Saga - 2010, Side 192
Íslendingar notuðu á þeim tíma, eins og Grimm hefði aldrei verið til),
ekki einu sinni gerður greinarmunur á ‘œ’ og ‘æ’, atriði sem Grimm
krafðist. Hann rétti mér aftur handritið: „Ég mun lesa það eftir að
prentun á því er lokið, það er auðveldara“. eftir stutta þögn sagði hann:
„Ég sé að það er einhver skoðanamunur milli ykkar Íslendinga og
Norðmanna“ (sagnfræðingurinn Munch52 og Unger53 urðu fyrstir til að
tileinka sér stafsetningu Grimmsbræðra). Ég svaraði að ég vissi það
ekki, að þetta væri smámál; en eftir dágóða stund, eftir að hafa rætt um
aðra hluti, sneri hann sér aftur að þessu, en þegar ég gaf sama svar lét
hann vinsamlegast og góðlátlega umtalsefnið niður falla. Það hefði
komið sér illa fyrir mig að kýtast um málfræði við Jacob Grimm; þar að
auki gat ég einungis talað þýsku, orð fyrir orð. Verandi aftur ánægður,
sneri hann sér nú að bókahillunum sínum (ef ég væri kominn aftur inní
herbergið gæti ég bent nákvæmlega á staðinn) og valdi með fimum
fingrum lítinn bækling til að sýna mér. Ég tók eftir hve snöggur hann
var til handa og augnaráðið skarpt; hann valdi litla þunnan bækling-
inn eins snyrtilega og prentari tekur upp staf. Hann gekk um herbergið
og úr öðrum hillum tók hann einn eða tvo bæklinga til viðbótar á sama
nákvæma háttinn: hann virtist hafa gaman af þessu. Ég held líka að ég
hafi tekið eftir því að hann virtist opna allar bækurnar eins og af handa-
hófi(1), en samt lenda á réttum stað.
Síðan spurði hann mig hvort ég vildi þiggja vínglas. „Ég er þyrst-
ur,“ sagði ég, „og vildi gjarnan fá vatn með því.“ Að því sögðu hringdi
hann bjöllunni og þjónninn kom inn. eftir dágóða stund kom ung
dama (að ég held frænka Jacobs) með bakka sem á var rauðvín og vatn.
Ég bað Jacob Grimm að hjálpa mér og þegar hann hellti víninu og vatn-
inu í glas tók ég eftir að hönd hans skalf örlítið; en eins og á Íslandi er
það ávallt gestgjafinn sem aðstoðar gestinn. Ég vissi að Jacob var pipar -
sveinn og bjó með bróður sínum og ályktaði sem svo að hann væri ekki
vanur að sinna svona hlutum og gerði það þess vegna klaufalega, því
þrátt fyrir ungan aldur minn fannst mér ég skynja eitthvað barnslegt í
fari hans.
Mín tilfinning gagnvart honum allan tímann var skrítin blanda af
feimni og forvitni. eftir að hafa sagt fáein vingjarnleg orð við mig,
þegar ég stóð upp til brottfarar eftir um 20 mínútna dvöl, fylgdi hann
mér til dyra, kvaddi mig og bað fyrir kveðjur til Maurers í München
sem ég var að fara að heimsækja, — og ég er viss um að hann settist
katrín matthíasdóttir192
52 Peter Andreas Munch (1810–1863) var norskur sagnfræðingur.
53 Carl Richard Unger (1817–1897) var norskur málfræðingur og textafræðingur.
(1) Á samskonar hátt minnist ég háttar Munch’s að opna þykka bók á svo
gott sem á réttri blaðsíðu og, þetta mistókst aldrei, að detta strax niður á
rétta setningu og orð.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 192