Breiðfirðingur - 01.04.1978, Blaðsíða 18
16
BREIÐFIRÐINGUR
vakti stöðugt bæði athygli og ánægju, einkum heima í átt-
högunum.
Nú hefur útvarpið kippt að sér höndum, með þennan
þátt. En árlega hefur þó verið leyft að útvarpa einu erindi
á vegum félagsins um breiðfirsk efni og áhugamál.
En þetta hefur Arelíus Níelsson annast og hafa sum
þessara erinda birst í Breiðfirðingi og hlotið góða dóma.
Væri því sannarlega líkt og rödd átthaganna hljóðnaði
enn meira, ef þessum þætti væri sleppt.
Hann hefur verið líkt og ósýnilegur silfurþráður milli
borgarbúa og ihinna, sem heima starfa og lifa.
T'ímaritið Breiðfirðingur hefur alltaf verið sjálfstæð
starfsdeild fjárhagslega, ef sleppt er sérstökum afmælis?
ritum, sem eitthvað hafa verið styrkt úr félagssjóði.
Starfsmenn ritsins hafa ávallt verið gæddir gamaldags
fórnarlund, lausir við tímanna köldu kröfu á annarra hönd.
í þrjátíu ár var ritstjóra og dreifara greiddar sínar eitt
þúsund krónum hvorum. En síðustu árin hefur það orðið
nær 25 þúsund í hlut. En útgáfa ritsins nálgast nú hálfa
milljón í prentun og heftingu.
Heiðursfélagar.
í þessi 40 ár hafa nálægt 20 manns verið gjörðir heið-
ursfélagar Breiðfirðingafélagsins, flestir eftir langa og
trausta þjónustu, þolgæði og fórnarlund.
Eftir því sem næst verður komist heiðursfélagarnir þessir
og ártöl hins veitta heiðurs:
Valdimar Björnsson, sjóliðsforingi o. fl., U.S.A. 1945
Sr. Ásgeir Ásgeirsson, próf., Hvammi 1953. (Látinn)
Guðbjörn Jakobsson, Lindarhvoli. 1956.