Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 117

Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 117
FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 MORGUNBLAÐIÐ 13 kerfi, flutningskerfi raforku, frá- veitum og fasteignum hins op- inbera. Umfang innviða er meira á Íslandi samanborið við önnur ríki eða um tvöfalt heimsmeðaltal. Skýring er þríþætt: fámenni, strjál- býlt land auk þess hve stór hluti verðmætasköpunar krefst traustra innviða eins og áður sagði. Nú er rétti tíminn til framkvæmda. Spáð er hægari hagvexti en síðustu árin sem þýðir að það losnar um fram- leiðsluþætti sem nýta má til inn- viðauppbyggingar. Landsvirkjun hyggst ekki ráðast í framkvæmdir næstu árin auk þess sem hægt hef- ur á uppbyggingu í ferðaþjónustu. Þar með verður til aukið rými til innviðauppbyggingar sem upplagt er að nýta til uppbyggingar vega- kerfis eða íbúðamarkaðar.“ Flest iðnfyrirtæki stunda ný- sköpun í einhverjum mæli, rótgróin fyrirtæki sem og sprotar. Hugvit er án landamæra og það er mikil samkeppni milli ríkja um slíka starfsemi. Má raunar tala um kapphlaup um alþjóðleg hátækni- fyrirtæki og hálaunastörf í því samhengi. Þá er nýsköpun grund- völlur að aukinni verðmætasköpun og gefur forskot í samkeppni. Þess vegna hafa mörg ríki hvatt til ný- sköpunar. Hér á landi hafa slíkir hvatar gefið góða raun og halda þarf áfram á þeirri braut. Þak á endurgreiðslur vegna rannsókna- og þróunarstarfs þarf að afnema til að hvetja fyrirtæki í enn meira mæli til nýsköpunar. Þá hefur það reynst sprotafyrirtækjum erfitt að fjármagna sig þar sem markaður- inn á Íslandi er lítill og ógegnsær. Þessu þarf að breyta þannig að hér geti orðið til fleiri fyrirtæki eins og Marel, Össur og CCP. Fyrirtæki sem skapa mikil verðmæti og áhugaverð störf. Þó fjórða stoðin hafi verið til umræðu um nokkurra ára skeið sjást þess ekki skýr merki að hún sé að festast í sessi. Fjöldi einka- leyfaumsókna vegna tæknilegra uppfinninga frá innlendum aðilum dróst saman um 40% milli áranna 2007 og 2017 sem er úr takti við þróunina erlendis. Útflutnings- tekjur þessa geira hafa ekki aukist í takt við væntingar. Tækifærið er sannarlega til staðar en við þurfum að bretta upp ermar til að láta þessa sýn verða að veruleika.“ Hann segir skýra atvinnustefnu munu auðvelda það verk. Að lokum segir Sigurður. „Iðn- aður á stóran þátt í velmeguninni og styður við góð lífskjör á Íslandi. Eitt starf af hverjum fimm er í iðn- aði, iðnaður stendur undir 30% gjaldeyristekna og iðnaður stendur undir þriðjungi af veltu fyrirtækja eða 1.357 milljörðum króna árið 2016.“ Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Úrbætur Vegagerðin lokar veginum við Vík. Að mati Sigurðar er nú rétti tíminn runninn upp til viðamikillar uppbyggingar á innviðum, svo sem gatnakerfinu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Styrktarfjárhæð sjóðsins er 5 millj- ónir króna árlega fram til ársins 2020. Heildarstyrkir munu því nema 15 milljónum króna. Í apríl verður hægt að sækja um styrkina og í september verður greint frá út- hlutun þeirra til allt að 14 iðnnema. Markmið með stofnun sjóðsins er að efla umræðu og vitund um mik- ilvægi iðn- og starfsnáms og þýð- ingu starfa sem því tengjast fyrir ís- lenskt atvinnulíf. Skortur er á iðnmenntuðu starfsfólki og er sá skortur víða orðinn hamlandi fyrir starfsemi fyrirtækja. Samtök iðn- aðarins og Kvika taka því höndum saman og vilja með stofnun sjóðsins vekja athygli á iðnnámi og hvetja þá sem velja að mennta sig á þessu sviði. Lögð verður áhersla á að jafna hlut kynjanna með því að hvetja konur sérstaklega til að skoða tækifæri sem bjóðast í iðn- og starfsnámi. Á myndinni eru Guðrún Haf- steinsdóttir, formaður SI, og Ár- mann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, við undirritun samningsins. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, og Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku. Kvika og SI stofna sjóð til að hvetja til iðn- og starfsnáms Kvika og Samtök iðnaðarins hafa gert með sér samning um stofnun Hvatningarsjóðs Kviku sem hefur það hlutverk að veita styrki til nema í iðn- og starfsnámi með það að markmiði að vekja athygli á mikilvægi náms og starfa á þessu sviði. Hugverk, hagkerfið og heimurinn var yfirskrift Tækni- og hugverkaþings SI sem haldið var fyrir fullum sal í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík. Á þinginu var farið yfir helstu málefni sem fylgja fjórðu iðnbyltingunni og var efnt til pallborðsumræðna með fulltrú- um stjórnmálaflokkanna og atvinnulífs- ins. Málefni sem fylgja fjórðu iðnbyltingunni til umræðu Samtök iðnaðarins í samstarfi við Félag ráðgjafarverkfræðinga stóðu að útgáfu á skýrslu um ástand og framtíðarhorfur innviða á Íslandi. Skýrslan var kynnt á vel sóttum fundi í Kaldalóni í Hörpu. Um 70 manns komu að gerð skýrsl- unnar og er það í fyrsta sinn sem heild- stæð skýrsla um ástand innviða hér á landi er gefin út. Í skýrslunni er gerð út- tekt á helstu innviðum í tíu köflum sem fjalla um flugvelli, vegi, hafnir, fráveitur, hitaveitur, vatnsveitur, útgangsmál, orkuvinnslu, orkuflutninga og fast- eignir ríkis og sveitarfélaga. Kynning Fjölmenni mætti á fund þar sem skýrslan var kynnt. Ástand og framtíðarhorfur innviða á Íslandi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.