Breiðfirðingur - 01.04.1978, Page 43
BREIÐFIRÐINGUR
41
Auk ’þess vetrarfagnaður, Þorrablót og sumarfagnaður.
Allt þetta fór fram í Breiðfirðingabúð.
Með stærstu hátíðarsamkomur líkt og afmælismót varð
þó venjulega að leita á náðir veitingahúsa borgarinnar.
En þá var Hótel Borg oftast fyrir valinu.
Samt var 20 ára afmæli félagsins í Félagsheimili fram-
sóknarmanna við Fríkirkjuveg. En þá 1958 var þar ný-
lega útbúið veglegasta samkomuhús, sem sdðar nefndist
Glaumbær.
Jólatrésskemmtun fyrir börn og samkoma fyrir eldra
fólk á uppstigningardag, sem eru fastir þættir í starfi Breið-
firðingafélagsins voru hins vegar alltaf í „Búðinni“.
Sama mátti segja um allt, sem gert var til að safna fyrir
Björgunarskútusjóðinn, sem Þorbjörn Jónsson og frú hans
efndu til á vegum félagsins af frábærum dugnaði.
Aðrar starfsdeildir Breiðfirðingafélagsins, Bridgedeild,
tafldeild handavinnudeild og Tímaritið Breiðfirðngur
hafa allar unnið undir þa'ki Búðarinnar. Og þaðan var
lagt af stað til gróðursetningar í Heiðmörk á skínandi vor-
kvöldum. Og þaðan var haldið til heimahaga við Breiða-
fjörð í sumarferðum á ilmandi síðsumarsmorgnum af syngj-
andi fólki, glöðum ferðafélögum.
Breiðfirðingakórinn og söngkvartettinn Fóstbræður gættu
þess, að alltaf ríkti bæði söngur og sól yfir tilhlökkun fólks-
ins á stéttinni við Breiðfirðingabúð.
Á afmælinu 1958 eignaðist Breiðfirðingafélagið kær-
komna afmælisgjöf. En það var fallegt fundarherbergi með
viðeigandi nýjum húsgögnum, langborði, stólum og skrif-
borði í samstæðum lit purpurarauðum. Það er enn kóróna
félagsins.