Morgunblaðið - 23.03.2018, Page 102

Morgunblaðið - 23.03.2018, Page 102
Í HÖLLINNI Ívar Benediktsson iben@mbl.is Íslenska landsliðið náði einu stigi úr viðureign sinn við Slóvena, 30:30, í und- ankeppni Evrópumóts kvenna í hand- knattleik í Laugardalshöll í gærkvöldi eftir að hafa verið marki undir í hálf- leik, 17:16. Íslenska liðið var hárs- breidd frá sigri í leiknum eftir að hafa náð frábærum leikkafla síðasta stund- arfjórðunginn. Slóvenar jöfnuðu metin þegar fimm sekúndur voru til leiks- loka. Alltof mikið var um einföld mistök í sóknarleik íslenska liðsins í fyrri hálf- leik sem urðu þess valdandi að um helmingur 17 marka Slóvena í hálf- leiknum var skoraður eftir hröð upp- hlaup. Í tvígang lenti íslenska liðið fjór- um mörkum undir en tókst að klóra í bakkann svo aðeins munaði einu marki að loknum fyrri hálfleik, 17:16, Slóven- um í hag. Meiri yfirvegun var á í leikn- um í síðari hálfleik af hálfu íslenska liðsins. Sóknarmistökunum fækkaði en engu að síður voru Slóvenar með fjög- urra marka forskot, 24:20, þegar 17 mínútur voru til leiksloka. Þá kom góð- ur íslenskur kafli með fimm mörkum í röð. Íslenska liðið komst yfir. Var það ekki síst að þakka frábærum varn- arleik og magnaðri frammistöðu Guð- nýjar Jennýjar Ásmundsdóttur mark- varðar sem skipti við Hafdísi Renötudóttur sem ekki náði sér á sama strik í síðari hálfleik og í þeim fyrri. Með markvissum sóknarleik undir stjórn Karenar Knútsdóttur, frábær- um varnarleik þar sem Ester Ósk- arsdóttir fór á kostum og flottri frammistöðu Jennýjar í markinu, náði íslenska liðið tveggja marka forskoti, 29:27, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. Slóvenar jöfnuðu 29:29. Karen kom Íslandi yfir út vítakasti þegar rúmar 20 sekúndur voru til leiksloka. En Slóvenum tókst að jafna metin fimm sekúndum fyrir leikslok með marki af línunni. Helena Rut Örvarsdóttir átti stór- leik og skoraði 10 mörk. Slóvenar jöfnuðu metin á síðustu sekúndunum Morgunblaðið/Árni Sæberg Kraftmikil Hildigunnur Einarsdóttir, leikmaður Hypo í Austurríki, í dauðafæri í leiknum gegn Slóveníu í Laugardalshöllinni í gærkvöld. - Ísland fékk sitt fyrsta stig í undankeppni EM með jafntefli, 30:30 Laugardalshöll, undankeppni EM kvenna, 5. riðill, miðvikudag 21. mars 2018. Gangur leiksins: 2:3, 4:5, 7:8, 9:11, 13:15, 16:17, 19:18, 20:21, 22:24, 25:25, 28:26, 29:27, 29:29, 30:29, 30:30. Mörk Íslands: Helena Rut Örv- arsdóttir 10, Þórey Rósa Stef- ánsdóttir 6, Karen Knútsdóttir 4/3, Birna Berg Haraldsdóttir 4, Hildi- gunnur Einarsdóttir 2, Perla Ruth Al- bertsdóttir 1, Arna Sif Pálsdóttir 1, Eva Björk Davíðsdóttir 1, Ester Ósk- arsdóttir 1. Varin skot: Hafdís Lilja Renötudóttir 11, Guðný Jenný Ásmundsdóttir 5. Utan vallar: 10 mínútur Mörk Slóveníu: Ana Gros 7/3, Tjasa Stanko 7, Aneja Beganovic 4, Ines Amon 4, Alja Koren 3, Teja Ferfolja 3, Ana Abina 2. Varin skot: Amra Pandzic 10/1, Kar- men Korenic 4. Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Ana Vranes og Marlis Wenninger frá Austurríki. Áhorfendur: Um 400. Ísland – Slóvenía 30:30 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 „Við fyrstu skoðun kom ekki í ljós neitt brot eða kross- bandaslit. Hnéskelin fór úr liði en var komið aftur á sinn stað úti á vellinum. Ég fer í myndatöku í kvöld og vona það besta,“ sagði landsliðsmaðurinn Ólafur Gústafsson í samtali við mbl.is í gær en hann meiddist illa á hné í leik með Kolding gegn Mors-Thy í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Ólafur var fluttur á sjúkrahús og gisti á hóteli í Kolding í nótt þar sem hann fer í myndatöku en Ólafur býr í Esbjerg. „Væntanlega verð ég frá keppni í einhvern tíma en ég ætti að fá svör við því eftir myndatökuna,“ sagði Ólafur. Hætt er við því að Ólafur missi af fjögurra þjóða mótinu í Noregi sem fer fram í Noregi í byrjun apríl en hann var val- inn í landsliðshóp Guðmundar Þórðar Guðmundssonar í síðustu viku. Ólafur gekk til liðs við Kolding frá Stjörnunni í haust og hefur átt góðu gengi að fagna með Kolding á leiktíðinni. Ólafur hefur fengið sinn skammt af meiðslum á ferl- inum en hafði verið heill um hríð. gummih@mbl.is Hnéskelin fór úr liði Ólafur Gústafsson „Það hefur lengið lengi fyrir af okkar hálfu að ég verð ekki áfram hjá Hamm. Við fjölskyldan ákváðum fyrir töluverð- um tíma að eftir átta frábær ár í Þýskalandi væri tími til kominn á breytingar,“ sagði handknattleiksmaðurinn Fannar Þór Friðgeirsson. Eins og kom fram í Morg- unblaðinu í gær verður hann ekki áfram í herbúðum þýska B-deildarliðsins ASV Hamm-Westfalen þegar núverandi keppnistímabili lýkur í júní. „Eins og staðan er núna erum við að skoða okkar mál en það er allt eins líklegt að við endum heima Íslandi í sumar. Einnig erum við að skoða hvað er í boði í öðrum deildum í Evrópu. Það þarf eitthvað mjög spennandi að koma upp á borðið svo dvölin úti lengist hjá okkur,“ sagði Fannar sem lék með Val áður en hann flutti til Þýskalands 2010. Síðan hefur hann leikið með Emsdetten, Grosswallstadt, Hagen og Hamm í B-deildinni og Wetzlar í A-deildinni. Fann- ar á að baki 11 A-landsleiki og var m.a. í HM-liðinu 2013 á Spáni. iben@mbl.is Fannar sennilega á heimleið Fannar Þór Friðgeirsson Undankeppni EM kvenna 5. riðill: Ísland – Slóvenía.................................. 30:30 Tékkland – Danmörk .......................... 21:26 Staðan: Danmörk 3 3 0 0 83:57 6 Tékkland 3 1 1 1 79:77 3 Slóvenía 3 0 2 1 80:86 2 Ísland 3 0 1 2 67:89 1 1. riðill: Króatía – Noregur.............................. 25:32 - Þórir Hergeirsson þjálfar lið Noregs. Sviss – Úkraína .................................... 21:15 _ Noregur 6, Króatía 2, Sviss 2, Úkraína 2. 2. riðill: Pólland – Svartfjallaland .................... 20:26 Ítalía – Slóvakía ................................... 20:21 _ Svartfjallaland 6, Pólland 4, Slóvakía 2, Ítalía 0. 3. riðill: Serbía – Svíþjóð ................................... 30:23 Færeyjar – Makedónía ....................... 15:22 _ Serbía 6, Svíþjóð 4, Makedónía 2, Fær- eyjar 0. 4. riðill: Rússland – Rúmenía ........................... 30:25 _ Rússland 4, Rúmenía 4, Austurríki 2, Portúgal 0. 6. riðill: Þýskaland – Spánn .............................. 33:24 _ Þýskaland 5, Spánn 4, Litháen 1, Tyrk- land 0. 7. riðill: Kósóvó – Hvíta-Rússland ................... 22:31 _ Holland 4, Ungverjaland 4, Hvíta-Rúss- land 2, Kósóvó 0. Olísdeild karla Lokaumferð deildarinnar hófst kl. 20.30 í gærkvöld og leikjunum var ekki lokið þeg- ar Morgunblaðið fór í prentun. Sjá allt um þá á mbl.is/sport/handbolti. Danmörk Skjern – Tönder.................................. 26:22 - Tandri Már Konráðsson skoraði eitt mark fyrir Skjern. Holstebro – Bjerringbro/Silkeborg. 26:28 - Vignir Svavarsson lék ekki með Hol- stebro. Frakkland Tremblay – Cesson-Rennes............... 29:32 - Guðmundur Hólmar Helgason skoraði eitt mark fyrir Rennes en Geir Guðmunds- son er frá keppni vegna meiðsla. Ragnar Óskarsson er aðstoðarþjálfari liðsins. Noregur Elverum – Haslum.............................. 25:21 - Þráinn Orri Jónsson skoraði eitt mark fyrir Elverum sem vann deildina með átta stigum meira en Drammen sem hafnaði í öðru sæti. Drammen – Bækkelaget.................... 30:26 - Óskar Ólafsson skoraði eitt mark fyrir Drammen. Spánn Barcelona – Cangas............................ 36:21 - Aron Pálmarsson skoraði 2 mörk fyrir Barcelona. Meistaradeild karla 16-liða úrslit, fyrri leikur: Kiel – Pick Szeged.............................. 29:22 - Alfreð Gíslason þjálfar Kiel. - Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði 3 mörk fyrir Pick Szeged, öll úr vítaköstum. HANDBOLTI Dominos-deild kvenna Skallagrímur – Stjarnan...................... 89:69 Keflavík – Haukar ................................ 90:70 Valur – Snæfell ..................................... 58:59 Breiðablik – Njarðvík .......................... 59:77 Staðan: Haukar 27 20 7 2149:1925 40 Keflavík 27 19 8 2214:2038 38 Valur 27 18 9 2115:1909 36 Skallagrímur 27 14 13 2048:2048 28 Stjarnan 27 14 13 1974:1903 28 Snæfell 27 11 16 1937:2004 22 Breiðablik 27 11 16 1862:2012 22 Njarðvík 27 1 26 1712:2172 2 1. deild kvenna Undanúrslit, annar leikur: Grindavík – KR..................................... 53:73 _ Staðan er 2:0 fyrir KR. Undanúrslit, þriðji leikur: Fjölnir – Þór Ak.................................... 83:93 _ Staðan er 2:1 fyrir Fjölni. Danmörk Undanúrslit, fyrsti leikur: Hörsholm – Sisu................................... 74:66 - Sandra Lind Þrastardóttir skoraði 2 stig fyrir Hörsholm, tók 4 fráköst og átti eina stoðsendingu. Hún lék í 22 mínútur. NBA-deildin Orlando – Toronto ................................ 86:93 Boston – Oklahoma City .................... 100:99 Minnesota – LA Clippers ................ 123:109 New Orleans – Dallas....................... 115:105 Utah – Atlanta ...................................... 94:99 Phoenix – Detroit ............................... 88:115 Portland – Houston .......................... 111:115 KÖRFUBOLTI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.