Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 118

Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 118
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 K jarni vandans sem við sem samfélag erum að glíma við er að of fáir velja að mennta sig í iðn- og tæknigreinum. Það veldur skorti á starfsfólki og nýliðun í ákveðnum greinum verður of lítil,“ útskýrir Rannveig. „Við erum þegar að glíma við skort á iðn- og tæknimenntuðu starfsfólki og að óbreyttu mun þetta ástand versna.“ Vandinn að mati Rannveigar er ekki gæði námsins heldur eru djúpstæðar ástæður hér að baki. „Hefðin fyrir iðnnámi er ekki mjög sterk og ungt fólk skortir fyrirmyndir. Þau þurfa að sjá betur fyrir sér hvernig skemmtileg og spennandi framtíð getur falist í iðn- og verk- námi. Önnur ástæða kann að liggja í þeirri staðreynd að okkur gengur illa að vekja áhuga ungra krakka á tækni- og iðngreinum. Þau fá einfaldlega ekki tækifæri til að þróa með sér áhuga og hæfileika á þessu sviði. Það er lykilatriði að ungir krakkar fái tæki- færi til að spreyta sig í margvíslegu verk- og tækninámi og fái að finna á eigin skinni hversu skemmtilegt og gefandi það er að vinna með höndunum. Það er of seint að gera það þegar menntaskólaárin nálgast þeg- ar þau hafa eytt stórum hluta grunn- skólaáranna í bóknám.“ Erum að glíma við ákveðna fortíðardrauga Það er kunnara en frá þurfi að segja að flestallar þjóðir í kringum okkur eiga sér handverksstéttir sem eru að minnsta kosti jafnhátt skrifaðar og háskólafólk, ef ekki hærra skrifaðar ef eitthvað er. Nægir í því að nefna leirkerasmiði í Stoke-On-Trent, úr- smiði í Genf, ostagerðar- og ilmvatnsgerð- arfólk í Frakklandi, kristalblásara í Tékk- landi og svo mætti endalaust telja. Í fljótu bragði virðist sem iðnmennta- og handverks- fólki hafi ekki tekist að ná slíkri stöðu hér- lendis. Er um slaka ímyndarvinnu þessara greina að ræða, eða liggur eitthvað annað að baki? „Þessi lönd sem þú nefnir búa við afar ríka hefð í iðnaði og þessum löggiltu iðn- greinum,“ segir Rannveig. „Hefðin er ekki fyrir hendi með sama hætti hér á landi. Langt fram á síðustu öld voru Íslendingar fyrst og fremst bændur og sjómenn og iðn- aður sem atvinnugrein hafði ekki skotið rót- um. Að mörgu leyti var bygging álversins í Straumsvík eitt af stóru skrefum iðnbylt- ingar á Íslandi en okkur skortir hefðina. Kannski erum við líka að glíma við ákveðna fortíðardrauga. Á síðustu öld var það fremur leið til frama í atvinnulífi og að njóta góðra kjara að ljúka stúdents- og há- skólaprófi. Svona er þetta ekkert endilega í dag. Mikið af skemmtilegum og vel laun- uðum störfum er í boði sem krefjast iðn- og tæknimenntunar. Mikið af hæfasta starfs- fólkinu okkar hefur síðan blandað saman iðn- menntun við háskólanám á ýmsum sviðum en það er ákaflega mikils virði. Sjálf er ég bæði með iðnmenntun og háskólamenntun. Sú blanda menntunar hefur oft skipt sköpum þegar margvíslegar ákvarðanir hafi verið teknar í Straumsvík.“ Rík þörf á menntuðum iðnaðarmönnum Þegar talið berst að því hvaða greinar iðn- og tæknimenntunar liggi helst á að fá inn segir Rannveig þörfina hafa verið lengi fyrir hendi á flestum sviðum sem snerta rekstur álversins. „Hjá ISAL eru um 90 iðnaðarmenn að störf- um. Til viðbótar eru um 30% stjórnenda og sér- fræðinga líka með iðn- menntun. Stærsti hóp- urinn er vélvirkjar og rafvirkjar en einnig eru hjá okkur bifvélavirkj- ar, rafeindavirkjar, mál- arar og múrarar svo eitthvað sé nefnt,“ bendir hún á. „Á öllum þessum sviðum er við- varandi þörf. En svo hefur verið lengi og það er ein ástæða þess að við stofnuðum Stór- iðjuskólann árið 1998. Þar gáfum við ófag- lærðu starfsfólki tækifæri til að mennta sig í hefðbundnum greinum eins og ensku og stærðfræði en líka var farið ofan í saumana á sérhæfðum námsgreinum fyrir áliðnaðinn, s.s. rafgreiningu. Yfir 240 starfsmenn hafa farið í gegnum grunnámið og við sjáum ár- angur af þessu á nánast alla rekstr- armælikvarða álversins. En starfsfólkið nýt- ur þess líka, störfin verða áhugaverðari, skemmtilegri og gefa tækifæri til að axla meiri ábyrgð. En eftir sem áður er rík þörf á menntuðum iðnaðarmönnum.“ Hugmyndin um tæknisetur Að sögn Rannveigar þurfa ýmsir aðilar að koma að því verkefni að efla stöðu iðn- og tæknimenntunar hér á landi. Slíkt sé lang- tímaverkefni en til alls fyrst sé að vekja raunverulegan áhuga hjá unga fólkinu. „Þetta er langtímaverkefni sem margir þurfa að koma að. Fyrirtækin í landinu, stjórnvöld, skólarnir, námsráðgjafar og svo auðvitað foreldrar sem hafa mikil áhrif á námsval barna sinna,“ segir Rannveig. „Ein farsælasta leiðin til að ná árangri á þessu sviði er að fjölga þeim tækifærum sem börn og unglingar hafa til að vinna margvíslega tæknivinnu og gefa ímyndaraflinu lausan taum. Ég hef velt upp þeirri hugmynd að til að ná þessu fram verði komið upp tæknisetr- um fyrir börn. Við skulum líta til þess í hverju við Íslendingar erum góð, við erum góð í knattspyrnu og tónlist. Við höfum byggt fótboltahús og tónlistarskóla í höf- uðborginni og um allt land og börn eiga kost á að stunda hvort- tveggja í góðri aðstöðu með vel menntuðum kennurum og þjálfurum á viðráðanlegu verði. Þessu sama mætti ná fram með tæknisetrum þar sem grunnatriði í vélvirkjun, rafvirkjun, forritun og fleiri greinum yrðu kennd. Síðan mætti halda Tæknileika, líkt og tónleika og fótboltaleiki, þar sem börn kynntu afrakstur vinnu sinnar. Þessi leið hefur skilað okkur framúrskar- andi árangri í tónlist og knattspyrnu og ég tel fulla ástæðu til að ætla að það sama geti gerst í verk- og tæknigreinum. Með þessu móti mæti stuðla að breyttum viðhorfum barna og foreldra þeirra, við næðum til þeirra á unga aldri sem hafa áhuga og hæfi- leika.“ Það er auðheyrt að Rannveigu er viðfangs- efnið hjartans mál, og hún tekur undir það. „Samkeppnishæfni atvinnulífs á Íslandi byggist meðal annars á því að eiga hæft og vel menntað starfsfólk. Fyrirtækin okkar verða ekkert betri en besta fólkið okkar. Þar gegnir iðnaðarmaðurinn lykilhlutverki.“ Verknámsáhugi „Það er lykilatriði að ungir krakkar fái tækifæri til að spreyta sig í margvíslegu verk- og tækninámi og fái að finna á eigin skinni hversu skemmtilegt og gefandi það er að vinna með höndunum. Það er of seint að gera það þegar menntaskólaárin nálgast þegar þau hafa eytt stórum hluta grunnskólaáranna í bóknám,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi um iðn- og tækninám hér á landi. Iðnaðarmaðurinn gegnir lykilhlutverki Svo virðist sem tæknimenntun og jafnvel enn frekar iðn- menntun hafi setið eftir gagnvart háskólanámi á síðustu 3-4 áratugum. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, flutti erindi á nýafstöðnu Iðnþingi þar sem hún lagði einmitt áherslu á mikilvægi iðn- og tæknimenntunar hér á landi. Að hennar mati hefur það sitt að segja að hefðin er ekki mjög sterk og ungt fólk skortir fyrirmyndir á þessu sviði. Á síðustu öld var það fremur leið til frama í atvinnulífi og að njóta góðra kjara að ljúka stúdents- og háskólaprófi. Svona er þetta ekkert endilega í dag. Mikið af skemmtilegum og vel launuðum störfum er í boði sem krefjast iðn- og tæknimenntunar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.