkjanna, svo sem iðulega á við varðandi skýjalausnir. Athygli vekur að ekki fyrir alllöngu komst dóm- ari ytra að gagnstæðri niðurstöðu í máli í Pennsyl- vaníu-fylki. Þar var talið að Google væri skylt að afhenda gögn þrátt fyrir að þau væru vistuð utan Bandaríkjanna. Var niðurstaðan meðal annars reist á því að þær skýjalausnir sem um ræddi voru þess eðlis að gögnin voru á stöðugri hreyfingu og ómögulegt að segja til um staðsetningu þeirra. Taldi dómarinn að undir slík- um aðstæðum væri eðlilegt að yfirvöldum væri veittur aðgangur, þar sem gögnin væru aðgengileg innan Bandaríkjanna. Sú niður- staða er nokkuð athyglisverð – en telja verður að fræðilega geti sú staða alltaf verið uppi á teningnum þegar kemur að skýjalausnum. Af framan- greindu virðist það geta skipt sköpum hvort gögn séu vistuð á netþjóni í öðru til- greindu ríki eða hvort þau séu á stöðugri hreyfingu og því „óstaðsett í hús“ ef svo má að orði komast. Bandarísk tæknifyrirtæki óttast að viðskipta- vinir þeirra muni beina viðskiptum sínum annað ef Hæstiréttur þar í landi fellst á kröfu ríkisins. Af hálfu ríkisins eru færð rök fyrir því að málið varði þjóðaröryggi og nauðsynlegt sé fyrir yfirvöld að eiga möguleika á að nálgast gögn þarlendra fyrir- tækja, þrátt fyrir að gögn séu eftir atvikum vistuð á netþjóni annars staðar í heiminum. Hver niður- staðan verður fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna skal ósagt látið en ljóst er að hún mun hafa tals- verð áhrif á bæði framkvæmd og notkun skýja- lausna. Hver sem málalokin verða í umræddu máli, er ljóst að vandinn verður enn til staðar – og mun að öllum líkindum reyna á samstarf yfirvalda yfir landamæri í ríkari mæli þegar fram líða stundir. Verður áhugavert að fylgjast með þeirri þróun, sérstaklega með tilliti til þeirra umfangsmiklu gagnavera sem starfrækt eru hér á landi. Stormur í tölvuskýjunum LÖGFRÆÐI Lára Herborg Ólafsdóttir héraðsdómslögmaður á Juris lögmannsstofu ” Eftir sem áður getur reynst örðugt að ákvarða hvaða lög eigi að gilda um afhendingu gagna sem hýst eru í tölvu- skýjum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.