Breiðfirðingur - 01.04.1978, Page 41
BREIÐFIRÐINGUR
39
Öllu helsta fólki í bæjarstjórn boðið ásamt þingmönnum
Breiðfirðinga.
Veisluföng vegleg á borðum. Fagrir söngvar kórs og ein-
söngvara. Snjallar ræður fluttar, sögur lesnar og ljóð flutt,
leikið og dansað. Ekki er þó getið um vínveitingar.
Frásögn um þetta mikla hóf er í 10 ára afmælisriti
Breiðfirðings. Það er ritað af veislustjóranum sjálfum, séra
Asgeiri Ásgeirssyni. Eru þar víst nöfn flestra listflytjanda
og ræðumanna. Skal þeim, sem þeirra vilja vita vísað
þangað.
Orðrétt lýkur frásögn af vígsluhátíð „Búðarinnar“ á
þessa leið:
Hátíðarsamkomur þessar voru vel sóttar öll kvöldin. Fóru
hið besta fram og virtust allir una sér vel í hinum nýju
húsakynnum, Breiðfirðingabúð.
Framhaldið varð þó á ýmsan hátt erfitt. Lýður Jónsson,
verkstjóri, var valinn framkvæmdastjóri til veitingastarf-
semi þeirrar, sem nú átti að fara fram í „Búðinni“.
En áður en hann tæki við starfinu fór vegamálastjóri
þess á leit að fá hann eftirgefinn.
Sigurbjörn Sigtryggsson tók því húsið að sér. En Kristín
Jóhannsdóttir, kona Lýðs, tók að sér veitingar í fyrstu og
var til hausts.
Þá tók við Jón Arason veitingamaður og hafði starfið á
hendi til 1. nóvember 1947.
Sala hlutabréfa gekk mjög treglega. Og erfitt reyndist að
fá fólk til veitingastarfseminnar. Breiðfirðingafélagið var
því eina verndin. Og sá bakhjarl er best dugði, þegar öll
sund voru að lokast.
Mátti segja, að það legði til um helming hlutafjár eða