Breiðfirðingur - 01.04.1978, Page 20
18
BREIÐFIRÐINGUR
Hans er minnst sjötugs í 35. árgangi Breiðfirðings, 1977.
Fullyrða má, að félag, sem hefur eignast svo marga
ágæta heiðursfélaga á fjórum áratugum sé lánsamt.
Samt væri ástæða til að takmarka heiðursveitingar og
athuga vel og vandlega sem trúnaðarmál.
Þar átti engin flatneskja að ríkja í framtíðinni fremur en
hingað til.
Söfnun og sjóðir.
Ohætt mun að fullyrða það, að húsnæðismálin — Breið-
firðinga'búð — hefur alla tíð bæði beint og óbeint mótað
fjármál félagsins.
Meðan á því stóð að festa „Búðina“ í eigu félagsins
voru fjármál og safnanir, framsýni, dáðir og fórnfýsi, höfð-
ingskapur og rausn að ýmsu leyti í hámarki. Margir voru
þá framúrskarandi.
Sama kom fram við ýmsar safnanir, sem hér hefur ver-
ið minnt á t.d. Björgunarskútusjóðinn og kirkjúbyggingar
að ógleymdri hjálparstarfsemi.
En síðan „Búðin“ var í hendi og að vissu leyti fastur
grunnur fjárhagslega hafa fjársafnanir og fjárhagsmál
fremur lítið sett svip á starfið utan árvissrar afkomu, sem
ávallt hefur verið góð og hinn síðasta áratug í öruggum
höndum hins ágæta gjaldkera Þorsteins Jóhannessonar. En
hann hefur skipulagt innheimtu félagsgjalda og dreifingu
tímaritsins í föstum farvegi hjá hverfisstjórum félagsins,
svo allt hefur gengið eins og í sögu.
Hér þarf því lítt um fjármál að skrifa við þessi
tímamót annað en geta þess, að kaup á hlutabréfum í
Breiðfirðingáheimilinu hf. og og þannig auknar eignir fé-