Morgunblaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 104

Morgunblaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 104
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 Ekkert eðlilegt við þetta - Svakaleg sigurkarfa Kára Jónssonar - Blaut tuska í andlit Keflvíkinga - Stemning Stólanna - Fyrirhafnarlítið hjá KR - Kapp ber fegurð ofurliði Það er ekki auðvelt að henda í pistil þegar maður er orðlaus og þið verð- ið að fyrirgefa ef ég rugla bara í þessum pistli. Það þarf mikið til að ég verði orðlaus en undrabarninu úr Hafnarfirði tókst það með svakaleg- ustu sigurkörfu sem ég hef nokkurn tímann séð og hef ég séð ýmislegt á langri ævi. Það er ekkert eðlilegt við það að skora sex stig á rúmum þremur sek- úndum. Fyrst þrjú víti til að jafna leik í úrslitakeppni og síðan skora úr eigin vítateig. Ég er farinn að spyrja mig spurninga: úr hverju Kári er gerður. Er hann einhver ofurhetja sem er ekki mannleg nema að hluta til? Hann hefur skorað fleiri sig- urkörfur frá eigin vallarhelming í gegnum tíðina en þarna toppaði hann allt saman. Samningur við djöfulinn? Venjuleg manneskja myndi líka verða pínu stressuð á vítalínunni með þá pressu að þurfa að hitta úr öllum þremur vítaskotunum til að jafna leikinn. Maður sá á andlitinu á krakkanum að hann væri að fara að hitta þeim öllum. Öll þrjú snertu ekkert nema netið. Gerði hann samning við djöfulinn fyrir ein- hverju síðan? Eins sætt og það var fyrir Hauka að vinna með svona ævintýralegum hætti þá er það jafn skelfilegt fyrir Keflavík að tapa svona. Þvílíka tusk- an í andlitið eftir að hafa verið með leikinn í hendi sér. Ég hefði örugg- lega farið að grenja um leið og sig- urskotið söng í netinu. Það verður ekki auðvelt fyrir Keflvíkinga að rífa sig upp eftir þetta í leik þrjú. Ég gæti trúað að þeim liði eins og örlög- in hafi gripið inn í og þeim ekki ætl- að að vinna leik í þessari seríu. Það er heldur ekki sanngjarnt þegar hitt liðið er með ofurhetju sem getur hluti sem enginn annar getur og sem er ekki hægt að stöðva. Grindavík hefur ekki andlega styrkinn Grindvíkingar voru svo nálægt því að vinna á Króknum í fyrsta leik sínum gegn Tindastóli og voru sjálf- um sér verstir í lokin þegar kom að því að innsigla sigurinn. Þeir virðast ekki hafa náð að vinna úr þessu sára tapi fyrir norðan og steinlágu á heimavelli í leik tvö. Þegar maður upplifir sárt tap þá reynir á and- legan styrk sem Grindavík virðist ekki hafa. Annað hvort draga sár töp lið niður eða lið styrkjast við slíkt mótlæti. Grindavík algjörlega brotnaði í næsta leik á meðan Tinda- stóll lék á als oddi. Sigtryggur Arnar Björnsson virð- ist ekki geta átt slaka leiki þetta tímabilið með Stólunum og Antonio Hester er búinn að vera svakalegur undanfarið. Þá er ákveðin stemning með Stólunum þetta tímabilið sem erfitt er að eiga við. KR í gírnum en Vinson er horfinn KR-ingar virðast ekki þurfa að hafa mikið fyrir því að komast í und- anúrslit. Ég var á því að Njarðvík- ingar myndu gíra sig vel upp fyrir þessa seríu eins og alltaf gegn KR í úrslitakeppni en annað er að koma á daginn. KR-ingar eru mættir í úr- slitakeppnisgírinn á meðan Njarð- víkingar eru að spila eins og það sé ennþá deildarkeppni í gangi í nóv- ember. Terrell Vinson hefur al- gjörlega horfið í þessum leikjum eft- ir frábæran vetur fram að úrslitakeppninni. Njarðvíkingar mega ekki við því en þessi máttlausa frammistaða verður ekki eingöngu skrifuð á hann því fleiri leikmenn eiga töluvert inni. Séra Friðrik væri farinn Á meðan það stefnir í að öllum þremur Suðurnesjaliðunum verði sópað út þetta árið þá verður rimma ÍR og Stjörnunnar væntanlega mest spennandi í 8-liða úrslitum. Stjarn- an gerði vel og jafnaði metin á heimavelli og virðast þessi lið vera nokkuð jöfn. Kappið virðist ætla að bera fegurðina ofurliði í þessari ser- íu og er ég viss um að séra Friðrik væri búinn að yfirgefa leikina í fyrri hálfleik. En baráttan og vinnusemin er til fyrirmyndar hjá báðum liðum og leikirnir algjörlega stál í stál. Þetta verður alvöru viðureign áfram og yrði ég ekki hissa ef hún færi í odda- leik. Morgunblaðið/Golli Ótrúlegur Kári Jónsson skoraði einhverja mögnuðustu körfu í sögu körfu- boltans á Íslandi þegar Haukar unnu Keflvíkinga 85:82 í fyrrakvöld. SÉRFRÆÐINGUR MORGUNBLAÐSINS Benedikt Guðmundsson benediktrunar@hotmailmail.com Benedikt Guðmundsson er reyndur körfuboltaþjálfari og fyrrverandi íþróttafrétta- maður sem er sérfræðingur Morgunblaðsins í körfubolta í vetur. Í dag fer hann yfir stöðu mála eftir tvo leiki í átta liða úrslitum karla. Fátt var meira rætt manna í millum í gær en ævintýrleg sig- urkarfa Kára Jónssonar, leik- manns Hauka, í annarri viðureign Keflavíkur og Hauka í fyrrakvöld. Eftir að hafa unnið boltann á síð- ustu sekúndubrotum leiksins þá kastaði Hafnfirðingurinn ungi boltanum yfir endilangan leik- völlinn og smellhitti ofan í körf- una. Eflaust var kastið á þriðja tug metra. Karfan góða tryggði Haukum sigur í leiknum en nokkrum and- artökum áður sáu menn eflaust fram á að leikurinn yrði fram- lengdur. Fáeinum sekúndum áður en Kári skoraði sigurkörfuna góðu hafði hann jafnað leikinn fyrir Haukana þegar hann sýndi einstaka yfirvegun og skoraði úr vítaskotum, nánast án þess að blikka auga, raunar brosti hann, þegar flestir hefði nötrað að spennu. Sjálfur marghorfði ég á skot Kára á þriðjudagskvöldið enda fauk upptakan eins og lauf í haustvindi um samfélagsmiðl- ana. Í fyrsta skiptið þá hreinlega trúði ég ekki eigin augum. Og ég efaðist við annað áhorf. Skal engan undra því þegar upptaka af atvikinu er skoðuð má sjá fjöl- marga stuðningsmenn Keflavík- ur sitja sem lamaða í sætum sín- um. Þeir virtust heldur ekki trúa sínum eigin augum. Karfan góða er alveg hreint einstakt atvik í íþróttaheiminum enda hefur upptökuna rekið á fjörur áhugafólks um körfuknatt- leik um allan heim. Skotið á sér stað undir pressu á síðustu sek- úndu í hnífjöfnum úrslitaleik. Eitt er það að körfuknattleiksmaður dragi með kasti sínu alla þessa vegalengd. Hitt er svo að hitta sjálfa körfuna. Atvik eins og þetta er svo sannarlega krydd í íþróttirnar enda nokkuð sem telst ekki til hins daglega brauðs. BAKVÖRÐUR Ívar Benediktsson iben@mbl.is EM2020 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Ísland hefur verið með í hverri ein- ustu lokakeppni Evrópumóts karla í handknattleik á þessari öld, allt frá EM í Króatíu árið 2000. Það þyrfti mikið að fara úrskeiðis hjá íslenska landsliðinu í undankeppninni sem fer af stað næsta haust ef það yrði ekki með í tíundu lokakeppninni í röð árið 2020. Nánast væri hægt að tala um stórslys. Hingað til hafa sextán þjóðir leik- ið til úrslita á EM, ef undanskilin eru fyrstu árin, til ársins 2000, þeg- ar þau voru tólf. Nú er þeim fjölgað enn frekar og 24 lið leika í loka- keppninni árið 2020. Dregið verður í riðla fyrir EM 2020 í Þrándheimi fimmtudaginn 12. apríl. Undankeppnin hefst í haust og lýkur í júní 2019. Þrír gestgjafar á EM Önnur nýjung er á döfinni því þrjár þjóðir skipta með sér gestgjafa- hlutverkinu, Svíþjóð, Austurríki og Noregur. Þessar þjóðir fara allar beint á EM, sem og ríkjandi Evrópumeist- arar, Spánverjar. Það kemur í hlut 32 þjóða að heyja riðlakeppni árin 2018 til 2019 um hvaða 20 þjóðir bætast í hópinn og fara í lokakeppnina. Þar leika þjóð- irnar 32 í átta riðlum. Tvö efstu liðin komast á EM og einnig þau fjögur lið sem verða með bestan árangur í þriðja sæti. Alls fara því 20 lið af 32 áfram. Dauðafæri en hægt að fá snúinn riðil Ísland er í öðrum styrkleikaflokki og getur ekki mætt neinu liði þaðan. Sleppur þar m.a. við Pólverja, Serba, Tékka og Rússa. Íslenska liðið, undir stjórn Guðmundar Þ. Guðmunds- sonar, mætir einni þjóð úr 1. flokki, einni úr 3. flokki og einni úr 4. flokki. Vissulega lenti Ísland í talsverðu basli með að komast í síðustu 16 liða Evrópukeppnina sem fór fram í byrjun þessa árs í Króatíu. Liðið hafnaði í þriðja sæti í sínum riðli undankeppninnar en slapp áfram á því að vera með besta árangurinn þar. En þegar styrkleikaflokkarnir eru skoðaðir þá er liðið í sannkölluðu dauðafæri. Það væri reyndar hægt að lenda í snúnum riðli ef mótherjarnir yrðu t.d. Frakkland, Úkraína og Rúm- enía. Sennilega yrði riðillinn í erf- iðasta kantinum ef tvö síðarnefndu liðin kæmu upp úr pottinum úr 3. og 4. styrkleikaflokki, hver svo sem andstæðingurinn yrði úr fyrsta flokki. En með fullri virðingu fyrir þeim þjóðum sem skipa 3. og 4. flokk ættu fæstar þeirra að geta lagt stein í götu íslenska liðsins á eðlilegum degi. Hvað þá þegar þriðja sætið í riðlinum mun duga í fjórum riðlum af átta. Flokkarnir eru annars þannig skipaðir: 1. styrkleikaflokkur: Frakkland, Króatía, Þýskaland, Danmörk, Slóvenía, H-Rússland, Ungverjaland, Makedónía. 2. styrkleikaflokkur: Rússland. Tékkland, Pólland, ÍS- LAND, Serbía, Svartfjallaland, (Bosnía, Holland eða Portúgal) 3. styrkleikaflokkur: (Bosnía, Holland eða Portúgal) Lettland, Litháen, Sviss, Slóvakía, Úkraína, Ísrael, Tyrkland. 4. styrkleikaflokkur: Finnland, Belgía, Eistland, Grikk- land, Rúmenía, Ítalía, Kosóvó, Fær- eyjar. Tvær af þjóðunum þremur, Bosn- ía, Holland og Portúgal, verða í 2. styrkleikaflokki og ein í 3. styrk- leikaflokki. Þær eru jafnar að stigum og dregið verður um hver þeirra dettur niður í þriðja flokkinn. Dauðafæri til að kom- ast á tíunda EM í röð Morgunblaðið/Kristinn Magnússon EM 2020 Guðmundur Þórður Guðmundsson fer með landsliðið í umspil HM í sumar, gegn Litháen, og síðan hefst undankeppni EM í október. - Tuttugu lið af 32 komast í 24 liða lokakeppni árið 2020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.