Saga - 2010, Side 32
Up Poor, á margt sammerkt með mörgum þessara rita en hún bætir
líka ýmsu við. Líkt og aðrir sagnfræðingar, sem fjallað hafa um barn -
æskuna í sögulegu ljósi, leggur hún áherslu á að varpa ljósi á stöðu
barna innan fjölskyldunnar; hún rekur vaxandi mikilvægi skólans og
vinnunnar í lífi barna undir lok 19. aldar og í upphafi þeirrar tuttug-
ustu og fjallar um enn einn mikilvægan vettvang barna, götuna.2
Undirtitill bókarinnar, Home, School and Street in London 1870–1914,
vísar til mikilvægis þessara þátta í lífi barna. Ólíkt bókum flestra
annarra sagnfræðinga sem hafa látið sig barnæskuna varða er skýr
kynjavinkill í bók Davin og rödd stúlkna fær meira rými en oft vill
verða í ritum af þessu tagi.
Davin á sterkar rætur á vinstri væng róttækra sagnfræðinga í
Bretlandi. Hún tók þátt í starfi History workshop-hreyfingarinnar á
sjöunda áratugnum, hreyfingar sem undir kjörorðinu „history from
below“ lagði áherslu á að varpa ljósi á líf og starf þeirra einstaklinga
sem sjaldan komast á spjöld sögunnar. Davin vann lengi að söfnun
munnlegra heimilda um líf og starf kvenna úr verkalýðsstétt og hef-
ur setið í ritnefnd History Workshop Journal frá upphafi (1976). Í fyrsta
tölublaði tímaritsins, sem þá bar undirtitilinn A Journal of Socialist
Historians, ritar hún ásamt Sally Alexander ritstjórnarpistil þar sem
gerð er grein fyrir kynjasögulegri áherslu tímaritsins.
Í bókinni Growing Up Poor stíga stúlkur úr neðri lögum sam-
félagsins fram á sjónarsviðið sem aðalleikendur, þótt reynslu drengja
og barna úr efri lögum samfélagsins sé engan veginn sleppt. Þetta er
einn af helstu kostum ritsins. Sagnfræðirit fjalla gjarnan um börn sem
kynlausar verur og sjaldan er fjallað sérstaklega um ólíkar aðstæður
eða uppvaxtarkjör drengja og stúlkna. Tímarammi bókarinnar mark -
ast af árinu 1870, þegar lög um almenna skólaskyldu tóku gildi í
englandi og Wales (the elementary education Act), og af upphafsári
fyrri heimsstyrjaldar. Umrætt tímabil litast af mótun hugmynda um
velferðarríki með aukinni áherslu á að tryggja öllum börnum skóla-
göngu, takmarka barnavinnu og bæta heilsufar barna. Ann Davin
greinir frá nokkrum viðamiklum rannsóknum á lífskjörum alþýðu -
fólks í fátækrahverfum stórborga sem litu dagsins ljós á þessu tíma-
bili. konur úr efri millistétt léku einnig mikilvægt hlutverk í mótun
velferðarríkis og miðluðu lífsgildum sem fólust í áherslunni á að
spurning sögu32
2 Sjá t.d. Bengt Sandin, Hemmet, gatan, fabriken, skolan: folkundervisning och barnupp-
fostran i svenska städer 1600–1850 (Lundi: Lund Arkiv 1986); Hugh Cunning ham,
Children and Childhood in Western Society since 1500 (London: Longman 1995).
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:05 Page 32