Breiðfirðingur - 01.04.1978, Page 42
kaupverðsins. En þeir, sem gengu fram fyrir skjöldu voru
Snæbjörn G. Jónsson, Olafur Jóhannesson og Guðbjörn
Jakobsson.
En 22. mars 1948 var Kristján Guðlaugsson, brlm. kos-
inn formaður Hlutafélagsins Breiðfirðingaheimilisins og
Jóhannes Jóhannsson, varaformaður
Systkinin Ingibjörg Karlsdóttir og Steingrímur Karlsson
frá Draflastöðum í Fnjóskadal tóku við rekstrinum 1. okt.
1948 og samlþykktu ókeypis afnot Breiðfirðingafélagsins
til samkomustarfs funda og skemmtana tvisvar í mánuði.
Áhvílandi skuldir voru því þá 582 þúsund krónur. Hluta-
fjáreign Breiðfirðingafélagsins var þá hækkuð.
Þar með mátti telja hlutafélagið úr hættu og húseignin
örugg eign.
Venjulegu trésmíðaverkstæði hafði verið breytt í veg-
lega veislusali með nýtískublæ, eftir kröfum þeirra tíma.
Samt var eftir að innrétta rishæðina til gistingar og
greiðasölu að kvöldi eða næturlagi.
Þannig var þá útlitið orðið hjart á 10 ára afmæli Breið-
firðingafélagsins.
Og þannig var allt við hæfi um eign og rekstur „Búð-
arinnar“.
Þótt aldrei kæmist til framkvæmda gistihúshugmyndin
í rishæðinni, má þó fullyrða, að um áratugi var „Búðin“
sannarleg miðstöð allrar starfsemi Breiðfirðingafélagsins.
En sú starfsemi var margbreytt og merkileg á mörgum
sviðum.
Auk fundarhalda félags og stjórnar voru spilakvöld,
dansleikir, kvöldvökur á reglubundinn hátt að vetrinum.