Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 110

Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 110
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is U ndanfarin ár hefur almennt verið stöðugleiki í verðlagi á Íslandi, en ég vil meina að um sé að ræða svika- logn. Með sterkari krónu, og þar með lækkun á verði innflutn- ingsvöru og aðfanga til framleiðsl- unnar, hafi íslensk fyrirtæki náð að halda aftur af verðhækkunum þó að laun hafi hækkað mjög mikið. Nú er svo komið að atvinnulífið getur ekki lengur haldið aftur af hækkununum og óttast ég að von sé á verðbólgu- skoti.“ Þetta segir Andri Þór Guðmunds- son, forstjóri Ölgerðarinnar, en hann fjallaði um rekstarumhverfi íslenskra fyrirtækja á Iðnþingi á dögunum. Andri bendir á að um leið og styrk- ing krónunnar hafi hjálpað íslenskum fyrirtækjum að standa undir miklum launahækkunum, og haldið verð- bólgu í skefjum, þá hafi sterkari króna um leið veikt stöðu útflutnings- fyrirtækja og flökt á genginu torveldi áætlanagerð og útflutning enn frek- ar. „Þetta er ekki rekstrarumhverfi þar sem íslenskur iðnaður á auðvelt með að þrífast,“ segir hann. „Við bætast síðan óraunhæfar væntingar fulltrúa launþega í kjarasamnings- viðræðunum framundan sem sprengja væntanlega alla ramma og kveða á um hækkanir sem engar for- sendur eru fyrir. Væri fátt annað mögulegt en að velta miklum launa- hækkunum út í verðlagið og værum við þá komin aftur í þetta ástand þar sem launahækkun og verðbólga eiga í stöðugu höfrungahlaupi.“ Eiga inni skattalækkun Upp er komin staða sem erfitt gæti reynst að leysa úr á farsælan hátt. Andri segist hafa bundið miklar vonir við SALEK-samkomulagið, þar sem notast var við norrænt vinnumark- aðsmódel og reynt að semja um bætt kaup og kjör með gagnsæjum og skynsemislegum hætti. Segir hann tilburði launþegasamtaka ekki falla að þessu módeli. Andri bendir einnig á að atvinnulífið búi við hátt vaxtastig, enn hafi ekki verið að fullu losað um höft á fjármagns- flutningum, og vinnuveitendur eigi inni skattalækkun. „Eftir að trygginga- gjaldið var hækkað í kjölfar efna- hagshrunsins hefur þessi launaskatt- ur lækkað sáralítið. Var tryggingagjald 5,34% árið 2007, fór upp í 8,65% og hefur síðan þá lækkað í smáum skrefum um 1,8 prósentu- stig, eða niður í 6,85%. Trygginga- gjaldið bætir við allan þann þrýsting sem er á fyrirtækjunum í landinu og vantar lækkun um 1,5 prósentustig til að þessi skattur verði á svipuðum stað og fyrir hrun,“ segir hann. „Er þá eftir að nefna að aðrir skattar hafa hækkað töluvert og t.a.m. að tekju- skattur á hagnað fyrirtækja hefur frá árinu 2008 farið úr 15% í 18% og loks í 20%. Þar með er ekki allt upp talið og segir Andri að íslenskur iðnaður þurfi líka að glíma við ört hækk- andi raforkuverð. „Hjá Ölgerðinni hef- ur meðalverð á kíló- vattstund hækkað um 87% frá 2012 og 64% frá 2014 án þess að megi sjá að nokkur forsenda sé fyrir svona mikl- um hækkunum.“ Orkufyrirtækin eru flest í eigu hins opinbera og mætti því líta á hækkun raforku umfram það sem eðlilegt getur talist sem viðbót- arskatt. „Íslensk fyrirtæki nutu áður góðs af því að raforka var ódýrari hér á landi en víða erlendis, en nú er það forskot óðara að hverfa og sam- keppnishæfnin skert sem því nemur. Ekki er að sjá að neinar kostn- aðarsamar framkvæmdir við upp- byggingu orkuinnviða geti skýrt þessa hækkun, heldur virðist hún fara beint inn í kerfið sem aukinn hagnaður, og áfram til eigenda orku- fyrirtækjanna sem eru ríki og sveit- arfélög.“ Þurfa á útflutningi að halda Nú gætu lesendur spurt hvort ís- lenskur iðnaður geti ekki lagað sig að rekstrarumhverfinu með enn frekara aðhaldi og hagræðingu. Andri segir að stöðug vinna sé í gangi enda keppi innlendir framleiðendur við erlenda vöru og þurfi að vinna hylli neytenda á sömu forsendum. „En við getum t.d. illa keppt við breskan iðnað sem býr við lægri framleiðslukostnað á hverja einingu, stöðugri gjaldmiðil og lægri vaxtakostnað. Í tilviki Ölgerð- arinnar þá er t.d. Pepsi Max sem framleitt er á Íslandi fyllilega sam- bærilegt við Pepsi Max frá Bretlandi nema hvað íslenska framleiðslan er á margan hátt kostnaðarsamari.“ Andri bendir líka á að með bættri samkeppnishæfni myndu skapast forsendur til að efla útflutning, sem myndi þýða betri nýtingu fram- leiðslutækja og vinnuafls, fjölgun starfa og lægra verð. „Í augnablikinu er útflutningur ekki stór hluti af rekstri Ölgerðarinnar, en fyrir fyr- irtæki eins og okkar er lífs- nauðsynlegt að vinna stöðugt að auk- inni framleiðni, sem má ýmist gera með tækniþróun og framförum í framleiðslunni eða með auknu fram- leiðslumagni. Hér hvíla milljarðar í vélbúnaði, sem við borgum íslenska vexti af, og ef okkur tekst að koma meiru í gegnum pípurnar þýðir það að kostnaðurinn á hverja einingu lækkar sem síðan skapar svigrúm til verðlækkana til hagsbóta fyrir innan- landsmarkaðinn,“ segir hann. „Við erum stöðugt að velta við steinum og leita leiða til að ná fram aukinni hag- kvæmni, en við þurfum líka á útflutn- ingi að halda til þess að geta vaxið og dafnað og náð niður einingakostn- aði.“ Höfum búið við svikalogn Andri Þór Guðmundsson óttast að kröfur launþegasamtaka geti hleypt af stað höfrungahlaupi launahækkana og verðbólgu. Búa þarf íslenskum fyrirtækjum gott umhverfi svo þau geti verið samkeppnishæf við erlenda framleiðendur og ráðist í útflutning. Morgunblaðið/Eggert Tækifæri „Hér hvíla milljarðar í vélbúnaði, sem við borgum íslenska vexti af, og ef okk- ur tekst að koma meiru í gegnum pípurnar þýðir það að kostnaðurinn á hverja einingu lækkar,“ segir Andri Þór Guðmundsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg Svalandi Innlendir drykkjaframleiðendur þurfa að keppa við erlenda vöru. Morgunblaðið/ÞÖK Byrði Andri segir erfitt að finna góða skýringu á mikilli hækkun raforkuverðs. Skattar hafa hækkað töluvert og t.a.m. tekju- skattur á hagnað fyr- irtækja hefur frá árinu 2008 farið úr 15% í 18% og loks í 20%.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.