Breiðfirðingur - 01.04.1978, Page 34
BREIÐFIRÐINGAHEIMILIÐ HF.
Skólavörðustíg 6B
„Nú er hún Snorrabúð stekkur,“ sagði skáldið forðum
um Þingvöll. Helgistað íslendinga. Samkomustað útval-
inn til æðstu átaka og samstarfs á íslandi.
Hann sá lömbin hlaupa um stekk og jarmandi ær á beit,
þar sem helstu hugsuðir þjóðarinnar höfðu flutt sínar
ræður.
Hann sá krunkandi hrafna og krakka tína bláber í laut-
um og brekkum, sem einu sinni voru skemmtigöngusvæði
ungra elskenda og helstu höfðingju landsins.
En samt var hægt að heimta þetta allt til heiðurs að
nýju. Það var samt sem áður hornsteinn og helgidómur
nýrra tíma, nýrra kynslóða. I öðrum búningi og með öðr-
um blæ en áður. En ekki síðri. Veruleikinn varð að nokkru
draumsjón.
Eitthvað svipað í öðrum og smærri stíl hlýtur þeim að
verða í huga, sem horfa nú hin síðustu ár á Breiðfirðinga-
búð við Skólavörðustíg í Reykjavík, en muna húsið og
staðinn, þegar það var heimili og draumahöll eins helsta
átthagafélags borgarinnar, Breiðfirðingafélagsins.
Og það átti að verða meira.
Upphaflega var ætlað, óskað og dreymt um, að það yrði
sameiginlegt heimili allra átthagafélaga í Reykjavík. Heim-