Breiðfirðingur - 01.04.1978, Blaðsíða 22
20
BREIÐFIRÐINGUR
Stefnuskrá Minningarsjóðs Breiðfirðinga sýnir glöggt þá
víðsýni og þann stórhug, sem þá ríkti og þá ekki síður
bjartsýni og trú félagsmanna á framgang og framkvæmd
fjölbreyttra viðfangsefna í anda félags síns.
Þar er 4. greinin á þessa leið: „Tilgangur sjóðsins er
að styrkja hvers konar menningarviðleitni, sem varða
breiðfirsk málefni bæði heima og heiman, svo sem út-
gáfu rita um breiðfirsk efni, söfnun breiðfirskra fræða,
nám efnilegra breiðfirskra nemenda, skógrækt við Breiða-
fjörð, líknarstörf o. fl., sem aðkallandi væri á hverjum
tíma.“
Merkið er vissulega göfugt og borið hátt. Stofnað hefur
verið til minninga um nálægt lug manna og lagt fram fé.
Rætt var um, að þetta yrði allt flutt í einn sjóð til vörslu
og framkvæmda.
Nú hefur verið mjög hljótt um þetta málefni í mörg ár.
Verðþenslan mikla, sem ríkt hefur á þessu tímabili hefur
vafalaust tært þennan göfuga stofn og gert hann lítilsvirði
að aurum. En hugsun og tilgangur, minningar og óskir lifa,
sé merkið hafið upp að nýju. Hér þarf vakandi hugi, fram-
réttar hendur, nýtt og taktbundið skipulag við tíma og að-
stæður.
Arlegur fjársöfnunardagur er lífsnauðsyn slíkum sjóði,
þar sem á hann er minnt og þau, sem hann er helgaður.
Merki og minningarspjöld endurnýjuð o. s. frv.
Þögn og gleymska eru virðulegar systur. En í þeirra
spor fer stöðnun og dauði.
Hér skal ekki fleira sagt að sinni. En aðeins birt skýrsla
gjaldkera núverandi stjórnar um störf og fjármál félags-
ins. Hún skýrir sig sjálf: Þorsteinn Jóhannsson hefur sam-