Morgunblaðið - 23.03.2018, Qupperneq 100

Morgunblaðið - 23.03.2018, Qupperneq 100
VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is. Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Nordal fréttastjóri, sn@mbl.is. Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. VIÐSKIPTI Á MBL.IS Áhugi á hraðhúsum hérlendis Hamborgarinn þarf alltaf að vera eins Allir fái sömu hækkun og forstjórinn Hátt yfirvinnukaup kann að ... „Gat ekki hafa komið hluthöfum ...“ Mest lesið í vikunni INNHERJI SKOÐUN Hlutfall sölu í lausu eykst nú ár frá ári hjá olíufélaginu N1, en hluti af umhverfisstefnu félagsins er að auka slíka lausasölu og minnka notkun plasts. Í nýrri ársskýrslu félagsins er þess sérstaklega getið að annað árið í röð hafi á síðasta ári orðið aukning í lausasölu efna eins og rúðuvökva, olíuhreinsis, tjöruhreinsis og dekkja- hreinsis. Á árinu var 61% af þessari vöru selt í lausu beint til viðskipta- vina, en 39% af framleiðslunni var pakkað í 1 l, 2,5 l, 5 l, 20 l og 200 l neytendapakkningar. Spurð að því hvort að stefnt sé að því að færa sig alfarið yfir í lausasölu, segir Guðný Rósa Þórðardóttir, fram- kvæmdastjóri einstaklingssviðs N1, í samtali við ViðskiptaMoggann að slíkt væri afar æskilegt. „Það er æski- legt að sem mest sé keypt í lausasölu, bæði fyrir umhverfið og buddu neyt- enda, enda er rúðuvökvi í lausu ódýr- ari en sá sem er í brúsanum og að sjálfsögðu umhverfisvænni kostur.“ Mætti kynna betur Guðný segir að félagið mætti kynna lausasöluna betur sem þann umhverfisvæna kost sem hún er. „Við höfum verið að bjóða upp á rúðuvökva í lausu á nýjum sjálfs- afgreiðslustöðvum sem settar eru upp og að auki er í boði að fá rúðu- vökva á mörgum þjónustustöðvum, þ.a. við stefnum klárlega á að rúðu- vökvi í lausu sé framtíðin.“ Guðný segir að það sama gildi um fleiri vökva. „Á hjólbarða- og smur- verkstæðum er smurolíu dælt af tunnum eða forðageymum til að lág- marka notkun umbúða og er klárlega stefnan að selja sem mest í lausu þar einnig.“ Morgunblaðið/Hari Rúðuvökvi í lausasölu er mun umhverfisvænni kostur en neytendapakkningar. Rúðuvökvi í lausu í sókn Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Fyrir 10 árum var rúðuvökvi eingöngu seldur í neyt- endapakkningum hjá N1. Yfir 60% af efnavörum er nú selt í lausu sem er mun umhverfisvænna. Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Stundum hafa stjórnmálamennþað einfaldlega of gott. Nú hefur fasteignaverð hækkað hratt á umliðnum árum og í kjölfarið hafa tekjur sveitarfélaga vaxið samhliða því að reikniformúla fyrir fasteignamat var breytt. Fram kom í Morgunblaðinu ígær að dæmi séu um að fast- eignagjöld á atvinnuhúsnæði í Reykjavík hafi hækkað um 35% á árunum 2016-2018. Það er ískyggi- leg hækkun. Það má líkja þessu við „ókeypis“ skattahækkun því það þarf ekki að ganga hreint til verks og hækka skatta með tilheyrandi orðaskaki. Eitt af því sem gerir þessaauknu skattheimtu ósann- gjarna er að hún er ekki bundin við tekjur. Eign sem í flestum tilvikum stendur ekki til að selja hefur hækkað í virði. Fyrirtækin þurfa því að standa skil á auknum skatt- greiðslum án þess að tekjur hafi endilega aukist. Það er afar ósann- gjarnt og er til þess fallið að fæla fyrirtæki frá borginni. Mögulega er rót vandans sú, aðReykjavíkurborg er skuldum hlaðin. Borgin hefur kosið að safna skuldum í uppsveiflunni í stað þess að greiða þær niður líkt og ríkis- sjóður hefur gert. Kannski leiðir það til þess að enginn í meirihlut- anum treysti sér til þess að leggja til að fasteignagjöldin á atvinnu- húsnæði myndu a.m.k. ekki aukast á milli ára. Ókeypis peningarEitt af hinu góða og jákvæðavið íslenskt samfélag er að samtakamátturinn er oft mikill þegar á reynir og menn hlífa sér ekki þegar lagst er á árarnar. En stundum getur þessi samstaða þjóðarinnar verið heldur til ama og snúist yfir í hálfgert einelti. Að undanförnu hefur forstjóriolíufélags nokkurs orðið skotspónn þjóðarinnar fyrir að hafa fengið of há laun í fyrra og umtalsvert hærri en hann fékk ár- ið á undan. Vissulega fær forstjór- inn miklu hærri laun en almennur launamaður og það er erfitt að verja þá hækkun sem varð á laun- um hans á milli ára. En svo vill til að launagreiðslan, sem ekki er ákvörðuð af forstjóranum sjálfum, á sér skýringar sem sjaldnast fljóta með í umræðunni. Eins og fram kom á aðalfundiN1 skýrist hærri greiðsla til forstjórans af bónusgreiðslu sem hann fékk fyrir ári vegna ársins 2016. Hún var hluti ef launa- kjörum sem stjórn félagsins hafði samið við hann um og mun valda því að laun hans í ár munu lækka umtalsvert á milli ára. Í millitíðinni náðist mikil sam-staða víðast hvar í samfélaginu um að fordæma forstjórann og launakjör hans. Áhrifamenn í líf- eyrissjóðum fóru meira að segja fram á það að sjóðir þeirra seldu hlutabréf sín í olíufélaginu, jafnvel þótt það ylli stórtapi fyrir sjóðs- félaga. Verkalýðsfélög kröfðust þess að aðrir stafsmenn olíu- félagsins fengju sömu prósentu- hækkun og forstjórinn. Ekki mun þó hafa verið farið fram á að þeir myndu jafnframt njóta launa- lækkunarinnar sem fylgdi í kjöl- farið. Forstjórastarfið er einmanalegtog fáir sem taka það að sér að rísa upp til þess að verja kaup og kjör æðstu stjórnenda. Enda fæstir forstjórar á flæðiskeri staddir. Eins sjálfsagt og það er að veita aðhald hvað varðar kaup og kjör stjórnenda fyrirtækja, þá er jafn mikilvægt að sú umræða sé byggð á öllum staðreyndum máls og í eðlilegu samhengi. Samtaka í fordæmingu Einkahlutafélagið H58, áður Gyðja Collection, hefur verið tekið til gjald- þrotaskipta. Gyðja Collection gjaldþrota 1 2 3 4 5 Settu starfsfólkið í fyrsta sæti WOW Biz er fyrir þá sem vilja aukin þægindi, einfaldleika og greiða leið inn í vélina. Innifalið er hraðferð um borð, máltíð, forfallavernd og sömuleiðis BigSeat, eða besta sætið sem er í boði hverju sinni. WOW air flýgur einu sinni til tvisvar á dag til allra helstu viðskiptaborga Evrópu og Ameríku. WOW Biz kjörin leið fyrir þá sem þurfa að komast hratt og örugglega milli staða. WOW Biz Sumir þurfa einfaldlega meira WOW en aðrir. BRÍETARTÚNI 13 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS er RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.